Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1951, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1951, Blaðsíða 8
31G LESBÓK MORGUNBLAÐSINS KNATTSPYRNA SJÓMANNA — Farmenn á skipum Eimskipafjelags íslands eru farnir að aefa knattspyrnu i frístuncium sinum. Hefir Pjetur Björnsson, skipstjóri á Gullfossi, mjög kvatt n-.enn sina til slikra iþrcttaæfinga og kepptu |»eir nokkrum sinnum við önnur lið erlendis á meðan Gullfoss var i sigling - um fyrir Frakka til Miðjarðarhafsins. Á sjóraannadaginn vildi svo heppilega til, að bæði Gullfoss og Goðafoss lágu h.’er i höfn og var þvi cfnt til knatt spyrnukepni milii skipshafnanna suður á iþróttavelli. Sá leikur fór svo, sem fáir höfðu búist við, að liðið af Goðrfossi sigraði. — Hjer á myndinni sjást bæði liðin á iþróttavellinum, Goðafos* menu til vinstri og Gullfossmenn til hægri. í baksýn cr Þjóðminjasafnið. — <Ljosrn. Mbl. Ól. K. Magnússon). Sparsemi Jeg var korninn undir tvitugt (um 1880) þegar jeg fyrst sá svonvfnda'i póstpappír og umslög. Þetta var strax skilið og viðurkent og kcypt af almenn- ingi, en það þótti hæfilegt að einn maður hefði til ársins 25 umslög, tvö á hverjum mánuði og eitt til vara, og þá 24 póstpappirsark-ir, ef hann haíði ekii ncin sjerstök ritstörf á hendi, en þetta var dýrari pappir og var því sjálí- sagt að spara hann. Ætti nú að skrifa einhverjum hefðarmanni eða konu, þá vai- sjálfsagt að taka póstpappir og um- slag, cn væri það einhver algengur maður og máske vel kunnugur, sem átti að skrifa, þá dugði vel að skrifa á ódýrari pappir, brjóta brjefið sam- kvæmt algengri reglu og læsa því með lakki. Þegar unglingar skrifuðu upp Yisur eða kafla úr bókum til að æfa rithöndina, þá rnátti aldrei kasta blað- inu fyr en það var útskrifað báðum incgin. (Endurm. Friðr. Guðm.) Jarðarför Arna Helgasonar biskups fór fram að Garðakirkju á Álftanesi hinn 27. desember 1809 (hann andaðist 14. des.). Var þá besta veður og varð þetta einhver hin f jölmennast i j.arðarför hjcr um slóðir. Sótti þangað fjöldi manns úr Reykjavík og af Set- tjarnarnesi. Fóru sumir riðandi, svo sem stiplamtmaður, biskup, háyfirdóm- ari, hjeraðsprófastur, landlæknir, land- fógeti, foistöðumaður prestaskólans, þingmaður Reykvikinga og ýmsir borg- arar. En miklu fleiri fóru gangandi og styttu sjer leið með því að láta ferjj sig yfir Skerjafjörð. í þeim hópi vai rcktor skóJans, tveir kennarar, flestir nemendur prestaskólans og læknaskói- ans og fjöldi skólapilta. Rússaprins á Islandi í lok ágústmánaðar 1870 kom hingað til Reykjavíkur rússneskt gufuskip Varek? Var það með cinn af sonum Aiexanders Russakeisara. Alcxis að nafni. Hann var tvitugur að aldri, hár maður vexti og friður sýnum. Á skipi þessu voru alls frarat að 400 manns. 10 af yfirmönnum þess heldu þegar um morguninn eftir til Geysis, en keis- urasonur gjálfur gat eigi íarið sökuui lasleika. A mánudaginn eftir. hinn 2'k sept., kom hann hjer í land, og skoðaði bæinn og ýmsar stofnanir hans, t. a. m. dómkirkjuna, stiptbókasafnið, forn- gripasafnið, skólabókasafnið o. s. frv. Næsta dag reið. hann austur að Þing- völlum og 4 af fylgdarmönnum lians með honum, og fylgdi stiptamtmaður Hilmar Finsen honum þangað. (Þjóð- ólfur). Jörðin umturnast Sem dæmi um það, þvprnig jörðin getur umturnast i miklum jarðskjálft- um. er það, að 1890 varð hálcnt og nokkuð harðlent tún á Miðhúsum i Eystrihrepp eins og dý, og varð að bjarga hesti upp úr því. Það smájafn- aði sig aftur og var komið i samt lag eftir nokkrar vikur. Ör á cntii Einu sinni er jeg var að borða hjí frú Astu Hallgrimsson. kom sendiboði frá dr. Jónassen með ósk upj. sð jeg kaemi strax til sin. Jeg brá við og hljop til hans, því mig grunaði, að hann þyrfti að senda mig eitthvað. Fekk hann aijer þá veski með verkfæruíu og umbúðum og bað mig að hiaupa suður á Suðurgötu, því þar lægi dreng- ur í blóði sínu. Þegar þangað kom, var þar 8 eða 9 ára drengur, stór og mynd- arlegur, mcð stórt sár á augabrún. Hann hafði dottið og höggvið sig á klaka. Jeg þvoði þetta og saumaði, og greri sárið fljótt og vel, þótt enn sjái fyrir öri á enni lians. Þetta var Eggeit Stefánsson, hinn ágæti söngvari. — (Ing. Gislason læknir). Reykjavikurhöfn Eftir beiðni bæarstjörnar kom hingað sumarið 1906 - hafnarstjói i Kristianiu- borgar (Ósló), Gabriel Smith, til þess að rannsaka hafnarstæði hjcr og skil- yrði til að koma hjer upp skipakví vt tiltækilegra þætti, svo og til að gefa upplýsingar um kostnað. Niðurstaða þeirrar rannsóknar varð sú, að hækka bæri Örfiriseyargranda alia leið milli lands og eyar. byggia siðan öldubrjót frá eynni i stefnu til Batterisins og annan öldubrjót norðvestur frá því. — Haínarstjórn samþykti að halda sjer i hafnarmálinu framvegis við þessar til- lögur hafnarstjórans, og þannig var höfnin gcrð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.