Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1951, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1951, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 315 vegna þess að hann náði ekki fót- festu, þar sem hann var ekki með táskaíla. Eftir mikið erfiði tókst okkur þó að komast yfir í Hval- vík og þangað sem líkið var. Vöfð- um við það innan í striga og ríg- bundum það svo á sleðann. En nú urðum við að fara aðra leið tii baka, upp svo kallað Kjólsvíkur- skarð, því að hvergi var fært með æki nema þar. Farið var að skyggja er við komum upp á háskarðið. En þá var eftir að komast niður, og var nú úr vöndu að ráða, því að þar varð ekki farið með hest og sleða. Tókum við kaldir og ákveðnir þann kost, að leysa sleðann frá hestin- um, binda upp aktaumana og sleppa sleðanum niður fjallið. Báð- um við Þórodd vel fara, en kvið- um því helst að sleðinn mundi geta brotnað, ef hann rækist á stein með þeirri fleygiferð, sem á honum var. Líkið hefði þolað alt, því að það var gaddfreðið. Síðan klöngruðumst við niður skarðið og ofan í svokallaðan Engi- dal, því að þangað höfðum við stefnt sleðanum. Fundum við hann ekki fljótt, því að hann hafði farið með ofsahraða niður allan dal. En þar var hann þó með sömu um- merkjum og þegar við sendum hann í þetta ferðalag. Náðum við í myrkri til Borgarfjarðar og gistum á Jökulsá, en daginn eftir fluttum við líkið til Bakkagerðis, þar sem það skyldi jarðsett. Ristum við ut- an af því fötin og gengum sóma- samlega frá því, og heldum þvi næst heim til Brúnavíkur. Þá var Sigfús Sigfússon þjóð- sagnaritari heimiliskennari hjá okkur. Honum brá mjög í brún, er hann frjetti afdrif Þórodds. Helt Sigfús statt og stöðugt að Þórodd- ur mundi ganga aftur og sækja að sjer. En sú var ástæða til þess, að eitthvað þremur vikum áður hafði Þóroddur gist hjá okkur, og hafði þá lent í orðasennu milli hans og Sigfúsar. Var Sigfús nú svo hrædd- ur, að hann þorði ekki þverfótar, og ekki þorði hann að sofa einn. Kona mín sagði að þannig hefndist honum fyrir það að vera að segja krökkunum draugasögur og gera þau myrkfælin, nú væri hann sjálf- ur orðinn verri en þau. Þóroddur var jarðsettur fyrstur manna í nýum grafreit í Bakka- gerði. Sumarið eftir dó Óli á Glett- ingsnesi. Mjer er nær að halda að bæarhrafninn þar hafi vitað fyrir feigð beggja, og þess vegna hafi hann látið svo einkennilega um vet- urinn. — En sögunni er ekki þar með lokið. Áður en Þóroddur legði upp í feigðarför sína, hafði hann orð á því við þau hjónin, að sig langaði til þess að fá að dveljast hjá þeim sem lengst. Sagði þá Jóhanna systir mín bæði í gamni og alvöru: — Blessaður Þóroddur minn, gaktu ekki aftur til mín ef þú skyldir farast í þessari ferð. Veit jeg ekki hvort hann ansaði því nokkru, en að kvöldi þessa dags var Jóhanna að taka inn þvott. Stukku þá hundarnir alt í einu upp með gelti miklu og urri og hlupu í kringum hana, hvernig sem hún hastaði á þá. Seinna, er hún frjetti lát Þórodds, sagði hún sem svo að líklega hefði hann komið og ætlað að láta vita hvernig farið hefði fyrir sjer, en enginn getað sjeð hann nema hundarnir. Svo liðu rúm 33 ár. í sumar sem leið (1950) var bygt hús á Glett- ingsnesi fyrir vitavörðinn þar. — Unnu við þá byggingu menn úr Reykjavík. Einn af þeim heitir Ein- ar, og þekki jeg hann vel. Nokkru eftir að hann kom suður, hittumst við og spjurði hann þá: — Heyrðir þú aldrei neitt um það, Stefán, að eitthvað óhreint væri á Glettingsnesi, sem kallað er? Ekki kvaðst jeg hafa heyrt það. — Þá skal jeg segja þjer að þar gengur um maður, sagði hann. Jeg sa hann svo að segja dags daglega allan þann tíma, sem jeg var á nes- inu, og altaf þegar tók að skyggja. — Hvar var hann? spurði jeg. — Hann var rjett fyrir neðar, girðinguna, sem er fyrir ofan bæ- inn, á hæðinni fyrir sunnan Álía- steinana. Þar sá jeg hann altaf á gangi upp og niður. — Hvernig er hann í hátt? spurði jeg. — Hann er meðalmaður á vöxt í móleitum fötum og sýndist mjer hann vera með uppbretta kulda- húfu á höfðinu, sagði hann. — Lýsingin minti mig þegar á Þór- odd heitinn. Til vonar og vara fór jeg þó heim til Jóhönnu systur minnar og spurði hana hvernig Þóroddur hefði verið búinn er hann lagði á stað í sína seinustu ferð. -— Hann var í brúnum fötum, með veðrahúfu á höfði og var ilos- að uppslag á, svaraði hún. 4 I 4 GÓÐUR DAGUR IIJERNA um daginn hitti jeg mann, sem er 102 ára. Hann var hress og kátur, og það var gletnissvipur í aug- um hans. Eins og vant er varð mjer á að spyrja, hverju hann teldi það helst að þakka að hann hafði náð svo háum aldri. Hann svaraði mjer ekki út af eins og skrítluhöfundarnir láta gamla menn gera, með því að segja: „O, það er vegna þess að jeg hef altaf drukkið, þegar mjer hefur boðist það“ eða: „Jeg hef aldrei bragðað áfengi og aldrei reykt“ — eða: „Jeg stundaði líkams- æfingar og svaf fram eftir á morgn- ana.“ Nei, hann svaraði mjer í fullri ein- lægni: „Jeg hef haft þann sig á hverjum einasta morgni að byrja á því að ganga út að glugga og horfa til veðurs. Og svo segi jeg við sjálfan mig, hvort sem er rigning, stórhríð eða sólskin úti: Já, svona veðurs hafði jeg óskað mjer.“ — Philosopher.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.