Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1951, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1951, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 313 hrauni er komið upp hjá Tjörva- felli og undir Veiðivötnum. Hraun þessi þekja mikil svæði á Land- manna-afrjett, niður með Tungnaá og Ljórsá. Því nær öll Landsveit- in er á þessu hrauni og væn sneið af Gnúpverjahreppi, öll Skeiðin, nema Vörðufell, og því nær allur Flóinn, nema Villingaholtshrepp- ur. En þegar til sjávar kemur nær hraunstraumurinn alla leið milli Ölfusár og Þjórsár-ósa. Guðmundur hefur farið með öll- um jöðrum þessa hrauns og kynnst eftir föngum, hve þykkt það er. Hann hefur, sem sagt, komist að fastri niðurstöðu með það, hve víðáttumikið það er og hve mikið hraunmagnið hefur verið, þegar það rann. Þetta hraun hefur svo greinileg einkenni, að ekki er hægt að efast um, þegar maður heldur á í lófa sínum hnefastórum hraunmola, hvort hann er brotinn úr þessu hrauni eða öðrum í grennd við það. í hrauninu eru sem sje hvítir feldspatdílar, óvenju stórir, sem einkenna þetta hraun frá öðrum hraunum. Guðmundur hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu ,að hraun- ið sje að flatarmáli um 1000 ferkm. Þ. e. a. s. þessi eini hraunstraumur þekur um það bil 1/100 hlutann af öllu íslandi. En magn hraun- straumsins segir hann að sje um það bil 22 ten.-km. Til samanburðar, segir Guð- mundur, að Þorvaldur Thoroddsen hafi áætlað, að Skaptáreldahraunið úr Lakagígunum sje 12. ten.km. Er það langsamlega stærsti hraun- straumur, sem menn þekkja að runnið hefir síðan sögur hófust. Guðmundur álítur, að Þorvaldur hafi reiknað ríflega hraunmagn Skaptáreldahrauna, svo að stærsti hraunstraumurinn, Þjórsárhraun- ið, sem hann kallar svo, ætti þá að vera a. m. k. helmingi meiri en Skaptáreldahraunið. Fjarlægðin frá upptökum tíl ý'stu endimarka hraunstraumsins eru 130 km. En er jeg spurði Guðmund, hvernig því viki við, að hraunið hafi getað runnið svo hratt yfir yfirborð jarðar, að það gat komist alla þessa leið áður en það storkn- aði, sagði hann að það lægi að nokkru leyti í því, hversu lítið af kísilsýru er í hrauninu. Það er staðreynd að því kísilsýruríkari, sem hraun eru, þeim mun tregara er rennsli þeirra. Guðmundur telur aldur Þjórsár- hrauns 5—7 þúsundir ára og gerir þannig grein fyrir þeirri niður- stöðu: Um ofanvert Suðurlandsundir- lendi Hggur jökulöldugarður einn mikill, að vísu slitinn sundur í búta, frá Bræðratungu við Hvítá að Keldum við Evstri-Rargá. Dr. Helgi Pjeturss fann fyrstur nokk- urn hluta hans, en siðar hefur Guð- mundur (í Árnesinga sögu, I. 1.) leitt sterk rök að því, að hann sje jafngamall sams konar garði, sem rekja má um þvera Skandinavíu og Finnland, og sje hvor tveggja myndaður við framgang jökla í sama afturkipp í bata loftslagsins í ísaldarlok. Vegna sjerstakra að- stæðna i Svíþjóð og Finnlandi hef- ur verið unnt að sanna, að síðan eru liðin um 11 þús. ár. En ein- sætt er, að þá og lengi síðan, lá sjór yfir öllu Suðurlandsundir* lendi, allt upp í 100 m hæð yfir siávarmál. Þau flóð hafa verið að fullu fjöruð, þegar Þjórsárhraun rann og meira að segja hefur gróð- ur verið farinn að breiðast út á hinum forna sjávarbotni, því að á einum stað hefur Guðmundi tekist að finna mólag undir hrauninu. Af þessu getur maður markað að hraunið getur ekki verið eldra en 7000 ára, en hins vegar sanna heim- ildir, að Þjórsárhraun var ekki minna gróið á landnámsöld en það er nú. Það er ennfremur eldra en öU hraun, sem að því liggja ög voru þó einnig mörg þeirra full- gróin á landnámsöld og engar veru- legar landslagsbrevtingar hafa orð- ið hjer, síðan þau runnu. Það er erfitt að gera sjer fulla grein fvrir þykkt hraunsins, nema það sem vitað er frá borhoium, sem gerðar hafa verið. Borað hefur verið í gegnum hraunið, m. a. hiá Laugardælum og víðar í Flóa og þar hefur þykktin verið um .20 metrar. Á Eyrarbakka hefur venð borað 24 metra niður í iiraunið, en ekki náðst niður í gegnum það. Enda bendir hin háa hraunbrún, sem þar er neðansjávar skafnmt undan landi, til þess, að hraumð sje þar um það bil 50 metrar á þykkt. Er lítill vafi á, að hjer sie um sjálfa frambrún hraunsins að ræða. Ef menn hugsuðu sier að alt þetta hraun væri horfið. eða hefði aldrei runnið, þá mvndi breiður wgur skerast inn í landið, þar sem Flóinn er nú. Ef til vill næði hann alla leið upp á Skeið. Ofarlega í Flóa er hraunið, sem sagt, 20 metr- *ar á þvkkt, en landið er ekki svo hátt yfir sjávarmál. Ekki hefur verið borað þar sem hraunið er þvkkast, heldur aðallega nálægt h -auniöðrunum. Augljóst er, að hraunstraumur þessi hefur gert mik'ar umbrevt- ingar á landinu, ank þess sem hann heíur fyllt upo fjörðinn eða vog- inn, þar sem Flóinn er nú. Alla leið frá upptökunum hefur meginstraumurinn farið eftir eða meðfram farvegum stóránna, fyrst Tungnaár og síðan Þjórsár og flæmt þær úr farvegum sínum. Árnar hafa runnið þar sem hraun- ið er þvkkast eða undir dýpsta ál þess. Vart er að efa, að áður en hraunið kom til sögunnar, hefur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.