Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1951, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1951, Blaðsíða 1
22. tbl. Sunnudagur 10. júní 1951. XXVI. árgangur. HVA9 Á ÞJÓNNINN A9 GJÖRA? Á gunnudaginn var kvaddi sjera Bjarni Jónsson dómkirkjusöínuðinn eítir 41 drs þjónustu. Hefur hann verið meðal dstsælustu kennimanna þjóðarinnar. Hjer birtist kveðjuræða hans: Prjedikun 2 sd. e. tr. 3. júní ’51. Lúk. 14. 16—24. ÞAÐ VAR í júriímánuði 1908, að sjera Jóhann Þorkelsson hitti mig á götu og spurði mig, hvort mig langaði ekki til að prjedika i Dómkirkjunni. Jeg svar- aði, að mig langaði til þess, en væri hræddur við að taka slíkt að mjer. En fastmælum var það bundið, að jeg skyldi prjedika næsta sunnudag kl. 5. Guðspjallið var þá hið sama, sem jeg las upp áðan. Það er lesið upp af mjer, er jeg í fyrsta sinn, hræddur og titrandi, prje- dikaði hjer. Það er lesið upp hjer i dag, er jeg með titrandi hjarta prjedika hjer í siðasta sinn sein starfandi sókn- arprestur. Fyrir 43 árum prjedikaði jeg út frá þessum texta og geri það nú, er jeg hefi verið hjer prestur í 41 ár. Með Jesú byrja jcg, með Jesú vil jeg cnda. Jesús Kristur er hinn sami i gær og i dag og að eilifu. Orð hans eru enn i suma gildi. Ilann sendir þjón sinn til að segja þeim, er boðnir voru: Komið, þvi að alf er þegar tilbúið. Þetta er boðskapurinn enn í dag. Alt cr reiðubuið lrá liendi Guðs. Bjarni Jóussou vígslubiskup. Það var alt tilbúið af Gu&'i, .cr jeg varð prestur. Það er alt tilftúið af Guði nú í dag. Jeg á að segja hið sama síðasta daginn og fyrsta daginn: Komið. Guðspjailið segir frá því, að allir toku að afsaka sig. En þjónninu terði Það er Guð, sem gefur hátjðma. En hvað á þjónninn að gjöra? Hlýða hon- um, sem sendir hann. Hvert á þjónn- inn að fara? Til þeirra, sem boðnir eru. — Hvað á hann að segja? — Koni- ið, þvi að ait cr tUbúið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.