Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1951, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1951, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS . 311 heilög augnablik til blessunar, er beðiS er fyrir Fors.ta íslands, ríkis- stjórn, Alþingi, er 'beðið er fyrir at- vinnuvegum til lands og sjávar. er bcðið er um, að „auðnan rík, aldna prýði Reykjavík", er beðið er fyrir heimilum, fyrir foreldrum og börnum og heill uppvaxandi kynslóðar, er beð- ið er fyrir sjúkum og sorgbitnum. Hjer á lofgjörðin að vera í fylgd með fyrirbæn, er vjer þökkum fyrir ljós trúarinnar, tendrað í kristinni kirkju, og biðjum um, að aldrei slokni á altarisljósum kirkju vorrar. Þess bið jeg Guð, að hann vaki yfir þjóð vorri og yfir þessu bæjarfjelagi. Jeg hugsa um framtíð kirkjunnar með bæn til Guðs, og bið blessunar Guðs biskupnum, bið þess, að Guð veiti hon- um hjálp i veglegu og vandasömu starfi. Jeg bið þess, að Drottinn sje lionum og heimili hans sól og skjöldur. Náð Guðs og hylli veitist i rikum mæli prestastjctt landsins. Jcg bið fyrir öllum prestum og söfn- uðum landsins og fyrir öllum prestum og söfnuðum þessa bæjar og fyrir öll- um þeim, sem vinna að útbreiðslu Guðs ríkis. Guð blessi kristna æsku, sem fylkir sjer undir krossfána frels- arans. Heill hlotnist hinum kristilegu fje- lögum, sem stutt hafa mig í preststarfi mínu. — ★— Guði sjcu þakkir fyrir minningarn- ar tengdar við þessa kirkju, og Guð blessi minningarnar um þá, scm hjcr hafa starfað. Jeg hugsa um biskupa, presta og aðra, scm þjónustu hafa haft á hendi lijer í helgidóminum. Jcg bið blessunar prestinum, scm ásamt mjer hcfir starfað hjer hin síðustu ár og bið þcss, að náð og kraftur veitist hinum nýkjörna presti. Sameinumst í þeirri bæn, að þcir báðir iklæðist krafti frá hæðum, og telji sjer það hina mestu heill að fá að flytja mönnum boð frá Drotni. Jcg bið fyrir þeim, scm hafa starfað og starfa, og bið blcssunar hinum verð- andi prestum. Jcg hefi verið í kynnum við guðfræðidcildina og sú bæn cr í hjarta minu, að þaðan komi ungir menn til starfs í kirkju vorri með þessa játningu í hjarta: Drottinn gcfur mjer lærisveina tungu. Jcg hugsa um hinar mörgu heilögu stundir, er lof- söngurinn hefir hljómað hjer, fyrst og fremst á vorri tungu, er talað var um stórmerki Guðs, En jeg minnist þess einnig, að hjer hafa menn á öðrum tungum lofsungið, Guði, og menn frá Norðurlöndum og viðar að átt hjer samfundi til þess að halda hátíð og sameinast frammi fyrir Drotni. Jeg þakka í dag sóknarnefnd og safnaðarfulltrúa, kirkjunefnd kvenna og þeim, sem hjer hafa með mjer starfað i gleði, í hátíð, i sorg. Jeg gleymi ekki þeim, sem með mjer hafa f.vlgst á sorgarstundum og orðið mjer samferða inn í sorgarrann og út í kirkjugarðana. Minningarnar tala. Heilögum degi er fagnað. Gengið er í Guðs hús. Er kirkjan opin? Já, þvi að kirkjuvörðurinn hefir unnið sitt starf. — Hefir gleymst að hringja kirkjuklukkum? — Nci. Þær kalla á tilsettri stund. Komið cr inn í kirkjuna. Klukkan slær. Fyrstu orgeltónarnir berast um kirkjuna. Jcg hcfi sagt það oft. Vjer sameinumst í starfinu og án hjálpar hins trúa samvcrkafólks hefði jeg lítið getað gcrt. Þessvegna ávarpa jcg í dag í nafni vináttunnar organista og söngsveit, jeg hefi starfað með mörgum hjer um ára- tugi. Þakkir öllu starfsfólki kirkjunn- ar, öllum, scm prýtt hafa mustcú Guðs — og prýtt kirkjuna með því að koma hingað, til þcss að fá blessun frá Guði. J?g er í þakkarskuld við þúsundir manna. Hingað koma menn samkvæmt boði Guðs í kirkju, og þjónninn á að fagna. —★— En margir cru þeir, scm i fjarlægð dvelja, einnig i dag, en hugsa oft hing- að. Jeg sendi útvarpshlustendum kveðju mína og frá húsi Drottins sendi jeg kveðju mína inn á hcimilin, til hinna glöðu og fagnandi, til barátt- unnar barna í sjúkrahúsum og á þcim- ilum. Jeg bið fyrir þcim, er að störfum ganga í bæ og í sveit og á höfun úti, og minnist í dag, á Sjóniannadag- inn, sjómannanna, og bið þcss ,að „sjó- mannslíf i herrans hcndi, hclgist íóst- urjörð." Blessun Guðs vcitist börnunum, sem jeg hefi skírt og fermt og Guð vaki yfir foreldrum og börnum, og veiti heill hinum mörgu heimilum, sem jeg í sæld og þraut hefi verið í sambandi við, á fagnaðarríkum gleðistundum og döprum raunastundum. Nú fel jeg yður Guði og orði náðar hen* og bið: Drottinn, gef um aldir æ íslands hverri sveit og bæ, hnossið það, sem heill cr þjóða, hreina trú og siði góða. Enn í dag segi jeg, eins og fyrsta daginn: Komið, því að alt er þegar tilbúið. En mál mitt legg jeg nú fram fyr- ir Drottin, og bið: Guð, vertu mjcr syndugum likn- samur. Amen. t t t SNÚNINGUR jarðarinnar um möndul sinn, er ekki jafn stöðugur og margic munu ætla, eða svo segir dr. Walter Munk, sem starfar við sjófræðideild Scripps Institution við háskólann í Kaliforníu. Hann segir að ýmsar á- stæður verði til * þess að auka eða draga úr snúningshraða jarðarinnar. Það er nú til dæmis þetta, að þeg- ar vorar um norðurhálfu hnattarins, þá hægir hún á sjer um 0.02 milh- sekúndu á sólarhring. (Ein milli- sekúnda er 1/1000 úr sekúndu). Þetta stafar af gróðrinum, sem þá þýtur upp og allaufguðum skógum. Þungi gróðúrs- ins verður svo mikfll að hann hcfir áhrif á snúningshraðann. Vindar og sjávarföll gcta lika haft áhrif á snúningshraðann. Þrálát vest- anátt getur til dæmis seinkað jorðinni um 1.‘5 millisckúndu á sólárhring og harðir straumar geta seinkað henni um 1 millisekúndu. Nokkrar likur benda og til þess, að mikil mannvirki hafi áhrif á snúnings- hraða jarðar, eins og stórbyggingarnnr í New York og Los Angeles. Dr. Munk hcfir líka reiknað, að cf öllufn bílum i Amcríku væri ckið samtíinis frá Fair- banks í Alaska til Mexikó borgar, þá mundi það seinka snúningi jarðar um 0.000002 millisekúndu á sólarhring. Þegar maður heyrir þetía, verður honum á að hugsa sem svo, að mikið mundi nú sólarhringurinn styttast, ef öll fjöjl væri horfin af jörðinni og mcginlöndin væri ein flatncskja.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.