Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1951, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1951, Blaðsíða 6
314 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BÆARHRAFNINN SPÁIR FEIGÐ MANNA BÆRINN Glettingsnes er eitt af aískektustu býlum hjer á landi. Stendur hann á örlitlum tanga sunnan við' Hvalvík, en yíir gnæfir Glettingurinn snarbrattur og him- inhár, svo að sumum finst hann slúta vfir bæinn. Og ef menn standa á hlaðinu í Glettingsnesi og ætla að horfa til fjallstindsins, verða þeir að keira hnakka á bak aftúr. Eina leiðin frá bænum á landi Iiggur upp snarbrattar skrið- urnar þarna, og má heita að hún sje algjörlega ófær í vetrarharð- indum. Á nesinu bjó um nokkurra ára skeið mágur minn, norskur maður, sem Óli hjet. Hann var kvæntur Jóhönnu systur minni. Hann var aflamaður mikill og stundaði sjó- róðra af kappi á sumrin. Svo átti hann nokkrar fallegar kindur og eina og tvær kýr, en aldrei hest. því að þar er ekkert við hest að gera. Maður er nefndur Þóroddur og var ættaður af Suðurlandi. Hann , hafði trúloíast myndarlegri stúlku og átt með henni barn, en foreldrar hennar attóku að þau fengi að ganga í hjónabarid. Varð það t'l þess að Þóroddur ílæmdist af Suð- Hvítá runnið fram fyrir austan Vörðufell og í Þjórsá þar sem nú cru Skeiðín. Síðan heíur hraunið ýft þcim sundur og kastað Hvítá norður fyrir Vörðuicll, þar scm hún: bjó sjer nýjan farvcg alla lcið þaðan til sjávar, víðast hvar með- iram hraunjaðrinum. V. St. Ámi Óla skráði cftir frásögn Stefáns Filippussonar. urlandi og rjeðist austur á fjörðu. Var hann um skeið hjá Sigurði í Liverpool á Seyðisfirði, cn gerðist svo heimamaður á Glettingsnesi. Hann var góðmenni og fáskiftinn, trúr og tryggur, og allfjölfróður, væri eítir því leitað hjá honum. Jeg átti heima í Brúnavík, næstu bygð þar fyrir norðan, um þetta leyti. Og nú var það snemma vetrar 1917 að jeg fór suður á nes að heim- sækja þau Óla og systur mína. Óh fer þá að segja mjer frá því, að undarlegt sje með bæarhrafninn þar, hann láti öllum illum látum og sje engu líkara en að hann sje orðinn brjálaður. — Jeg var niður við sjó hjerna um daginn, segir Óli, og þá er krummi þar. En er jeg gekk heirn flögraði hann altaf rjett á undan mjer og ýfði sig allan og gargaði í ákafa. Þctta ljet hann ganga al!a leiðina. Og þegar jeg átti fáa faðma heim að bænum, settist hann á hús- ið yfir útidyrum og reifst þar eins og hann væri að ganga af göflun- um. Seinast fleygði hann sjer niður á bæarstjettina, rjett fyrir framan íæturna á mjer, veltist þar um, baðaði vængjunum og gargaði ámátlega og at tryllingi. Hvað hcld- urðu nú að þctta boði? Jeg sagði að ckki væri neinn vafí á því, að citthvað legðist illa i krumma, líklega vissi hann á sig vont veður. Þá tók Jóhann systir mín undir og sagði að sjer þætti það óhugnan- legt 'að krummi væri tekinn upp á því að rífast við sjálfan sig uppi í Gletting, eftir að dimt væri orðið á kvöldin, og allir almennilegir hrafn «ar hefði stungið nefinu undir væng sinn. Kvað hún það fara í gegnum merg og bein að hlusta á þessi ámátlegu garghljóð utan úr myrkr- inu. Svo var sú saga ekki lengri. Nokkru seinna var það svq að Þóroddur afræður að skreppa til Brúnavíkur, til þess að fá hjá okk- ur tóbak, því að hann var vita tó- bakslaus. Veður var þá gott, en mikið frost og talsverð hálka í fjöll- um. Sá fólkið á eftir honuni þar scm hann klöngraðist upp kletta- skoru og komst upp á hábrún, en einmitt í þessari klettaskoru hafði krummi látið veist á kvöldin. Svo liðu tveir eða þrír dagar. Þá kemur Sigurður bróðir minn að Glettingsnesi til þess að vita hvern- ig fólkinu þar liði, því að þaðan bárust engar frjettir tímunum sam- an að vetrarlagi. Þegar hann kem- ur þar er hann spurður hvers vegna Þóroddur hafi ekki komið með hon um. Sigurður sagði þá sem var, að ekki hefði hann til Brúnavíkur komið. Sagði þá Óli citthvað á þá leið, að hann mundi hafa hrapað og drepið sig og bað Sigurð blessaðan að leita að honum. Sigurður tafði því ekki cn lagði þegar ? stað í leit- ina. Fann hann svo lík Þórodds upp af Hvalvík. Hafði Þóroddur hrapað í norðanverðum Gletting og brátt steinrotast, því að gat var á höfð- inu. Kom Sigurður svo heim og sagði frjettirnar. Daginn eftir fórum við Sigurður til þess að sækja líkið og koma því til Hornafjarðar. Var það hin mesta glæfraför. Lögðum við á stað meö licst og slcða yfir fjallið, scm cr á milli Brúnavíkur og Hvalvíkur, en þar var víða glæra hálka og lá viö sjálft að hesturinn hrapaði hvað eftir annað úr höndunum á okkur,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.