Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1951, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1951, Blaðsíða 2
310 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS það, sem fyrir hann var lagt. Hann hlustaði á afsakanirnar. Hann hlustaði og fór ekki að deila við þá. — Til þess var hann ekki send- ur. Hann var sendur til þess að bjóða þeijn. l'jonninn fór að, eins og þjóni ber. Hann kunngjörði herra sínum þetta. Þannig á presturinn að fara að. Presturinn er sendur til þeirra, sem keypt hafa akurinn og eru hlaðmr miklum störfum. Hann er sendur til þeirra, sem hafa keypt fimm pör ak- neyta, og athafnaþráin er svo rík, að þeir mega enga stund missa. Presturinn er sendur til þeirra, sem halda hátíð, sendur til þess að bjóða þeim til enn veglegri hátiðar. Hann á að segja: Komið. — Hann má ekki láta gremju sina í ljósi. Kveðju herra síns ber honum að skila. Hann finnur til sársaukans, þegar sagt er: „Jeg get ekki komið." En hann á að halda áfram að bjóða. — Hann er sendur út á götur og stræti borgarinnar, til hinna fátæku og van-. heilu og blindu og höltu. — Hann á að hjálpa þeim inn í veislusalinn. Hann gleðst, ef hann fær að fylgja þeim þangað. En hann sjer: — Enn er rúm. — Þessvegna á hann samkvæmt skipun herra síns að fara út á þjóð- veguna og að girðingunum og þrýsta þeim til að koma inn, til þess að hús- ið verði fult. — Til þess hefur hann vetið sendur. Hefi jeg ávalt hlýtt skipuninni? — Nei. Þessvegna er af engu að láta. Það er eitt orð, sem er svar við spurningunni: Hefir þú reynst trúr? Eilt orð er svarið: — Fyrirgef. — Jeg bið Guð að hlusta á það orð, og jeg veit, að hann gjörir það. Jeg las þessi orð nýlega og jeg hefi oft lesið þau: Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er JÍsús Kristur. En ef einhver byggir ofan á grundvöllinn gull, silfur, dýra steina, trje, hey, hálm, þá mun verk hvers um sig verða augljóst, því að dagurinn mun leiða það í ljós, af því að hann opinberast með eldi; og hvílíkt verk hvers eins er, það mun eldurinn prófa. Ef nú verk einhvers fær staðist, það er hann bygði ofan á, mun hann taka laun. Ef verk ein- hvers brennur upp, mun hann bíða tjón, en sjálfur mun hann frelsaður verða, en þó eins og úr eldi. Er það ekki gagnlegt hverjum presti að skoða sjálfan sig í spegli þessa orðs? Hvílík alvara. En hvílík náð. Það varð lítið um gull, silfur og dýra steina. — En það var því meira af heyi og hálmi. Þessvegna brunnu svo mörg verkin upp. Hvílíkur sársauki. En hvílík misk- unn, að Guð bjargar og líknar — og svarar með fyrirgefandi náð þjónin- um, sem játar ,að svo margt hafi mis- hepnast. Jeg kannast vel við orðin: „En er þjer hafið gjört alt, sem yður var boðið, skuluð þjer segja: Ónýtir þjón- ar erum vjer; vjer höfum gjört það eitt, sem vjer vorum skyldir til að gjöra." En það hefi jeg ekki gjört. Jeg hefi ekki gjört það, sem jeg var skyldur til að gjöra. Jeg finn það, að þjónn, sem sendur er af Drotni, hefði átt að bera erindi Drottins enn skýrar fram. Þessvegna bið jeg í dag: Herra, fyrirgef þjóni þínum. — Fæ jeg svar frá Guði við þeirri bæn? — Já. — Oft hefi jeg feng- ið nýja blessun og-kraft af þessu svari: — Jeg þekki verkin þín, — sjá, jeg hefi látið dyr standa opnar fyrir þjer, sem enginn getur lokað — jeg þekki, að þú hefir lítinn mátt, en hefir varð- veitt orð mitt og ekki aíneitað nafni mínu. Þetta veitir mjer huggun. Jeg hefi litinn mátt, en jeg hefi ekki viljað afneita nafni Drottins. — Jeg vil játa trú mína á Drottin og vegsama nafn hans og þegar jeg kannast við veik- leika minn og syndir, finn jeg hið sterka handtak, og jeg sje, að sú hönd er gegnumstungin, en það er einmitt hin sterka hönd, sem reisir við reyr- inn brotna. Jeg fel mig honum, sem brýtur ekki brákaðan reyrinn. Aldrei gleymi jeg vígsludegi mín- um hjer í Dómkirkjunni. Jeg var fullur kvíða og hræðslu. En jeg styrkt- ins af orði guðspjallsins þann dag, er Drottinn segir: — Vertu óhræddur, hjeðan í frá skalt þú menn veiða. Jeg hefi svo oft haft þetta orð í huga, er jeg hefi verið sendur til hinna glöðu og starfandi manna með boð- skap til þeirra frá Guði, og er jeg hefi verið sendur til þeirra, sem hafa átt í hinni erfiðustu baráttu og sorg. Það hefir verið sagt við mig: Vertu óhræddur, — og svo hefi jeg sagt hin sömu orð við aðra. Þetta orð hefir búi'ð í huga mínum frá vígsludeginum hjer í Guðs húsi. Fyrst og fremst segi jeg því við Drottin: „Fyrirgef mjer." En jeg segi það einnig við mennina. — Jeg bið fyrirgefningar, að jeg hefi van- rækt svo margt. Jeg bið fyrirgefning- ar, ef jeg hefi talað svo óskýrt, að mönnum hefir ekki skilist, að það var Drottinn, sem var að bjóða þeim, að til þess var þjónninn sendur. En um leið og jeg bið Guð um miskunn og náð, þakka jeg honum, sem hefir veitt mjer ríka blessun svo að jeg get sagt: Mjer fjellu að erfðahlut inndælir stað- ir og arfleifð min líkar mjer vej. Það er gjöf frá Guði, að hann hefir falið mjer þjónustu hjer í kirkjunni í fæðingarbæ mínum, að hann hefir gefið mjer líf, heilsu og starfskrafta. Jeg sje ljósrák blessunarinnar og svarið er: Lofgjörð. Lofa þú, Drottin, sála mín, og alt, sém í mjer er, hans heilaga nafn. Lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Jeg þakka Drotni. En jeg þakka líka mönnunum. —★— Minningarnar frá starfstíma mínum kalla á þakklætið. En hve margir eru farnir hjeðan, margir þeirra, er voru við fyrstu guðs- þjónustu mína hjer í kirkjunni. Kyn- slóðir koma og fara. Eitt er sameigin- legt hjá þeim, sem fóru, og hjá þeim, sem eru, að vináttan hefir verið mjer og mínum ríkulega í tje látin. Jeg þakka í dag alla þá vináttu og velvild, er hefir verið auðsýnd konu minni og mjer, börnum okkar og heimili. — Jeg hugsa um þá vini með þakklæti og fyrirbæn. Þetta skal fylgjast að. Jeg litast um hjer í kirkjunni og jeg hugsa til margra, sem víðsvegar eru, og hiartað fyllist þakklæti. — Jeg þakka stjórnar- völdum ríkis og bæjar. En jeg bið fyrir þeim um leið. — Jeg vil þakka með fyrirbæn. Postulinn segir: — Fyrst af öllu á- minni jeg um, að fram íari ákall, bænir og fyrirbænir og þakkargjörðir fyrir öllum mönnum. Þessi fyrirbæn er ríkur þáttur í hverri guðsþjónustu. Það á svo að vera, að þegar með ákalli og þakkar- gjörð er beðið fyrir landi og þjóð, þá heyrist Guðs hjarta slá. Hjer er ekki aðeins venja, hjer eru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.