Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1949, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1949, Blaðsíða 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 252 Róðrarvjelar í sambandi við það, sem sagt var í Lesbók um róðrarvjel Benónýs á Glett- ingsnesi, er rjett að geta þess, að fleiri íslendingar hafa fundið upp róðrar- vjelar. Sjera Jón Egilsson segir svo frá í Biskupaannálum: „Sjera Jón Eiriks- son í Vatnsfirði hafði smíðað skip; það mátti vinda upp á pípu, svo að það hallaðist ekki; það kölluðu þeir jakt, og á henni fór biskupinn jafnan í Vest- mannaeyar og Grindavík. Þessi 'sjera Jón hafði og smiðað 6 trjemenn stóra og bjó svo um þá í einum sexæringi, að þeir heldu árum og reru; þeir voru sagðir á völtum hefði leikið niðri í hnjesbótum, blýsakka aftan í herðum, en læstar árar í lummum, og einn keng ur framan í hvers þeirra brjósti og þar í snæri, og í það helt presturinn og kipti svo að sjer, en þá hann ljet laust, þá duttu þeir aftur á bak og skeldu í árum. Það hafði skeð, að hann lagði á borð með þessa sex við biskup og hans menn á tólfæringi og vann biskup al- drei á og svo lyktaði það. Margt er til gamans.“ — Þá er og sagt um Gunnlaug föður Björns landmælinga- manns, að hann smíðaði sjer róðrar- karla. Reru þeir því meira, sem hvass- ara var og einu sinni hömuðust þeir svo að Gunnlaugur óttaðist að þeir myndu róa bátinn í kaf, og varð svo reiður að hann braut þá alla í sundur þogar hann náði landi. Veturinn 1811 var mjög harður. Hafísinn lá alt vor- ið við strendur landsins og fylti alla firði. Það var því ekki unt að stunda fiskveiðar og margir fátæklingar áttu við skort að búa. Sýslumannshjónin auglýstu að „þau gæti sjeð af spón- mat, en ekki átmat.“ „Dag einn,“ ritar írú Th., „kom gamall og fátæklegur húsgangur og bað að gefa sjer ofur- lítið að borða. Við kendum í brjósti um hann, hann var svo sultarlegur, og lofuðum honum að vera í nokkra daga. Daginn eftir heyri jeg hundgá, geng út að glugganum og sje mann koma gangandi og setjast á garðinn. Jeg ætla út til að vita hvaðan hann komi. En í sama bili sje jeg að hann náfölnar, fólk okkar kom að — hann sat þarna and- vana með pokann sinn á bakinu og mannþrodda á fótum.“ Þetta var í maí og fremur hlýtt í veðri. Ætlað var að maðurinn hefði orðið máttvana af sulti og gangan’ eftir isnum því orðið hon- um ofraun. Líkið var kistulagt og flutt niður í verbúð. Frúin og stúlkurnar sungu útfararsálma, sýslumaður fylgdi og Birgir sonur hans, og „gamli lang- soltni húsgangurinn rak lestina, álútur, með húfuna milli handanna, riðaði og grjet og söng eymdarlega. Þremur dög- um síðar lá hann einnig á líkbörum." Það var haldið að hann hefði ekki þol- að matinn, sem hann fekk síðustu dag- ana, vegna sultarins á undan. (Endur- minn. Gyðu Thorlacius). Níels skáldi var drjúgur af kveðskap sínum. Þeg- ar „Njóla“ kom út fyrst reis hann önd- verður gegn henni og sagði: „Björn Gunnlaugsson er ekki annarar hand- ar maður minn í skáldskap". Og er hann heyrði Sigurði Breiðfjörð hælt varð hann reiður og sagði: „Þess vil jeg biðja þá, er þykir vænt um kvæði Sigurðar, að þeir snerti ekki við mín- um kvæðum". Einu sinni tóku nokkr- ir kátir heimaskólapiltar sig saman um að tala við Niels um Jónas Hallgríms- son og telja hann laglega hagmælt- an, til þess að vita hvað karl segði. En þá svaraði hann: „Hann er meira, hann er skáld“. Stefán Jónsson biskup. (1491) var vel lærður og hans iðja ekki annað en kenna, og gaf hann vers upp á sjerhvern hlut, sem við veik. Þetta var hans framferði, til gamans. Hann drakk aldrei svo mikið öl, öll þau ár sem hann ríkti, að á honum sæist drykkja; og aldrei reið hann hesti á skeið; og aldrei át hann kjöt, utan jóladag og páska; og aldrei var hann í skyrtum, eða át hvítan mat, þeir kölluðu, nema á sunnudag. Hann var harður í refsingum við alla saka- menn, með innsetningum og hýðing- um og öðrum harðindum, svo margir kjöru heldur dauða. Ekki þar um fleira. Hann átti ekkert barn og aldrei var hann við konu kendur. (J. Egils- son). -V Þórsmörk er einhver fegursti og tilkomumesti staður hjer sunnan- lands. Þar er bæði stórbrotin og hugljúf náttúrufegurð og margt ein- kennilegt að sjá, þar á meðal þennan steinboga, sem er hátt í hlíð inni undir Stórenda. — (Ljósm. Á. Ó.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.