Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1949, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1949, Blaðsíða 12
248 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Eskifjörður (Teikning höf.) á landinu. En aðalatvinnuvegurinn hjer er síldveiðar og standa Norð- menn fyrir þeim. Það er undarlegt hvað íslendingar sjálfir eru áhuga- lausir fyrir síldveiðum. Þeir vilja ekki eta síld, vilja heldur Jax og silung, þorsk, löngu og ýsu. Ekki veit jeg hvernig á þessu stendur. En þannig er þetta, að þeir láta Norðmönnum eftir síldveiðarnar, og þeir koma hópum saman til Austfjarða, fá sjer þar borgara- rjett og hafa svo leyfi til þess að stunda síldveiðar innfjarða. Á ann- an hátt hafa íslendingar gott af þessu. Landeigandi fær 4% í lands- hlut og ríkið íær 25 aura toll af hverri smálest, sem flutt er út. Á þessu ári verða fluttar út 100—200 þúsund smálestir, svo að landsjóð- ur fær þar álitlega fúlgu. Hlýleg kveðjuorð Með söknuði kvaddi jeg Ísíand, sem jeg fæ aldrei framar að sjá. Jeg verð að viðurkenna, að á þess- um fáu vikum, sem jeg var þar, varð land og þjóð mjer innilega kært. ísland er algjör andstæða hinna suðrænni landa. En hin dásamlega tign f jallanna cg hin þogla náttúru- fegurð hlýtur osjalfratt að hrífa hug manns. Aðdáunarverð er sú þjóð, sem hefur barist við slíka örðugleika og sýnt slíkan kjark sem íslendingar. Þeir geyma enn helg- ar minningar fortíðarinnar af slíkri trygð, að bröltið og bramlið í Evrópu hefur ekki spilt þeim. Og í baráttu fyrir frelsi og sjálfstæði hafa fáar þjóðir sýnt jafn mikla þrautseigju og þolgæði. Þjóðmenn- ing þeirra byggist á erfðavenjum og þeir hafa ekki látið glepjast af gyllingu yfirborðsmennsku nútím- ans. Og þótt nokkrir íslendingar komist í kynni við hámenninguna, þá býr þeim jafnan heimþrá í brjósti. Og það er eitthvað stórfelt og göfugt við þessa ást til hins fornfræga Sögulands. ^ ^ Dd vincu' (Jóns Þorsleinssonar á Sauðárkróki). Þin er ekki útsýn dirnm ellin vold þo taki. Samt eru árin sjotru. og finun svifin þjer að baki. Æsku sporum fyrstu frá furðu löng er saga. Það hefur sjálfsagt oltið á ýmsu um þína daga. Eí' að’ mætlu efni Vönd almættinu treystir. Þú með eigin lijálparhönd hnútana ílóknu leystir. Við örðugleika í'eistir rönd rjenaði aldrei þorið. Vinnuíúsa hagleikshönd hefurðu altaf borið. Með drengjum forðum drakkstu ‘ vín, drungi enginn hreldi. Sveif þá unga sálin þín í söng og tóna veldi. Okkar beggja tíð er tvenn tekur að halla degi. Mætumst aðeins eldri menn oft á förnum vegi. Jafnan hlýtt þitt handtak er heiðurs drengur rnætur. Einhver birta út frá þjer yljar hjarta rætur. Þó að hárin gerist grá gleðin hjá þjer vaki. Láttu ekki Elli ná á þjer fanta taki. Bráðum tekur vorið völd vetur burtu gengur. Eigðu rólegt æfikvöld aldni sótna drengur. Stefndu soí og sumri mót seínt þú verður kaldur. Þú ert ungur, það er bót, þrátt fyrir háan aldur. Gísli Ólafasson frá Eiríksstöðum. ^ ^ ^ ^ ^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.