Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1949, Blaðsíða 6
242 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS borið sitt barr síðan. Norrænir vík- ingar herjuðu á landið um meira en tveggja alda skeið, brenndu og rændu kirkjur og klaustur og eyði- lögðu firn handrita og bóka, enda var þeim lítt sýnt um bóklega menningu. Alt um það varð víkingaöldin írum lærdómsrík á margar lundir. Verkleg menning íra stóð verk- menning víkinga skör lægra. Vík- ingar reistu borgir á hafnvænleg- um stöðum, svo sem Dyflinni, Veðrafirði og Hlvmrek, og bljesu nýju lífi í verslun og viðskifti. — Norræn tunga hefur eflaust verið töluð í borgum þessum framan af, og leifar þess eru allmörg norræn tökuorð, sem koma fyrir í írskum bókmentum og jafnvel talmáh alt fram á þennan dag. Heimsókn næstu vágesta til ír- lands varð þó miklu örlagaríkari, en í þetta sinn. Komu þeir frá Normandi og Englandi, á síðari hluta elleftu aldar. Kúgun Eng- lendinga á írum er fræg að endem- um, og er sú harmsaga löng og átakanleg. Englendingar hafa jafn- an átt erfitt með að skilja menn- ingu þeirra þjóða, sem þeir hafa ráðið yfir, og hafa írar goldið þess þröngsýnis öðrum þjóðum fremur. Um margar aldir lögðu Englend- ingar alt kapp á að uppræta írska tungu, og bar sú viðleitni þeirra svo ríkan árangur, að nú er hún hvergi töluð nema í fáum afskekt- um og hrjóstrugum sveitum. Það hefur því fallið í hlut fá- mennrar bændastjettar og fátækr- ar að selja menningararf feðra sinna í hendur þeirri kynslóð, sem nú byggir frland. Er það hið mesta undrunarefni og aðdáunar, hve miklu hún hefur haldið til haga, svo illa sem írsk þjóð var leikin undir enskri áþján. Tvent er það, sem mest er um vert af því, er staðist hefur tímans tönn, og írsk sveitamenning getur enn miklast af: tungan og alþýð- legar bókmentir. írsk tunga er forn að stofni, elstu leifar ritmálsins frá áttundu öld. En hún hefur tekið harla miklum stakkaskiptum síð- an, beygingarkerfið riðlast, fram- burður gerbreyst, og setningar- skipan er nú mjög frábrugðin. Rit- aðar bókmentir íra, eldri en frá dögum Skáld-Sveins, eru nútíma- manni lítt skiljanlegar, nema hann hafi sjerþekkingu á þróunarsögu írskrar tungu til brunns að bera. Málið á eldri bókmentum þeirra er enn óskyldara nýírsku, svo að ó- lærður leggur ekki í að lesa Fer- skeytlu-saltárann, kristilegt ’ kvæði frá dögum Hallfreðs vandræða- skálds, og er það þó ort undir ein- földum hætti og í látlausum stíl. Bókmentir íra hafa þó ekki ver- ið þeim lokaður fjársjóður. Þær hafa lifað á vörum þjóðarinnar um þúsund ár, meðan handrit voru brend og önnur flæktust ólesin um meginland Evrópu. — Ennþá má heyra aldraðan sagnaþul vestur í Kjarríki segja sögur, sem gerðust löngu á undan atburðunum í Hamð ismálum Eddu. Sögur frá dögum heilags Patreks, atburðir úr umróti víkingaaldarinnar og frásagnir af hinni löngu baráttu íra undir breskri harðstjórn stytta mönnum ennþá stundir norður í Bláfjöll- um í Konálslandi. Og aldagömul ástaljóð eru ennþá sungin á hrjóstr unum í Kunnáttum. — Svo langminnugir eru írar á forn afrek og horfna gullöld. Menn ingu þeirra var synjað um eðlileg- an þroska af erlendu ofbeldi. Það reyndu þeir að bæta sjer upp með því að leggja sem besta rækt við fornan arf, ávaxta hann og varð- veita. írsk tunga og þjóðleg menn- ing á enn í vök að verjast, fyrir ásókn enskrar tungu og ofurmagni erlendra áhrifa. Til þess mun draga fyrr eða síðar, að enginn sagna- þulur nje söngvamaður sje moldu ofar á írskri grund. Og vel má svo fara að hin hljómfagra írska tunga hverfi af vörum þjóðarinn- ar. Hið risavaxna handritasafn írsku þjóðsagnastofnunarinnar mun þó enn geymast, óbrotgjarn minnisvarði um hina auðugu sagna list, sem dafnaði með írum fram um miðja tuttugustu öld. — Hitt munu engin verðmæti fá bætt, ef hin forna rödd þagnar að fullu og öllu. V V V V V Einar stopp' segir við Árna biblíu, sem var að flangsa fullur: „Láttu mig vera, Árni, lestu í biblíunni." Árni biblía: „Þa-þa-það get jeg ekki, je-jeg stoppa allsstaðar í henni.“ __hi__ Eyólfur stormur og Jón hoppótrítill voru sinn á hvoru skipi í bendu (en svo var kallað, þegar margir færabátar voru svo þjett saman að veiðum að menn gátu talast við milli báta). Þá kaliar Jón: „Hvernig líst þjer á hann, Eyvi, heldurðu ekki að hann ætli að gera storm?“ Eyvi: „Það er jeg hræddur um, lasm, mjer sýnist hann svo upp genginn á trítilinn.“ __!!!_ Arni strompur: „Nú er lognið, Jón minn.“ Jón lognhattur: „Það fjúka þá ekki stromparnir." V V V V V Oft þarf að reka nagla í vegg til þess að hengja upp myndir. En þar sem flestir veggir eru nú úr steinsteypu, þá er hætt við að molni úr henni um leið. Gott ráð til að koma í veg fyrir það er að líma ofurlitla pjötlu á vegginn, þar sem naglinn á að vera. Þegar lím- ingin er orðin þur og hörð er naglinn rekinn í gegn um pjötluna, og þá moln- ar ekki úr veggnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.