Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1949, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1949, Blaðsíða 10
246 LESBÓK MORGUNBL AÐSINS árkróks. Þar er ekki mikió að sjá. Hár bakki felur alla útsýn. Und- ir honum standa fáein íbúðarhús, vörugeymsluhús og sölubúðir undir dönskum fánum. í fjörunni var þó mikið um að vera og lest- ir komu hver af ’ annari. Helsti maðurinn á Sauðárkróki er Briem sýslumaður, hressilegur maður í einkennisbúr.ingi. Hann hefir svo mikið snjóhvítt hár, að hann gæti verið ímynd vetrarins. eða eins af hinum fornu lögsögumönnum. Hann á 19 börn og sumum þeirra höi'ðum við þegar kynst á ferða- laginu. Hrakfallabálkur. Á Sauðárkróki hittum við dr. Keilheck frá Berlín. Hann hafði farið löngu á undan okkur frá Reykjavík og ætlaði ásamt Schmidt fjelaga sínum að kanna Vestfjarð- ahálendið og ganga á Glámu og Drangajökul. Þaðan ætlaði hann svo til Mývntns og þaðan Vatna- jökulsleið til Austurlands. Þeir höfðu lagt á stað frá Revkja vík 3. júlí. Þeir höfðu ckki leigt sjer hesta heldur keypt sjer fjóra reiðhesta fyrir 135 mörk hvern og þrjá klyfjahesta fyrir 90 mörk hvern. Þeir komust upp að Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd. Þá var einn trússhesturinn ekki ferðafær lengur og þeir urðu að hafa hesta- kaup á honum og gefa mikið á milli. Fengu þeir hina verstu húð- arbykkju í staðinn og varð hún þeim aðeins til trafala, en enginn vildi hafa hestakaup á henni við þá. Þeir komust í Reykholt og það- an að Hvammi í Norðurárdal, en þar veiktist dr. Keilhack. Með mestu harmkvælum gat hann þó setið á hesti þaðan norður á Borð- eyri. Þar lá hann í nokkra daga, en skánaði ekki. Bað hann þá fje- laga sína að fara á undan. Keilhack var svo heppinn að komast í gistingu hjá dönskum kaupmanni, sem Bryde heitir, og fekk þar hina bestu aðhlynningu. En hann var altaf með hita og ekki var hægt að ná í lækni. Það voru tvær dagleiðir þaðan til næsta læknis. Og þarna varð hann að vera, því að Húnaflói var fullur af ís. Eftir 17 daga kom !oks skip- ið ,,Camoens“ til Borðevrar að sækja þangað 300—400 vesturfara. Með því komst hann til Sauðár- króks. Þar varð hann að hafast við í litlum kofa ásamt 4 vesturfarar- fjölskyldum og hafði liðið þar hörmulega þangað til „Thvra“ kom. En ekki voru raunir hans úti fyrir því. Hann var svo aumingja- legur útlits að farþegarnir voru hræddir við hann og kröfðust þess af skipstjóra að hann yrði flutt- ur í land aftur. Þegar jeg hafði heyrt raunasögu hans, þakkaði jeg mínum sæla fyr- ir það að jeg skyldi ekki hafa ráð- ist í ferðalag inn í landið. 1 M> ár milli Kaupmanna- hafnar og Borðeyrar. Sem dæmi um það hvernig stund um er að ferðast er saga sem Brvde sagðkdr. Keilhack. Bryde hafði fyrstur allra bvrjað að versla á Borðeyri, og af því að verslunin gekk vel ákvað hann að fá fjölskyldu sína frá Kaupmanna- höfn og setjast þarna að. Vorið 1881 seldi kona hans íbúð þeirra í Kaupmannahöfn og fór með börn sín og farangur með skipi til Skot- lands. Þar náði hún- í „Camoens“ og sigldi með því frá Leith. En skipið komst ekki til íslands vegna íss og varð að snúa aftur til Leith. Og þar sem engin önnur ferð var á þessu sumri, var frúnni nauðugur einn kostur að hverfa aftur til Kaup mannahafnar og vera þar um vet- urinn. í maí næsta vor lagði hún aftur á stað, en uú tókst ekki bet- ur til með „Camoens“. Skipið strandaði í þoku við Snæfellsnes og kom að því mikill leki. Skip- ið komst þó á flot, og lekinn var stöðvaður til bráðabirgða, og svo sigldi það aftur til Leith til þess að fullkomin viðgerð gæti farið þar fram. En nú fór frú Bryde ekki með því þangað. Hún varð eftir í Reykjavík. Þaðan komst hún svo með dönsku skipi til Reykjarfjarð- ar á Ströndum. En þá kom ísinn og gerði hafþök og þarna var hún innikróuð með börn sín. Þið var ekki fyr en í júlílok að sunnanátt gerði og rak þá ísinn frá, svo að hægt var^að senda seglskip eftir þeim. Og eftir hálft annað ár og miklar þrautir og hrakninga kom- ust þau svo til Borðeyrar. Á Akureyri. Við vorum fegnir að komast til Akureyrar, eigi aðeins vegna þess að þar máttum við hvíla okkur heilan dag eftir 6 daga sjóferð, heldur miklu fremur vegna þess, að þar áttum við von á að hitta eina kaþólska manninn, sem til var meðal hinna 70.000 íslendinga. Það var Gunnar Einarsson. Við hitt- um hann skjótt og þótt hann þekti okkur ekki neitt tók hann okkur opnum örmum. Ekki gat hann samt lofað okkur að vera, svo að það var af ráðið að við skyldum sofa um borð. En hann gerði allar ráðstafanir til þess að við gætum sungið heilaga messu í húsi mágs síns morguninn eftir. Hús þeirra var langt frá lend- ingarstaðnum, alla leið úti á Odd- eyri. Innan við eyrina er höfnin og er hún góð, en við búið að hún verði ónothæf er stundir líða vegna þess hvað Eyafjaröará ber mikla leðju í hana. Á leiðinni frá Odd- eyri. aftur mættum við stóði 180 tryppum, sem rekin voru á spretti og komu frá Möðruvöllum. Átti þessi hópur að flytjast með „Thyra“ til Kaupmannahafnar. Ríðandi menn, með svipur á lofti, þeystu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.