Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1948, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1948, Blaðsíða 16
108 t—•», LESBÖK MORGUNBLAÐSINS SKÓGAR Á ÍSLANDI Hjá Brjánslæk í Barðastrandarsýslu er mikill surtarbrandur og má á honum sjá, að fyrir löngu hafa vaxið margs konar trje á íslandi. Algengast trjánna hefur verið hlynur. Sú trjátegund hef- ir þá vaxið um alt Vesturland. Þarna hjá Brjánslæk hefur þá vaxið stór grenitegund, mjög svipuð því greni, sem nú vrex í Kaliforníu og eru þau trje einna stærst af öllum trjám, sem til eru. Þar hafa vaxið fjórar tegundir af furu, birki, elrir, almur, eik, hnottrje, krossþyrnir, túlipantrje og vínviður. Til þess að sum þessa^a trjáa gæti þrif- ist, hefur meðalhiti ársins þurft að vera álíka eins og hann er nú í Pódalnurn á ítaliu. UPPRÚNI HULDUFÓLKS Sú er sögn, að þegar Nóaflóð dUindi yfir, þá iðruðust sumir synda sinna <og báðu guð miskunnar. Opnaði hann fyv- ir þeim klappir og hóla og gaf þeim þar athvarf. Af þeim er huldufólkíð komið. MÁLA-DAVÍÐ bjó að Hofi í Öræfum og víðar í Skaftafellssýslu. Son átti hann er Sím- on hjet og var bæði heyrnarlaus og mállaus, en þó atgerfismaður um marga hluti. Stúlka, sem Guðrún hjet, kendi Simoni barn, en almælt var að Davíð væri faðir að því. Við barnið kvað iíavíð þetta: Dóttir Guðs og Guðrúnar get jeg að Kristín sjertu. Hjálparráði hreppstjórnar heðan af falin vertu. BENEDIKT PÁLSSON prestur í Miklagarði í Eyjafirði (bróðir Bjarna landlæknis), var af- fluttur við Hallgrím prófast Eldjárns- son á Bægisá og varð af þras mikið. Var Benedikt prestur glettinn, en pró- fastur viðkvæmur og var eigi vel farið að presti, en tókst þó ei að festa fang 1 lionum. Þá var honum gefið það að s'; ð hann vildi eigi leiða í kirkju konur þær, er hann kallaði of snemm- bœrar. Sættir komust á á prestastefnu. Benedikt prestur var lærður maður, djúplyndur, uppdráttarmaður mikill og málaði menn svo að þeir þekktust. Og TRYGVE LIE, framkvœmdastjóri Sþ. kom nýlega viS á Keflavíkurflugvelli á leiS sinm til NorSurálfu. Þar tóku þeir á móti honum Andersen-Ryst, sendiherra NorSmanna, Agnar. Kl. Jónssort, fulltrúi í utanríkisráSuneytinu, og íslenskir. blaSamenn. Mynd þessi er tekin viS þaS tœkifceri. Er Trygve Lie í rftiSju, Agnar Kl. Jónsson til vinstri og Andersen-Ryst til hœgri. eitt sinn er hann sendi ungling einn suður, málaði hann upp sveitirnar á blað, svo að honum var nógur leiðar- vísir. SKOÐAÐU ÞIG EKKI, KONA Sjera Þorlákur Þórarinsson, prestur til Möðruvallaklausturs (d. 1773) var manna fríðastur sýnum og hinn gjörfu- legasti. Hann kvæntist konu þeirri er Guðrún hjet og gekk nauðugur að eiga hana, því að hún var þunguð af hans völdum. Guðrún var kona óálitleg og var þeirra mestur munur. Einu sinni var hún að sparibúa sig og leit þá í spegil. Sjera Þorlákur sá það og mælti: „Skoðaðu þig ekki, kona, þú ert herfi- leg!“ SNJÓFLÓÐ Á LÁTRASTRÖND í nóvembermánuði 1772 gerði norð- an hríð mikla og helst hún látlaust í 6 dægur. Fell þá snjóflóð á tvo bæi á Látraströnd, Miðhús og Steindyr. — Komst fólk af í Miðhúsum, en að Stein dyrum var 9 manns og allt háttað og sofnað í í'úmum sínum. Og er fjórir dagar voru liðnir, kom fólk af næsta bæ til að vitja þangað, og mátti trauð- lega fyrir fönn þeirri er niður var komin og bærinn allur grafinn undir snjó. Fundust þar 5 manneskjur full- orðnar dauðar, en tvennt lifði allsnakið undir snjónum, og tvö smábörn, annað fjögra vetra, en annað fimm, og þótti furðuverk guðs (Árb. Esph.). ) „SVARTHOLIГ Árið 1828 var hið svokallaða „Svart- hol“ útbúið í landsyfirrjettarhúsinu (sem nú er verslún Haraldar Árna- sonar) og átti það að gera sama gagn og „kjallarinn“ nú, að ölvuðum mönn- um væri stungið þar inn. Þarna voru menn líka hafðir i gæsluvarðhaldi. — Svartholsklefarnir voru ljelegir og ofnlausir. Einu sinni að vetrarlagi var Kristján „krummi“ frá Hrafnhólum í Mosfellssveit settur þar í gæsluvarð- liald og varð hann þá svo veikur af kulda og illum aðbúnaði, að það varð að koma honum fyrir til hjúkrunar hjá Jóni bónda í Ofanleiti. Hendrich- sen, sem var þá gæslumaður „svart- holsins", hafði ekkert skeytt um kvein- stafi fangans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.