Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1948, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1948, Blaðsíða 3
engan veginn áburð, enda lwtt gróður- inn virtist ekki vilja þýðast hann. Flest hús Grænlendinga voru mjög lítil — 16—20 ferm. — ein stofu- kytra og eldhús, eða aðeins ein kompa og er það algengast. VTið það sparast eldiviður til upphitunar. IIús þeirra mintu fremur á hjalla en íveruhús. Hefi jeg aldrei getað skilið, hvernig íólk má lífi halda í þeim að vetrarlagi, því til upphitunar hafa þeir oftast ekki annað en lyng og mosa. Að húsa- baki gat víðast að líta háa hjalla, þar sem fiski og húökeipum var fyrir- komið, til varnar gegn hundunum. Við höíðum aðeins skamma dvöl í Egeðesminde og fjekk jeg því ekki sjeð mikið af staðnum í það skifti, og ekki hvarílaði að mjer^þá, að jeg ætti eftir að vera hjer í tvö ár. Við heldum áfram norður eítir sundum skerjagarðsins. Sjór var hjer spegilsljettur og gráar klappirnar mynduðu, að því er virtist, órjúfandi og samfeldan steinmúr framundan, en altaf opnaðist smuga fyrir stafni, ein- mitt þegar maður var crðinn viss um að nú hlyti að verða árekstur Skyndi- lega komum við út í Diskóflóann og liðum hægt áfram milli himinhárra borgarísjaka. Tilsýndar virtist ílóinn íullur af ís, en það var þó nógu langt á milli jakanna til þess, að Sverðfisk- urinn gat komist áfram. Skipstjóri skýrði okkur frá því, að allur þessi ís væri kominn frá Jakobshavns skrið- jöklinum, sem færi stundum alt að því 20 m. á sólarhring, og kæmi ís- inn í bylgjum út úr firöinum og fylti ætíð fjarðarmynnið alveg, en flóinn væri oftast fær. Jakobshavn var næsti staöur, þar sem lagt var að landi. Hjer átti að taka farþega — læknirinn í Thule, írú hans og hjúkrunarkonu. Þau höfðu öll íarið frá Höín háífum mánuði á undan okkur, og bcðið njer í nær þrjár vikur. Auk þess hugðist lciðangurs- stjóri kaupa hjer hunda til vetrar- ferða leiðangursins. Það kom þó brátt í Jjós, að læknirinn var ekki í Jakobs- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ; ~ ' * 95 havn heldur var hann í Godhavn, sem liggur á luðurströnd Diskóeyju, en þangað er nálega 10 tíma sigling með mótorbát frá Jakobshavn. Var nú verslunarbátur staðarins sendur í hrað ferð að sækja þetta fólk. Við undirhásetarnir runnurn þegar á land að líta á staðinn. Vorum við ásáttir um, að byggingar Grænlend- inga væru hjer engu betri en í Eged- esminde. — Aðalatvinna þorpsbúa í Jakobshavn, er grálúðuveiðar, sem einkum eru stundaðar í jökulfirðin- um. Leggja þeir smá lóðaspottum milli borgarísjakanna og hendir títt að alt fer á stað og Grænlendingar missa lóðir sínar. — Bak við þorpið eru víðlendir mýraflákár og alimikill starar- og lynggróður. Fylgdi okkur þar lengi dags hópur af strákum er við reikuðum þar um. Skröfuðu þeir margt, sem við skildum lítið af, utan hvað þeir bentu á kvensniftir tvær, sem jafnan hyllti undir á næsta leiti. Var auðráoið að dreugirnir voru um- boðsmenn þeirra, sennilega bræður eða synir. Grænlands stjórn hefur nefnilega ákveðið, að ef sannast, að danskur maður er faðir að lausaleiks- barni, þá skuli faðirinn eöa, ef hann ekki finst, þá stjórnin, greiða kr. 600, í framfærslueyri í eitt skipti fyrir öll (seinna hefur gjaldið verið hækkað). Aftur á móti greiðir grænlenskur fað- ir aðeins kr. 15—25 á ári eftir efnum og ástæðum. Það er því mjög góður kvenkostur á Grænlandi, sem hefur verið svo heppinn að eiga von á 600 kr. auk barnsins, en börn eru ennþá talin aðal eignin þar í landi, enda fátt um aðrar. Þetta skýrir að nokkru leyti að minsta kosti, að uppi er fótur og fit hjá kvenþjóðinni, þegar skip ber að landi, og þar við bætist svo cí til vijl silkisokkar, súkkulaði og vara litur, auk þess að kradlunat, eða sunn anmcnn, eru allir í augum Grænlcnd- inga höfðingjar, sem altaf geta tekið peninga í sparisjóðnum, þegar þeir þurfa á að halda. Verður skiljanlegt af þessu, að vert er að reyna að elta slíka höfðingja, þegar pað getur gefið svo mikið í aðra hönd. — Jeg hef eytt svo mörgum orðum að þessu, vegna þess, að flestir haida því fram, að Grænlendingar hafi engan kynferðis- þroska, og þess vegna sje ómögulegt að útrýma kynsjúkdómum meöal þeirra, en jeg ætla ástandið hafa ver- ið litlu betra hjá okkur á „Faller- inga“ öldinni, eða jafnvel nú á her- námsárunum og viljum við þó ekki teljast verri en aðrir í þeim sökum. En áfram með ferðasöguna. UjM KVÖLDIÐ var nóf mikið hjá verslunarstjóranum, með mörgum rjettum matar, víni og L’hombre. Var mjer seinna skýrt frá því, að nýjendu- stjóri þessi ætti rjett á því að atja heima í Danmörku nú, og njóta eftir- launa sinna þar, en hann var í svo miklum skuldum við Grænlandsstjörn að ekki kom til máía, að hann gæti látið af störfum, þar eð eftirlaunin-eru mun lægri en embættislaunin. Situr Knudsen auminginn því enn í Jakobs- havn og greiðir vexti og afborganir af veislukostnaði sínum. Næsta morgun snemma kom lækn- irinn og starfslið hans til Jakobshavn. Höfðu þau haft útivist harða í flóan- um um nóttina, og voru ölj grá í gegn af kulda og sjóveiki. Læknisfrúin var tekin að gildna allmikið undir bejlti, enda kom seinna í ljós að hún skyldi brátt ljettari veröa. Röktu þau fyrir okkur raunir sínar. í Höfn hafði kontóríus einn sagj þeim, að hvergi í heiminum yrði maðqr slíkr ar gestrisni aðnjótandi sem á Græn- landi, og að þeim myndi veröa tekið tveim höndum, hvar .;em þau vildu bera niður þessar 3 vikur, sem þau þyrítu að biða eftir ; )-.ipi. Hugðust þau því liía í vellystingum praktug- lcga þcnnan tíma í Godhavn, pn þar var landíógetasetur í þann tíma, og fleira stórmenni. En þegar þang- að kom var þeim sagt að þau gætu sofið í svefnpokum sínum á gólfi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.