Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1948, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1948, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 107 TJARNARGARÐURINN JÓN ARNFINNSSON skrifar í Les- bókina 25. janúar s.l. greinarkorn um nokkra „Skógarmenn" og fullyrðir í niðurlagi greinar sinnar, aö greinileg- asta dæmið um svelti trjágróðurs megi sjá í Tjarr.argarðinum. — Þvi miður eru of margir, sem telja að vanþroski birkisins í garðinum stafi af áburðarskorti, en jeg er dálítið hissa á því að jafn reyndur garðyrkju maður og Jón Arnfinnsson skuli einn- ig halda slíkri fjarstæðu fram. Jeg hefi haft gott tækifæri undan- farin sex ár til þess að fylgjast með Tjarnargarðinum og get fullyrt að áburðarskortur veldur ekki hinum seina vexti í trjágróðri garðsins. Til þess liggja aðrar orsakir og þá fyrst og íremst hinir tíðu næðingar, sem leika um garðinn. Allir, sern komið hafa í garðinn hafa tekið eítir trjálundunum við Hljómskálann. Þar hafa plönturnar notið skjóls hvor af ar.nari, og greini- lega má sjá hvernig vindurinn hefur tafið vöxt trjánna sem standa nærst tjörninni. Nú hin síðari ár er farið að gera safír læknaði innvortis sár, smaragð var góður við minnisleysi, rubín varn- aði rotnun og ametist var besta meðal gegn ofdrykkju. Þegar Clem- ens páfi VII lá banaleguna 1534 gáfu kardínalarnir honum inn demants- duft, sem kostað hafði 300 dúkata, en það dugði ekki. Dýrasta meðalið gat ekki einu sinni bjargað lífi páfans. Lyfsali í Nyköbing í Danmörku kvartar um það árið 1700, að aðstoð- armaður sinn hafi kcnnt ýmsum að sykra ávexti, baka sykurkökur og makrónur, og nú geri þeir þetta sjálfir í stað þess að kaupa þessar vörur hjá sjer. Á því má sjá að lyfjabúðirnar hafa þá einnig fengist við bakaraiðn. meira að því að planta í margfaldar raöir og árangurinn er sá að meðal- vöxtur plantnanna hefur verið 20—30 cm. yfir sumarið. Plöntun trjálunda er spor í áttina til að skapa skjól í garðinum, en ekki sakar þó, að gera skjólgarða úr hraun grjóti og mold eða öðru efni, sem til greina getur kornið, og hef jeg rætt það mál all ýtarlega í Garðyrkjurit- inu 1947. Þá má.og minna á, að ekki stendur á sama um stofn trjáplantnanna, en megnið af hinu eldra birki í garðin- um er ættað austan úr Þrastarlur.di í Grímsnesi, og hef jeg engan heyrt halda því fram að þaðan sje góður trjástofn ættaður. Með góðum vilja og nokkru fjár- magni má gera Tjarnargarðinn skjól- sælan og vinsælan blett, en til þess þarf að friða garðinn í nokkur ár fyrir mönnum og skepnum, sem nú geta vaðið inn í garðinn hvar sem er, sökum þess að garðurinn er ógirtur. Þeir einir, sem vinna við garðinn vita hversu mikið tjón er árlega af völd- um hesta og manna. Skautaíólk eyðileggur áriega fyrir tugþúsundir króna og á skemmti- samkomum, sem haldnar eru á sumr- in er tjónið litlu minna. Tjón á trjá- plöntum er þó erfitt að virða til peninga. En hvenær verður garðinum sýndur sá sómi að hann verði frið- aður meðan verið er að komá honum í það horf, sem honum er fyrirhugað að vera í til frambúðar? Hafliði Jónsson frá Eyrum. Iuns!akt lœkifcrri ÞAÐ er orðin venja víða um heim að auglýsa eftir maka, en það er sjald- gæft að milljónamæringar leiti ráða- hags á þann hátt. Þó stóð þessi aug- lýsing fyrir nokkru í indverska blað- inu „Amrita Baxar Batika“, sem kem ur út í Kalkútta og Allahabad: „Ungur Hindúi, sem ekki er Brama trúar, óskar að giftast laglegri stúlku. Hún verður að hafa mikið hár, falleg- an hörundslit og hreina andlitsdrætti. — Hann er milljónamæringur og á heima í Púnjab. Þar á hann nokkrar verksmiðjur og auk þess meðeigandi í stóru fyrirtæki í Evrópu. Glæsimenni, 32 ára að aldri. Fyrsta konan hans er hámenntuð, en heilsulaus. Viðhafn- arheimili í boði. Það er sama þótt konuefniö sje ekkja, ef hún er barn- laus og það er sama þótt hún sje fá- tæk og ómenntuð og hvaða trúar- flokki hún tilheyrir. Umsókn sendist í pósthólf 4033 í Kalkútta". Góður kötiur Maður kom til laeknis og baö hann að h jálpa sjer. „Það er köttur hiernaf‘ sagði hann og benti á magann á sjer, „og jeg hef ekki stundlegan frið fyrir honum, því að hann er altaf á sprettinum." Lœknirinn sá undir cins hvað að manninum gekk og hugsaði sjcr að lœkna hann me5 ímyndunarafli. Hann fór með sjúklinginn inn í skurðstofu. Þar vcr falleg hjúkrunarkona og hún Ijet sjúklinginn leggjast á borð og svœfði har.n svo. Svo gerði lœknirinn ofurlitla skinnsprettu á maganum á honum og saumaði haua saman aftur. Þegar sjúklir.gurinn vaknaði sýndi lœkr.irinn honum stóran svartan kött og sagði: ,Jljcrna er nú þrœllinn, sem angraði yCur. Hann gcrir yður ekki mein framar.“ En sjúklingurinn hristi höfuðið. ,Jeg veit að þjcr hafið gert yðar besta, læknir, en hann er grár, köttur- inn, scm kvelur mig“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.