Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1948, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1948, Blaðsíða 9
LESBOK MORGUNBLAÐSINS v>' 101 Á Vatnajökli. láta mjer nægja að renna huganum heim til minna snæviþöktu f jalla, sem voru mitt annað heimili: Það er sunnudagsmorgun, jeg stend á hlaðinu í Himnaríki. Bláfjöllin eru í hátíðabúningi, skauta hvítum faldi eins og glætet brúðarmey, hlíðarnar baðaðar í sólskini, brosa til manns, lokkandi, leyndardómfullu brosi. — Slíka sýn stenst enginn, maður festir á sig skíðin og arkar af stað, fyrst ,,upp á toppa“, síðan suður fjöllin, hjer hangir maður ekki stöðugt í sömu brekkunni, Það gera að eins þeir sem æfa undir keppni, hjer skal njóta þeirrar fegurðar og kyrrðar, sem rík- ir í landi Himnaríkis. Af Bláfjalla- hnúk sjest víða um í góðu veðri, þó ekki sjáist öll ríki veraldar eins og einhver ku hafa sýnt einhverjum, þegar þeir voru staddir upp á fjalli austur í löndum. Sitt af hverju má þó grilla; í vestrinu öll nesin er skaga fram í Faxaflóa, og svo auðvitað Reykjavík, blessaða sómakerlinguna, komið til greina, ef einhver fje- lagsmanna veldur fjelaginu tjóni að yfirlögðu ráði. Einnig, ef fjelagið álítur sjer freklega misboðið. 7. gr. Fullt samkomulag verður að fást þegar gert er út um slík brot. 8. gr. Sje einhverjum vikið úr fjelag- inu vegna stórfeldra yfirsjóna, skal honum þó greiddur sinn hlutur. Þó ekki ef yfirsjóh hans hefur kostað fjelagið fjár- útlát, meiri en hlut hans nemi. 9. gr. í Himnaríki eru allir jafn rjett- háir, þar ræður enginn yfir öðr- , um. 10. gr. Allir meðlimir eru skyldir að leggja fram krafta sína til þess, sem álitið er að þurfi að gera fyrir fjelagið, — eldiviðarburð- ur, lagfæringar, drekka kaffi o. þ. u. 1. 11. gr. Fjelagsmönnum er heimilt að bjóða með sjer einum gesti um helgi eða þegar efnt er til far- ar, án þess að ráðfæra sig við hina englana, og er þá miðað við að gesturinn sofi í rúmi við- komandi meðlims. 12. gr. Nú vill einhver fjelagsmanna dvelja nokkra daga í Himna- ríki með gesti, og skal honum það heimilt, komi það ekki að sök gagnvart öðrum fjelags- mönnum. Slíkir gestir fá dvöl sína ókeypis, en verða að leggja sjer til matföng eða deyja ella. 13. gr. Aldrei er hægt að neita lög- legum engli um dvöl í Himna- ríki, þótt aðrir sjeu þar fyrir með gesti. 14. gr. Falli einhver fjelagsmanna frá, skal aðstandendum hans greidd ur hans hlutur. 15. gr. Hlutur hvers er metinn á kr. 500, miðað við peningagildi 1940. 16. gr. Lög þessi öðlast gildi nú þegar. ( (Greinaranar eru fleiri). Gjört í Himnaríki 1. des. 1940.f Svo mörg eru þau orð, — og nú sit jeg hjer úti á Danmörku flatri, einn heiðvirður stjórnarmeðlimur Himna- rikis, með glóriu 1 kringum hausinn og kartnögl á hverjum fingri, saklaus sem lamb, þrátt fyrir láglandslíf og svarðreyk stórborgarinnar, og verð að r l << i//J/Jf }

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.