Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 65 * A UR STRIÐ8DAGBOK IVIINMI Hcrsjúkrahusið Við höíum reist hersjúkrahúsið okk ar hjá brendu kirkjuþorpi. Það er eig- inlega samsafn af mörgum húsum; við höfum flokkað sjúklingana niður eftir því hverskyns sár þeirra eru — beinbrotnir í einu, kviðsærðir í öðru en þeir sem eru mest særðir eru í deild út af fyrir sig. — í einu h' s- inu höfum við þá, sem eru í aftur- bata. Jeg hef yfirumsjón með þeim. Jeg er þakklát fyrir það. Það má heita ljett fyrir mig, scm hef kynst svo mikilli þjáningu, svo mikiu af „frá- hlið heiðursmerkisins“. Það er harla lítið hægt að gera fyrir þessa duglegu pilta. Jeg vildi gera mikið, — en hvað eftir annað kemst jeg að raun um það, hve lítið er hægt fyrir þá að gera, ekkert í samanburði við það, sem þeir hafa unnið til. Það er laugardagur. Kvöldið kemur alt of snemma á þessum tíma árs. í einu kasti heíur vetrarrökkrið smeygt sjer inn á heimili okkar. En laugar- dagsönnunum er lokið, og það skíð- logar á örnunum. Þeir piltanna, sem geta haft fóta- vist sitja við borðið inni í matarsaln- um, á bláum stólkollum. Þeir hlusta á útvarpið og drekka seint dauft stríðs kaffið. « l Jeg sit hjá þeim við kringlótt borð- ið. Jeg hlusta á samtal þeirra — pilt- arnir okkar eru háróma og gáskafull- ir, eins og stríðssjúklingar í afturbata eru vanir að vera — sem oft eru eins og ærir af hamingju yfir batnandi iieilsu og kröftum, er koma í vaxandi mæli dag frá degi, — yfir lífinu, sem þeim hefur verið veitt. Það er ekkert því til fyrirstöðu, að drengirnir mínin sjeu glaðir og ánægðir á sinn hátt, enda þótt lífið hafi leikið þá hart. í tttai^mar l\ain h\amáau lægra rómi segja þeir frá broslegum atvikum af vígstöðvunum, og hnitti- yrði Viljos blandast öðru hvoru inn í samtalið. Kuldi, söknuður, hættur og dauði virðist alt gleymt þessi náðar- fullu augnablik. Hjarta mitt gleðst af því að sjá þá núna svo ánægða og hamingjusama. Finnsltir hermenn í vetrarhernaði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.