Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 3
(21. júní). Hefur það gengið furðan- lega vel að koma fallbyssunum fyrir, því að sira Gunnar Gunnarsson, sem þá var ritari Geirs Vídalíns biskups, segir að „fyrsta fallstykki settist upp á Skansinn 25. júlí“ og var þá skotið úr þeirri fallbyssu tvisvar með kúlum, „sem vel gekk“, svo að fallbysurnar liafa ekki verið alveg ónýtar á því að liggja svo lengi í hirðuleysi í Bessa- staðaskaníi. Vígisstjóri var skipaður sænskur beykir, Malmquist að nafni. — Fekk hann íbúð í tugthúsinu, sem nú stóð autt, vegna þess að Jörundur hafði gefið föngunum upp sakir. — Malm- quist átti að fá 300 rdl. í kaup, sem „1. officer'1, en aðrir liðsmenn Jör- undar áttu að fá 60 rdl. í kaup og 'frítt fæði. Malmquist þessi er í einu skjali kallaður „undirbúðarloka“, því að hann var verslunarþjónn hjá Phelps. Gerðist hann allmerkilegur af upphefð sinni og kærði Petræus versl- unarstjóri hann fyrir líkamlegt of- beldi við sig og kvaðst ekki öruggur um líf sitt fyrir honum. Malmquist fór utan með Jörundi, ásamt konu sinni, sem var ljósmóðir og af dönsk- um ættum. Á þessu mikla vígi Ileykjavíkur, sem hafði sex fallbyssur til varnar, ljet Jörundur draga upp hinn nýa fána hins íslenska konungsríkis, hvit- an fálka í bláum feldi, og kvaðst mundu verja hann til seinasta blóð- drqpa. Svo kom enska herskipið „Talbot“ og skipherrann, Alexander Jones, skarst hjer í valdaleik Jörundar. — „Nú hefði verið tími til fyrir Jörgen- sen og hans fylgdarlið“, segir í Sagna blöðum, „að forsvara flaggsins æru með lífi og blóði. En þeim gleymdist öll vörn“. Eftir boði Jones skipherra hjuggu ensku sjóliðarnir flaggstöng- ina niður á víginu. Hinh 18. ágúst samdist svo um með þeim Jones og Stephensen-bræðr um, að engar varnir skyldu vera fyrir Reykjavík. Var þá gengið að því að LESBÖK MORGUNBLAÐSINS rífa niður vígið á Arnarhólskletti og gerðu það sjóliðarnir á „Talbot“. Segir Espholin að þeir hafi gengið svo rækilega að þessu verki, að vígið hafi algjörlega verið jafnað við jörðu, en íallbyssurnar legið þar cftir í for- arbleytu. Seinna hafi þær svo verið fluttar inn á Viðeyjarsund og þeim sökkt þar. íslensk Sagnablöð segja að þeir ensku hafi velt „fallstykkjunum“ í sjóinn og brotið niður „skansinn“. En Klemens Jónsson dfegur í efa að l»etta geti verið rjett. „Það er víst“, segir hann, „að 1841 var vígið til og fallbyssurnar 'á því. Höfðu strákar legið á því lúalagi að fylla þær með steinum og sandi; gaf bæjarfógeti út auglýsingu og bannaði þetta athæfi algerlega, því að það gæti valdið ó- happi ef skotið væri úr þeim“. En 10 árum eftir að þessi aug- lýsing var gefin út virðist þó vígið ónýtt og fallbyssurnar horfnar, eða ónýtar. DANIR KNBURREISA VÍGIÐ Rúmum 40 árum eftir burtför Jör- undar, var Þjóðfundurinn haldinn í Reykjavík (5.—9. ágúst 1851). Trampe stiptamtmaöur hafði búist við því að þá mundi verða hjer æs- ingar og upphlaup út af innlimunar frumvarpinu. Vildi hann hafa ráð ís- lendinga í hendi sjer og fekk því send an hingað flokk hermanna frá Dan- mörk, sjer til varnar, ef í hart færi og til þess að sýna Islendingum í tvo heimana. Er mælt að hermennirnir hafi haft meðferðis fyrirskipun um að skjóta þrjá alþingismenn, ef til óeirða kæmi, og voru þeir ekki nefndir með nafni, heldur kallaðir „den hvid^‘, „den tykke“ og „den halte“. En af þessu vissu allir við hverja var átt. „Den hvide“ var Jón Sigurðsson, ,,den tj’kke“ var Hannes prófastur Step- hensen á Ytra-Hólmi og „den halte“ var Jón Guðmundsson ritstjóri. Herflokkurinn kom hingað í byrjun þjóðfundarins og voru í honum 25 menn. Foringi hans var P. C. Reffling 1 *• < < 63 Jörgen O. Trampe greifi. yfirliðsforingi. Settist flokkurinn aö í yfirrjettarhúsinu (þar sem nú er versl un Haraldar Árnasonar), og var reist ur rauður varðklefi á gangstjettinni fyrir framan húsið og var þar vopn- aður hervörður nótt og dag. Fyrirspurn kom fram á þjóðfund- inum um það hvernig stæði á komu hcrmannanna, eftir hvers skipan þeir væri hingað komnir og hve lengi þeir ætti að dveljast hjer. Neitaði stipt- amtmaður að svara og sagði að þetta kæmi þjóðfundarmönnum ekki við. Reykvíkingum þótti það nýstárlegt að hafa setulið hjer í bænum. Gramd- ist þeim mjög, að Danir hugðust beita hervaldi hjer, en þó var það ajmenn- ara að skopast væri að þessu brölti stiptamtmanns og herflokknum. — Kölluðu bæjarbúar varðklefann rauða ýmist „hólk“ eða „danska gapastokk- inn“, en Brynjólfur Oddsson, bók- bindari, orkti langan skopbrag um „hreystilega“ framgöngu hermann- anna. Heitir bragur sá „Dátaríma“. Stundum voru hermönnunum gerðar glettur og einu sinni svo alvarlegar, að kæra kom á tvo skólapilta, sem þar höfðu verið að vcrki. Auðvitað höfðu hermqpnirnir ekk- ert að gera hjer, en til þess að allur tími þeirra lenti ekki í iðjuleysi og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.