Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ^ ? K t s C 7 hieraði. En hann ætlar þangað aftur jafnskjótt og hann verður frískur — og byggja upp að nýju — og ryðja skóg og framkvæma mikið. Það getur hann þó alltaf, byggt upp gamla heimkynnið — eða hvað heldur þú, systir, — er það ekki mögulegt, þó að sjónin sje horfin? Jú, áreiðan- lega — Kiski. Helst vill hann þó aftur hverfa í herinn — en það er víst ekki hægt, bætir hann við Jiikandi. Blindur her- maður — nei, hann fær ekki varist ' brosi. En það gæti komið til mála, að þar fyndist samt sem áður eitthvert rúm, sem hann gæti fylt, hann gæti ef til vill orðið ekill. Eða þá mat- sveinn — eða grafið skotgrafir? — Skurði hafði hann grafið alla sína æfi. Þannig sitjum við lengi og ræðum framtíðaráform hans. Jeg reyni af fremsta megni að gefa honum nýjar vonir og nýjan þrótt. Um kvöldið, þegar gengið hefur ver- ið frá umbúðum, blindu augun hafa hlotið sína læknisaðgerð og kveikt hef ur verið á náttlömpunum, sem bera bláa birtu, í stofum og göngum, söfn- umst við öll saman til kvöldbæna. Jeg les fyrir þá í kvöld vers úr Davíðs- sálmum, sem jeg af tilviljun fletti upp í biblíunni minni og nú fyrst verður eins og opinberun fyrir okkur öll: í friði legst jeg til hvíldar / og sofna, / því að þú, drottinn, lætur mig búa óhultan / í náðum. Jeg geng milli rúmanna og býð góða nótt. Þögull, samanhnipraður hvílir Kiski í sæng sinni, eins og vængskot- inn örn. Jeg geng hægt til hans og legg höndina á heitt enni hans. — Kiski — segi jeg — Kiski, dreng urinn minn, við skulum tala aftur sam an um framtiðaráform þín á morgun, — þú mátt vera viss um, að alt geng- ur vel. Ekkert svar. Jeg lýt niður að honum og sje tár í blinduih augum hans. Grannur lík- aminn titrar af gráti. , Jeg finn sárt til á þessu augnabliki. Takmarkalaust þakklæti og auðmýkt fyllir hug minn. Stríðið og barnið Sprengjuárás. Snemma í morgun, í dögun, fór sprengjunum að rigna nið- ur yfir litla þorpið okkar. —■ Við vöknuðum um miðnætti við hávað- ann í flugvjelunum, sem rendu sjer rjett við húsaþökin, og hávaðann af sprengjunum úr f jarlægð. Seinna kom að okkur. Við höfðum ekki haft tíijia til ennþá að færa byrgið okkar í lag. Það var í kjallaranum undir húsinu. Sterkir stólpar hjeldu að vísu uppi þaki og veggjum, en sementsverkinu er ekki lokið enn. Gluggarnir á öðrum húsgaflinum eru brotnir, eldur kominn upp þar sem rauðakrossflaggið blakti fyrir skömmu . Einn skálinn er alveg í rúst- um. Við drögum fram dauða og lim- lesta, sem voru sárir áður og enn að nýju hafa orðið fórnarlömb stríðsins. í stofuna mína er komið með tvo úr hópi hinna óbreyttu borgara, er særst hafa í sprengjuárásinni. Annar er kona með hræðileg holsár. Hún er í andarslitrunum, þegar komið er með hana. Hitt er lítill drengur, 7—8 ára — fallegur, lítill drengur. Hann minn- ir á drenginn minn. Handsprengju- brot hefur hitt hann í höfuðið, rifið aðra kinnina frá, svo að allur neðri partur andlitsins lítur út eins og gap- andi munnur. Þar að auki hefur hann verið skotinn gegnum hrygginn. Lítill og hjálparvana liggur hann í röðinni milli hermannanna og hverfur næstum alveg ofan í hvíta rúmið. Hann ligg- ur þarna og titrar eins og lítill, særð- ur fuglsungi. Við vitum ekki hverjir foreldrar hans eru eða hvar þeir eru, vera má, að þau sjeu í hópi hundrað- anna, sem dáin eru og liggja úti á vegunum eftir sprengjuárásina. Einn af særðu föngunum, senj er vanur að hjálpa okkur í starfi, ófríður Kirgisi úr næsta skála, hefur smeygt sjer hægt inn og sest hljóðlega á hækjur á gólfið hjá rúmi særða drengsins. Það hvilir einhver sorg, einhver skelf- ing í augum mannsins, þar sem hann situr við rúmið og vaggar sjer hægt öðru hvoru. Og með lagláusri, kvein- andi rödd raular hann silalega vöggu- vísu á undarlegu, erlendu máli: Ma ju — daa .... pa — pu — laa..., Hjúkrunarmaðurinn, danskur sjálf- boðaliði, sem hjálpar mjer við særðra störfin, gengur oft til litla drengsins og reynir að láta nokkra dropa af vatni drjúpa ofan í svart, gapandi sár- ið, sem á að tákna munn. VifT tölum hljóðlega saman við rúmið. Jeg veit hvað hann er mikið særður, en þó er eins og von mín samt sem áður leiti einhvers til að halda sjer í. Ef til vill hressist hann og verður frískur. — Þjer munið, að Ollinen, sem fekk kjálkasárið mikla, hrestist og fekk að fara heim. Prófessorinn vann krafta- verk. — Að vísu, en þessi litli drengur er mun ver útleikinn — andlitið er að mestu í burtu, og hryggurinn — þeir eru ekki margir, sem hafa fengið bót eftir slíka meðferð. — Það er hræðílegt — hvísla jeg, — svona lítill drengur, svona yndis- legur drengur — bara lítið barn. — — Já, bara lítið barn — segir þú, systir. En horfðu ú alla þessa hraustu, fullvöxnu menn á besta skeiði. Það er hræðilegt með þá alla. —Bara lítið barn — en mjer finst, að þetta barn sje ímynd allrar hörm- ungar stríðsins, hinnar ólýsanlegu skelfingar stríðsins. Lítið bam, sem ber þjáning mannkynsins á herðum sjer. Og mjer finst jeg sjái bauga bresta — mannleg örlög mást út og farast með honum. Móðurvon, móður bæn, móðurgleði og hamingja, deyja með honum. Hvað hefði ekki getaö orðið: — líf, gleði, hamingja fyrir marga, fullkomnun fyrir marga — og nú stynjandi, lítil þjáningahrúga á leið til tortímingar. — Þú hefur rjett að mæla, ungi, danski maður, þú og margir aðrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.