Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 10
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS f 70 L __—— f'- ___fcfc?1 f' .ega svölun. Fjölmargt af þessum f ’oömum þráir störf, se'm heimilin geta • ekki veitt þei.n, ræktunarstörf, og að f sjálfsögðu vilja þau öll fá úthlutaðan ■ smágarðblett, sam þau rnega sjálf r eigna sjer, Mett, þar sem þau rrega sjálf stfagc*,upp, raka, sá og gróður- vA) setja. Vorið hefur sín áhrif á hug bams- r ins og athafnaþrá. Það langar til þess f að sjá ávöxt starfsins. í garðinum getur það fylgst með lífi plantnanna frá fræi eða spíru til fullþroskunar. Það getur fylgst með vexti og þroska hvergkönár nytjagróðurs, sem hjer er ræktanlegur. Það er löngun bamanna til starfsins í hreinu útilofti við brjóst móður jarðar, sem er grundvöllur skólagarðahugsjónarinnar eða með öðrum orðum starfslöngunarinnar til nytsamra og göfgandi starfa í þágu einstaklinga og þjóðar. Þetta er því stórt menningarmál. Sú hugsun að tengja garðyrkju- starfið við bamaskólana eða sem þátt í hinni.almennu bamafræðslu er meir en 200, ára, en hefur með árunum náð stöðugt raeiri og meiri útbreiðslu í öllum löndum Evrópu (nema hjer), ennfremtrr eru skólagarðar nú víða í Ameríku og stöku stað í Asíu og þeim fjölgar stöðugt ár frá ári. I Kaup- mannahöfn eru 30 skólagarðar, sam- anlagt eru þeir ca. 20 hektarar að flatarmáli. Nemendur þessara garða eru 8400 og starfa þeir undir leiðsögu 65 kenn- ara. Hvert einstakt barn hefur sinn afmarkaða reit í görðunum. — Skóla- görðum Kaupmannahafnar má skipta í tvær ðeildir, Bamagarða og Fjelags- garða. Barnagarðamir eru álitnir þýð- ingarmeiri. Við skipulagningu eru bestu gEirðspildumar valdar til þeirra nota. Þegar skólagr.rðamir eru opnað- ir á vorin hópast börnin þangað, svo það er beir.línis kapphlaup, að verða fyrstir þegar garðreitunum er úthlut- að. Þegar eftir innritunina fær hvert barn gula merkisstöng með nafni og ú- núœerf, sem drengurinn eða telpan stingur siðan niður í sitt garðshorn. Því það er hans eða hennar garður þar til uppskerunni er lokið 1. októ- ber. Þessir smágarðar eða reitir eru frá 8—14 ferm. Fer það eftir aldri b;i.ms- ins. Eldri börnin fá stærstu reiiina, því þau geta ræktað með góðum ár- angri viðkvæmari og fjölbreyttari gróður. Beðin eru 4,35 m. breið og frá 6 til 10 m. á lengd. Þegar búið er að mæla fyrir öllum reitum og úthluta þeim, byrjar vinnan fyrst fyrir al- vöru. Hvert barn stendur við sinn af- markaða reit. Fyrst er öllu lausagrjóti rakað burtu og um leið slegið úr öllum moldar- hnausum, til þess að moldin verði sem myldnust og hentugust fyrir sáning- una. (Það er gert ráð fyrir að allt garðlandið hafi verið plægt áður en reitunum er úthlutað til barnanna). Bömunum þykir gaman að handleika verkfæri og fást við eitthvað, sem þau þurfa að nota krafta við. Hverjum reit er nú skipt í tvennt. Minni hlutinn er ætlaður fyrir blóma- rækt, en sá stærri fyrir ræktun nytja- jurta. Blómin eru aðalskrautið í garð- inum og öll börn eru mjög hugfangin af öllum blómagróðri. Þess vegna er það fyrsta verk þeirra að gróðursetja eða sá til 4 raða af blómum. í barna- görðunum er sáð og gróðursett eftir snúru í raðir þvert yfir öll beð. Með því er tryggt að öllu er sáð eða alt gróðursett með hæfilegu millibili og allir þessir litlu garðblettir fá skemmti legri og fegurri heildarsvip. — Blóm eru höfð í röðum við allar aðalgötur og gefur það reitunum fegurri um- gerð. Börnin hafa hugann fyrst og fremst við sinn eigin garð. Hier mega þau sá og gróðursetja, hreinsa illgresi og vökva, sem sagt vinna allt, sem þarf. Börnunum þykir vænt um þennan litla blett og eru fljót að fara þangað strax og garðurinn er opnaður. Og þau una sjer þar vel. Þau eru himin- lifandi glöð ef vel gengur með sprett- una og blómin þroskast vel og eðli- lega, og kalla þau oft á fjelaga sína eða kennara til þess að þeir geti sjeð garðinn og dáðst að honum. Stundum koma þau með foreldra sína eða afa og ömmu til þess að einnig þau geti sjeö allan þann fagra og verðmikla grcður, sem vex í þeirra EIGIN garði. Börnin fá sjálf alla uppskeruna úr hinum litla garði sínum. Þau læra fljótt, að því betur sem vinnan er framkvæmd, þeim mun meira geta þau flutt heim til mömmu. Bömunum finnst rjettilega, að þau sjeu nú orðin þátttakendur í fyrirvirinu heimilisins, með öflun grænmetis til heimilis- þarfa. Þessi uppskera matjurta og blómræktun hefur sjerstakt uppeldis- legt og menningarlegt gildi fyrir bamið. Það er staðreynd að börnin sýna í hvívetna mikla umhyggju við ræktun garðsins og skólagarðsmenn telja að sú umhirða og umgengni muni móta dagfar þeirra síðar sem fulltíða manna. Og yfirleitt eða nær undan- tekningarlaust munu þessi börn, sem verið hafa í skólagörðunum, ganga betur um opinbera skemmtigarða eða garða einstaklinga. Auk þess, sem hvert bam hefur sinn afmarkaða garðblett, rækta börn in ýmislegt í f jelagi við kennara sína, í svokölluðum fjelagsgarði. Þar læra börnin alla 'þá vinnu, sem framkvæmd er í venjulegum skraut- og nytjagarði, leigugarði (,,Koloníhave“). Nokkru af uppskerunni úr fjelagsgarðinum er skipt milli bamanna, sem viðurkenn- ingu og kaupi fyrir vinnu. í skólagörð um Kaupmannahafnar eru börnin skyldug að mæta til náms og vinnu að minnsta kosti tvisijar í viku. Er færð skrá yfir þátttöku og hvenær hver og einn hefur mætt til vinnu. Skólagarðarnir eru opnir alla venju- lega skóladaga yfir sumarið og auk þess f jóra daga í viku þann tíma sem ætlaður er til sumarleyfa, svo börnin hafa allt af aðgang að görðunum yfir sumarið. I flestum skólagörðum Kaupmanna-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.