Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 4
64 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS slark, mun þeim Reffling ýfirforingja og stiptamtm. hafa komið saman um að láta þá vinna hjer eitthvert þarfa- verk. Varð það ofan á, að þeir skyldi endurreisa Phelpsvígi á Arnarhóls- kletti. Mátti það þá síðar verða að gagni, ef Islendingar gerðust of sjálf- stæðir. Sumar þetta var mjög gott, stöðug hlýindi og úrkomulaust frá Jóns- messu til höfuðdags. En þá brá til rigninga og hretviðra, einkum í sept- ember, og kom varla þur dSgur til ársloka. En frá þeim tíma og fram á þorra, var mesta bliðskapartíð. Gerði síðan dálítinn harðindakafla, en vorið varð mjög gott. Ekki sóttist þeim dönsku virkis- byggingin jafn greiðlega og mönnum Jörundar. Má og vera að þeir hafi vandað meira til hennar, og ekki verið afkastamiklir í haustrigning- unum nje heldur í kuldanum á gó- unni. Þó var hleðslu vigisins lokið um vorið og er sagt að þetta hafi verið „mikið mannvirki“. En það er lítið gagn að vígi nema því aðeins að þar sje vopn. Og þetta vígi var alveg vopnlaust. Þá fór Trampe stiptamtmaður fram á þaðwið stjórnina að hún sendi til vígisins 5 fallbyssur — 12 punda eða 18 punda — og hreyfanlegar und- irstöður fyrir þær. En nú færðist danska stjórnin undan og bar því við að hún sæi sjer þetta eigi fært vegna kostnaðar. Mun henni hafa fundist stiptamtmaður þegar hafa bakað sjer ærinn kostnað með því að hafa þessa hersveit svo lengi hjer á landi, og ekki á það bætandi með því að senda nú fallbyssur og skotfæri í ofanálag. Hersveitin var kölluð heim til Dan- merkur um vorið. Afrek hennar hjer á landi, hið mikla vígi, stóð autt og gnapandi eftir. Hafði það fengið nafnið „Batteríið“ og helt staðurinn því nafni eftir það. Smám saman hrörnaði virkið og fell saman og var að lokum ekki nema grænar tóftir og kom aldrei neitt við sögu landsins. Liðu svo aftur rúm 40 ár. En þá kom fyrir atvik, sem varð þess vald- andi, að nafn þess komst á hvers manns varir. ^ ^ V ^ ^ AÐ SKAMMAST SÍN er ekkert annaö en komast í sinn rjetta ham. Hertoginn af Windsor sagöi einu sinni: Þaö, sem mig furö- ar mest á í Bandaríkjunum er hvaö foreldrar eru hlýönir viö börnin sín. Barnahjal — Sundlaugavegur! kallaði strætisvagnstj órinn. Lítill drengur, líklega 4—5 ára, segir þá mjög merkilegur við full- orðinn mann, sem sat hjá honum. — Á þessum vegi keyra allir vitlausu megin. — Ilvaða vitleysa, i sagði mað- urinn. — Af hverju heldurðu það? — Bílstjórinn sagði það. Heyrð- irðu ekki að hann sagði „Svindl- aravegur"! ★ Gamall maður sat á bekk á Austurvelli og lítill drengur var að leika sjer þar hjá myndastytt- unni. — Heyrðu, kallaði sá gamli, — til hvers eru litlir strákar? — Til þesfe að verða menn, sagði sá litli. ★ Skóladrengir höfðu skifst í tvo hópa. — Hvað ætlið þið nú að leika ykkur? spurði kennarinn. — Við ætlum að leika bardaga milli hvítra manna og Svertingja. — Ætla þá sumir ykkar að sverta sig í framan? spyr kenn- arinn. — Nei, það þarf ekki, sumir okkar þvoðu sjer í morgun. ★ Ninu litlu var lofað að vera hjá ömmu sinni í nokkra daga. Einu sinni kom hún til ömmu, lagði hendurnar um hálsinn á henni og sagði: — Ó, hvað þú ert falleg, amma. — Þú ert góð, sagði amma, — en þetta er ekki rjett. Jeg er ekki falleg, gömul og skorpin kerling. — Jú, sagði Nina, — þú ert fall- eg —jnnvortis. ★ Sunnudagaskólakennarinn var að útlista fyrir börnunum að menn fái alltaf laun fyrir það að véra góðir. Svo snýr hann sjer að lítilli stúlku og segir: — Launar mamma þín þjer það ekki alltaf þegar þú ert góð? — Jú, þá losna jeg við að fara í sunnudagaskólann. i-------- - ■ <>

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.