Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1947, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1947, Blaðsíða 16
124 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS HVÍTA LESTIN. Á ferðalagi sínu um Suður-Afríku óku bresku konungshjónin á hvítri járnbrautarlest, og vakti hún mikla athygli hvar sem til hennar sást. Myndin er tekin af lestinni þar sem hún ekur í gegn- um Basutoland. SÍRA SIGURttUR GUNNARSSON prófastur á HaHormsstað, var fæddar í Ær- lækiarseli í Oxarfirði árið 1812. Ungur misti hann föður sinn og þegar hann var á 13. ári tók síra Stefán F.inarsson á Sauðanesi hann fyrir Ijettadreng. Var Sigurður þar í 5 ár og var notaður til allskonar stritvinnu, en fekk litla fræðslu. Lærði hann af sjálfum sjer að skrifa og lesa. Sat hann þá oft úti í fjósi á vetrum með skruddur sínar, er hann fekk ljeð- ar hingað og þangað, og hafði ekki annað Ijósmeti en flot, sem honum hafði verið skamt- að til viðbits. Sagði hann sjálfur seinna að það hefði einkum hvatt sig til bðknáms, að hann datt ofan á þetta spakmæli: „Rót kunnátt- unnar er röm. en ávöxturinn er sætur". RsBKTUNARFJELAG NORttURLANDS. Hinn 16. júní 1903 samþykti bæjarstjóm Akureyrítr að láta Ræktunarfjelag Norðurlands fá óke.vpis til eignar 10 dagsláttur kring um Naustagil og 15 dagsláttur uppi á brekkunum sunnan við Naustatún. Voru eigi sett önnur skilyrði fyrir þessu en ]>au, að ef landið yrði ekki notað samkvæmt tilgangi innan 5 ára þá skyldi það falla aftur til bæjarins, og ef fjelagið yrði rofið, þá ætti bærinn kost á að fá landið aftur fyirr sanngjarnt verð. I’etta var mjög höfðingleg gjöf. 25 dagsláttur rjett við bæinn. En enginn Akureyringur mun telja þá gjöf eftir. Nú er þama hin fagra Gróðrar- stöð, ein höfuðprýði höfuðborgar Norðurlands. SKRÖKVAÐ AÐ JÓNASI HALLGRÍMSSYNI. Jón Hjaltalín landlæknir skoðaði „'orenni- steinsverkið" í Húsavík árið 1851 og segir svo: „Jeg sá af skjölum og reikningum að aldrei hefir komið nærri svo mikið af óhreinsuðum brennisteini á verslunarstaðinn, sem ]>eir segja •Tónas. Steenstrup og Schvthe. ... Var mjer sagt í Húsavík, af ýmsum sannorðum milnn- um, að þvottamennirnir hefði átt að skrökva drjúgum að Jónasi heitnum, en af hvaða rök- um eða hverri undirrót |>að hafi verið gert, vil jeg hjer eigi færa í sögur". PÁLL GUNNARSSON, einn af sveinum Odds liigmanns Sigurðsson- ar, var mjiig drykkfeldur eins og Oddur, og lenti þeim stundum saman í illdeilum, þegar þeir voru við öl. Einu sinni flaug Oddur á Pál í tjaldi sínu, skamt frá Kalmanstungi'. Páll varð ofan á í stympinguftum, en til að svala heipt sinni beit Oddur hann í vörina. Hröklaðist Páll þá undan og lieim að Kal- manstungu og sagði sínar farir ekki sljettar. Jón yngri Vídalín, sonur Páls lögmanns, var þar fyrir með föður sinum. Honum varð þessi staka á munni, er hann he.vrði hrakfarir Páls: Þótt enginn haldi uppi’ um þig Oddur, minning þinni, tannaförin sýna sig samt á mannkindinni. UM KÁRÍNUR FORÐUM. Þegar sakafólkið kom til Skálholts eður Hóla, þá var það svo straffað: Fyrst var sam- an kallað alt staðarfólkið upp í forkirkju, síð- an strýkti biskup sjálfur þann sakaða opin- 'lærlega, s\o sem liann lysti og gerði honum bæði fvrir og eftir alvarlegar áminningar. hon- um og öðrum til viðvörunar. Eftir það var sakamaðurinn settur í dýflissu. Þar sat hann í mánuð, eða eftir því sem sjerhver þoldi. Sumir voru eftir enn um sinn og voru nærðir með vatni og brauði, svo þeir voru að dauða komn- ir, er út látnir voru (Fitjannáll).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.