Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1947, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1947, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS m hvoru. Jeg gæti þess að líta hvorki til hægri nje vinstri, þegar ekkert var fram undan, sem hvíldi augað. Og eins varð jeg að gæta þess að Iáta ekki til leiðast* að leita o'f mikið til vinstri hliðar, því að eins og menn vita, þá cru menn yfirlcitt skreflengri á hægri fótinn. I’að hvarflaði nú margt að mjcr á þessu ferðalagi. og til dæmis það. að jeg skyldi hafa eggjað póstinn. yfir- mann minn, á að fara undir nótt, í m.vrkri og vitlausu veöri á heiðina. En það man jeg, að í þetta sinn þótti mjer heiðin löng, og lengri en hún hafði nokkru sinni verið. En jeg tn'iði fast á ratvísi mína og Ijet ekk- ert trufla mig. Og eftir hæfilegan tíma, að mjer fanst, og vel það, hitti jeg á hverina í Hveradölum. Það var fyrsti dökki díllinn, sem jeg grilti á þessari leið. Símastaurar munu allir hafa verið í kafi á þessum kafla heið- arinnar. Þá var enginn Ilöyer þarna og enginn skíðaskáli. En á þessum slóðum þektum við okkur vel. Við stöldruðum þarna stundarkorn, töl- uðumst við og löguðum á hestunum. Síðan heldum við á'fram eins og leið liggur til Kolviðarhóls, og þegar við komum neðst í Hveradalina, lægði veðrið að muij, og birti til loftsins svo að maður sá stjörnur, og þegar við komum niður á sljettlendið fyrir neð- an, sáum við ljós í gluggum á Kol- viðarhóli og var fólk á ferli, því að beðið var eftir okkur, þar eð fólkið á Hólnum hafði frjett í símanum frá Kotströnd að okkar væri von. Þegar við komum í hlaðið tókum við kof- fortin af hestunum og stöfluðum þeim inn í útiskúr. Síðan rákum við hest- ana inn í hesthúsin, sem voru stór og rúmgóð. Þar tókum við af þeim klyfsöðla og hnakka og hengdum upp á þverbita. Tókum við síðan ilmandi hey, sem geymt var fyrir okkur á lofti í hesthúsinu, því að venjan var sú að kaupa gott hey að sumrinu og flytja það til Kolviðarhóls, svo að pósturinn ætti það til vetrarins, og tóku hestarnir hraustlega tíl fóðurs- ins. Að venju höfðum við með okkur hrossakamba, en hestarnir voru aliir fannbarðir og klepraðir, og kembd- um við af þeim mesta snjóinn áður en’við skildum við þá. Nú fór maginn í okkur, og þó sjer- staklega mjer, að láta til sín taka, svo maður flýtti sjer í hús og var þá til- búinn á borðirm rjúkandf heitur mat- ur. — alt það besta sem maður gat kosið sjer. Þarna frjettum við nú, að ferðamenn hefði lagt upp frá Kat- strönd á heiðina á cftir okknr og hefði ætlað að hafa not brautarinnar eftir okkur vfir heiðina. En sem bct- ur fór sneru þeir við aftur i Kömb- um og lögðu'aldrei á heiðina. Það mun hafa verið rjett um mið- nætti, er við komum að Kolviðar- hóli. Þegar við höfðum borðað vel og sátum þarna í hlýju yfir kaffibollum og vel á okkur komnir, var dagsverk- inu svo seni ekki lokið. Þá var eftir að fara í hesthúsið aft- ur. athuga hvernig færi um hestana, vatna þeim og bæta við þá heyi, ef með þyrfti. Þegar við komum inn í hesthúsið sást jiar ekki handaskil fyrir hita- gufu af hestunum. Ekkert var vatn til heima á Kolviðarhóli, svo að jeg varð að reka hestana út og í Iæki sem em ]>ar sem sumarbústaður Val- gerðar á Kolviðarhóli er nú, — á leiðinni upp í Sleikjubeinsdali, og vatna jieim þar. Frusu þeir lækir aldrei, því að þar er kaldavermsl. Voru hestarnir orðnir ærið þyrstir, ]>ví að þeir ’höfðu ekki vatn fengið síðan austur í Olfusi og þömbuðu nú drjúgan, því að þótt við hefðum látið snjó á stallana, þá var þeim lítið gagn að honum. Þegar þeir höifðu drukkið nægju sína, tóku þeir til fótanna, því að þá hafði alla hjelað meira og minna. Þeir skeltu sjer niður í snjóinn og veltu sjer og tóku svo sprettinn heim í hesthús. Arin sem jeg var í póstferðum á veturna, vorkendi jeg hestunum m^st, að maður skyldi verða að hrekja þá út í illviðri, til ]>ess að brynna þeim á kvöldin, út úr heitum hesthúsHm eftir erfiðan dag. Oft kom það fyrir, er maður hafði gefið hestunum á stallinn, að aðsópsmiklir hestar gengu með stöllunum og ráku frá ]>á ym minnimá’ttar voru, og þreifuðu þann- ig fyrir sjer, hvort ekki væri bctra í einum staðnum en öðrum. Það var vani minn, að tala mikið við hest- ana, svo að gömlti hestarnir, sem mcð mjer höfðu verið lengi, virtust skilja það sem jeg Ægði við þá, og datt alt í dúnalogn þegar þeir heyrðu til mín og fór hver á sinn bás. Ekki var okkar dagsverki lokið í þetta sinn fyr en um tveim stundum eftir miðnætti, og flýtti maður sjer þá að koma sjer í rúmið því að dá- lítið var maður þreyttur orðinn af göngu og amstri langa dagleið — og var maður fljótur að dctta í svcfn- inn“. v Sigurður finnur fentan mann. ,,Komst þú aldrei í lífshás'ka á vetr- arferðunum austur yfir fjall?“ spyr jeg- ,.Ó-nei. Ekki held jeg að það hafi verið, þó að maður kæmist oft í hann krappan. En jeg var ungur þá og þetta átti við mig. En úr þvi að þú. minnist á lífsháska minnist jeg þess, að einu sinni bjargaði jeg manni úr lífsháska, þegar jeg var á austurleið að vetrarlagi“. „Fróðlegt væri að heyra um það?“ segi jeg. „O-nei. Það er svo sem ekkert fróð- legt. Jæja — og — þó! Það var hrein- asta tilviljun. Þá var jeg- ekki með póst, heldur var jeg í mjólkurflutningum á milli póstlferða austur á fjall haustið og veturinn 1917. Þeir mættu mjer, karl- arnir með mjólkina, á Kolviðarhóli, — eða austur á fjallinu. í þetta sinn var jeg að fara austur með brúsa á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.