Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1936, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1936, Page 7
LESBÓK MORGUNBLADSINS 375 Fjaörafok. Enski leikritahöfundurinn Oharles Hawtrey var í sí- feldum skuldakröggum og frið- laus fyrir innheimtumönnum. Bn oftast tókst honum að losna við þá með góðu móti, vegna þess livað hann var alúðlegur við þá. Einu sinni kom stefnnvottur heim til hans að hirta honum stefnu. Hawtrey tók vingjarnlega á móti honum og' bauð honum góð an vindil. — Eigið þjer nokkuð viðbund- ið í kvöld? spurði hann. — Xei, svaraði stefnuvottur undrandi. — Hafið þjer sjeð nýjasta leik- inn minn? — Nei. — Þjer megið til að sjá hann. •Jeg heimta það að þjer farið að sjá hann. Jeg skal láta yður fá aðgöngumiða. Hann hvarf sem snöggvast inn í nœsta herbergi, en ltom að vörmu spori aftur og rjett.i stefnu- vottinum umslag. — Hjerna, góði vinur, eru tveir aðgöngumiðar að •'leikhúsinu í kvöld, sagði hann. Stefnuvotturinn kvaddi með kærum þökkum fyrir sig. Þegar hann kom út á götu, opnaði hann umslagið, og — í því var stefnan. * Indverskur auðkýfingur hefir um mörg ár þjáðst af svefn- leysi. Hann hefir nú látið það boð út ganga, að hann skuli borga stórfje hverjltm þeim, sem geti bætt úr þessu. Enskt blað skaut tækifærinu til lesenda sinna. Bár- ust því ótal ráðleggingar. Þessi var ein þeirra: — Ef þjer getið ekki sofið, skuluð þjer að kvöldi taka tvö kerti og stýfa þau svo, að á öðri. logi í klukkustund, en á hinu • tvær klukkustundir. Setjið þau á málmplötu og tveggja Sterlings- punda seðil undir annað, en fimm punda seðil undir hitt. Kveikið svo á kertunum og farið að hátta. Ilafið það svo hugfast, að báðir geðlarnir munu brenna, ef þjor sofnið. Og brátt munuð þjer verða svo syfjaður, að þjer slökkvið bæði ljósin og steinsofnið. * Eftir því, sem enskt blað seg- ir, er farið vel með kjöltu- rakka í Bandaríkjunum. Pyrir þá eru sjerstök baðhús, snyrti- stofur og — tannlækningastofur. Hundabað, naglahreiusun oy eyrnahreinsun kostar 4 dollara, en tannburstun kostar 3 dollará. Astæðan til þess, hvað hún er til- tölulega dýr, er sú, að það þarf þrjá menn til þess að fram- kvæma hana á rjettan hátt: einn, sem heldur -hiindinum, annan sem kjassar hann á meðan og hinn þriðja, sem burstar tennurn- ar. — í New' York eru mörg sjúkrahús fyrir hunda, og eru þar öll þægindi og nýjustu tæki eins og í öðrum fullkomnustu sjúkrahúsum, meðal annars rönt- gen-deildir. í stærsta hunda- sjúkrahúsinu er rúm fyrir 250 sjúklinga. Ævintyrabækur aftur leyfðar í Rússlandi. Þegar bolsivikar tóku völdin í Rússlandi var það ein af ráðstöf- unum þeirra að banna útgáfu æv- intýra. Nú hefir þetta bann verið upphafið og er nú geíið út mik- ið af barnabókum, ævintýr og þjóðsögur. Stjórnin varð að láta undan, því að þjóðin gat alls ekki skilið, hver hætta stafaði af ævin- týrunum. í nýju ■ „barnahúsi“ í Moskva hafa veggirnir verið ski’eyttir með myndum lir þjóð- sögum og ævintýrum. Eru þær af dísum, kvöldriðum, trölJum og öðr um kynjaverum. — Jeg verð að játa það, að tekjur mínar eru ekki eins mikl- ar og ást mín á dóttur þinni, sagði tengdasonur við tengdaföð- ur. — Vertu rólegur, það jafnast með tímanum. — f dag stóð jeg mig vel. — í hverju komstu upp? — Jeg var alls ekki tekinn upp. — Saltnarðu ekki þeirra daga þegar þú varst ógiftur? — Ójú, en þegar jeg hugsa um heimilisfrið og ánægju, þá kæri jeg mig ekkert um að vera ógift- ur. — » — Ha, með 90 kílómetra ferð upp snarbratta brekku ! Hefirðu fengið nýjan hreyfil ? — Nei, aðeins nýjan liraðamæli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.