Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1936, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1936, Page 3
LESBÓK MORGbNBLA±)SINS 371 Þeir, sem konia þangað, muim seint gleyma hinu guðdómlega iit- sýni, sem þar blasir við, og hinu lireina, tæra og svala lofti. Nú voru ský komin framan með jökl- inum að v stanverðu, en fóru svo lágt, að vjer sáum yfir þau vest- ur allau Skeiðarársand. Er öll strandlengjan yfir að líta sem einn ás, og óteljandi eru þær ár. sem þar eiga upptök sín, og renna til sjávar og eru tilsýndar eins og kniplingaskart á dökkum grunni. Fram á miðjan sandinn fellur hinn mikli og víðfeðmi Skeiðarár- jökull. Er hann dökknr ásýndum að framan og ná drög hans langt upp í Vatnajökul. Lengst í vestri sáum vjer hylla undir Mýrdals- jökul, glóbjartan í sólskininu. Lómagnúpur var að sjá sem lítill höfði, sem skagaði fram á sand inn. Norður af honum er fjalls- álma, sem smáhækkar upp í Vatnajökul. Sá voldugi jökul- skalli var nú sveipaður þoku og sást lítt til hans í norður og aust- ur. Þó sáum vjer Mávabvgðir og upp af þeim í rætur Esjufjalla, en að ofan voru þau hulin skýj- um. Hin miklu og stóru upptök Breiðamerkurjökuls sáust greini- lega, og ná þau upp í rætur Esju- fjalla. En meðfram strandlengj- unni í austur sást alla leið aust- ur í Hornafjörð. í vestur af hin- um einkennilega Rótafellshnúki sást Tngólfshöfði, og var sera um- flotinn sæ. Norður af Hvannadalshnúki er fjallaklasi mikill, sem nefnist Hrútfjallstindar, og er sá hæsti 1875 metrar. Austur af þeim er Jökulbunga og hallar lienni nið- ur að Vatnajökli. Á milli Hrút- fjallstinda og Hvannadalshnúks er hjer um bil skeifulaga dæld í jökulinn, og fellur Svínafellsjök- ull þar niður og er ákaflega bratt- ur og sprunginn. Á heimleið. JER vorum góða stund uppi á Hvannadalshnúki, en á meðan vjer dvöldumst þar fór veður heldur að kólna; kom vind- ur á austan og ský voru að mynd- ast fvrir neðan Hrútfjallstinda. Og öðru hvoru kom þokuslæðingur á oss, og byrgði útsýn með köflum. Nú fórum vjer sömu leið til haka og gekk vel niður hnúkinn. Þegar niður var komið runnum vjer í sporaslóð vora fraín á jök- ulbrún — og gengum þar inn í þokuna í 1400—1800 metra hæð. Til Sandfells komum vjer kl. 8 um kvöldið og höfðum þá gengið í 10 klukkustundir. * Það eru tiltölulega fáir. sem ferðast austur í Öræfi, og er það ef til vill af því, að sveitin er af- skekt og töluverðum erfiðleikum bundið að komast þangað. Á leið- inni er Skeiðarársandur, og yfir tvö stór vötn að fara. Núpsvötn að vestan og Skeiðará að austan; sjerstaklega er Skeiðará mikill farartálmL Þannig var það í sum- ar. að áin var alveg ófær og urð- um við því að fara vfir jökul- sporðinn, fvrir ofan upptök árinnar. Er það auðvelt fyrir gangandi meim, en að íara með liesta á jökulinn- getur verið hættulegt. í Öræfum er fallegt og stór- fenglegt landslag; undnfjöll Ör- æfajökuls eru há og víðáttumikil, eu skriðjöklarnir falla niður í livern dal og gilskoru, eu bæirnir standa undir grösugum fjallshlíð- um. Á Hvannadalshnúk var fyrst gengið árið 1813. og . var það Frisak landmælingamaður, sem það gerði. Næstur honum gekk á hnúkinn Englendingurinn F. W. Howell árið 1891, og síðar hafa ýmsir komið þangað. Ganga á lnmkinn getur verið erfið, að minsta kosti Ijet Frisak illa yfir ferðinni. En þrír eða fjórir menn geta sigrað erfiðleikana, ef þeir hafa góðan úthúnað. Rikisskip Kanada. Enskt blað skýrir frá því, að . The Caoac.ia .i Ooverr.ment Merchant Marine“ sje nú húið a? vera. Áður voru í þessum flota 57 skip, en nú hefir ríkið losað sig við þau öll. Hið seinasta var selt ,,The Montreal-Australia New Zealand línunni“. Þar með er lok- ið Jieirri dýrustu tilraun, sem Kanada hefir gert um ríkisrekst- ur. Er talið, að ríkið hafi tapað á lienni um 100 miljónum doll- ara. Blaðið segir, að stjórnin hafi nú gert hið eina rjetta í þessu máli, losað sig við skipin, afskrif- að tapið og látið einkafyrirtækj- um eftir að annast allar siglingar. ekki kann hann að verpa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.