Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1936, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1936, Qupperneq 6
374 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sparnaðardagur. Myndir þessar eru af minnis- merki Dana um 400 ára afmæli siðbótarinnar. Tvídálkaða mynd- in er af rismynd á fótstalla minn- ismerkisins. Er hún af því, er Kristján konungur þriðji tók við samþykki „stjettanna“ um að sið- bótin skyldi lögleidd. Sá atburð- ur gerðist á Gammeltorv í Kaup- mannahöfn 30. október 1536. Minnisvarðinn er eftir teikningu þeirra H. Lönborg-Jensen bygg- ingameistara og Max Andersen myndhöggvara, en rismyndin er gerð af hinum síðar nefnda. lheims sparnaðardagur — „World Thrift Day“ — var haldiun í tólfta sinn hinn 31. október, í ýinsum löndum. Akvörð un um það að helga sparnaðar- hugmyndinni einn dag á ári, var tekin á fyrstu alþjóðlegu sparn- aðarráðstefiiunni í Milano 1924. Og ár eftir ár hefir farið vaxandi áhugi fyrir þessu meðal alþýðu í mörgum löndum, og ýmsar stofn- anir hafa lagt hugmyndinni lið- sinni sitt. Síðan sparnaðardagurinn var ákveðinn, hefir hann ár eftir ár verið haldinn hátíðlegur í 28 ríkj- um: Ástralíu, Argentínu, Austur- ríki, Belgíu, Búlgaríu, Chile, Danmörk, Finnlandi, Frakklandi, Hollandi,, Italíu, Indlandi, Ir- landi, Japan, Jugoslafíu, Luxem- burg, Noregi, Póllandi, Portugal, Rúmeníu, Sviss, Spáni, Stóra- Bretlandi, Svíþjóð, Tasmaníu, Tjekkoslovakíu, Ungverjalandi og Þýskalandi. Sparifjárbankarn- ir í Sovjet-ríkjunum hafa einnig hylt daginn. Á hverju ári gera bankar og blöð í þessum löndum alt sem unt er til þess að auka áhuga manna á því að spara. Og mönnum er ekki aðeins prjedikað að nauðsvn- legt sje að safna til vondu áranna, heldur sje það skvlda hvers og eins gagnvart sjálfum sjer og þjóðfjelaginu að halda vel á sínu. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá, að fræða fólkið um viðskifta- mál og fjármál frá sjónarmiði sparseminnar. Og sjerstaklega er lagt kapp á að brýna það fyrir æskulýðnum að gæta þess, að út- gjöld fari ekki fram úr tekjum, og nota hverja stund til þess að vinna sjer ei'tthvað inn. * rönsk alþýða er orðlögð fyrir það, hvað sparnaðarandi er ríkur meðai hennar. Hún telur það blátt áfram skyldu sína að spara fyrir sjálfa sig, afkomend- ur sína, þjóðfjelagið og föður- landið. Sparnaður og umhyggja fyrir framtíðinni hafa orðið . að siðferðislegum skyldum meðal franskrar alþýðu, því að enginn þykist sjálfstæður nema hann hafi nóg fyrir sig að leggja og þurfi ekki að kvíða framtíðinni. „Hús- ið mitt er lítið, en jeg á það sjálf- ur“, er franskur málsháttur, sem sýnir bæði hvernig franska al- þýðan kann að sníða sjer stakk eftir vexti, og hvað hún er. frá- bitin því að stofna til skulda. Og til þess að ná þessu takmarki veit hún að besta ráðið er að lifa spar- lega, og að það er líka lieilsusam- legt. Og sparnaðurinn leiðir af sjer reglusemi á heimilunum. „Vinna og sparnaður" var kjörorðið á alþjóða sparnaðardeg- inum í París í maí 1935. Og í merki stærsta sparifjárbankans í Frakklandi, Lyon-banka, standa þessi orð: „Ef einhver segir við þig, að þú getir orðið ríkur af öðru en starfi og sparsemi, þá triíðu honum ekki, því að hann vill svíkja þig“. —-—<-;«>>---------- — Hvernig stendur á því, að þú vinnur altaf í spilum? Það hlýtur að þurfa sjerstakar gáfur til þess. — Nei, ekkert annað en spila við tvo sjer vitlausari.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.