Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1936, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1936, Side 2
370 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Vjer vorum eigi nema tvær stTindir að ganga yfir Sandfells- heiði upp á jökulbrún. Þar stað næmdumst vjer og athuguðum út- sýnið. Blasir þar við stór og mik- il snjóbreiða og er um 1850 metra vfir sjávarflöt. Norðvestan við snæbreiðuna rís Hvannadalshnúk- ur, 2119 metra, og austur af þar eru ýmsir hnúkar, sem skaga upp úr jöklinum, og að sunnan eru Knappar. Jökulbreiðu þessari hallar lítið eitt til vesturs. Er hún ógurlega stór eldgígur, sem er fullur af snjó. 1 seinasta gosi Öræfajökuls 1727 kom eldur upp úr gíg þess- um, og kom þá hlaup mikið í skriðjöklana, sem falla vestur um jökulinn, svo sem Falljökul og Kotárjökul. Var Sandfell um tíma alveg einangrað vegna ís- hranna, sem urðu eftir í hlaupinu á aurunum. Hvannadalshnúkur. AR sem vjer komum upp á jökulröndina var 2 kíló- metra leið að Hvannadalshnúk. Á því svæði var jökullinn afskap- lega sprunginn og sundur tætt- ur, og svo breiðar voru jökul- sprungurnar, að ógerningur var að reyna að komast yfir þær sumar. Á samskeytunum, þar sem jiær náðu saman, liuldi Jiær sljett- ur snjór. Var Jiví ekki gott að vita, hvort þær lokuðust þar al- gerlega, eða voru aðeins opnar. Hvannadalshnúkur er snjólaus að austan og eru þar snarbrattir hamrar, sem snjó festir ekki á. Neðan við hamrana var snjór mjög dökkur af steinarusli, seiu hrunið hefir úr hömrunum. Hnúknum hallar til vesturs; er hann mjög sprunginn og sundur tættur að sunnau verðu, þar sem vjer komum að honum. Vjer gengum nú áfram og ætl uðum að komast fyrir sprung- urnar í jöklinum, en þegar minst vonum varði hröpuðum vjer í þær, enda þótt alt sýndist sljett og hættulaust. Geig rænlegust var sprunga sú, sem varð á leið vorri, er vjer áttum aðeins einn kíló- metra ófarinn að hnúknum. Sá, sem fyrstur gekk, hrapaði niður um heilt. Snjórinn gleypti hann, og hrundu stórskaflar með honum niður í sprunguna. En kaðallinn dugði, og vjer náðum manninum upp úr sprungunni aftur, og hafði hann ekki biðið lífs nje lima tjón, þótt illa liti út um hríð. Þessi sprunga var tveggja metra breið og sá alls ekki til botns í henni. Lóðrjettir jökul- veggirnir urðu dökkgrænir og dinnnbláir, er neðar dró, en snjó- lög jökulsins skiftust fagurlega eins langt og vjer gátuin sjeð niður. Vjer heldum áfram þangað til tók að hækka undir fæti, og vor- um nú komnir að Hvannadals- hnúk. Sáum vjer nú, að hann var allur karsprunginn, og var ein- kennilegt að horfa á jökulhamr- ana og snjólögin í þeim. Þau voru líkust baSaltlögum í háfjalli. í sárið var jökullinn grænn að sjá. Vjer sáum þegar, að ekki var nema um eina leið að ræða til þess að komast upp á hnúkinn. Það var að sunnanverðu, og þar urð- um vjer að ganga yfir snjóbrú, sem lá yfir sprungu á einum stað. Snjór var mi orðinn svo gljúp- ur af sólbráð, að vjer sukkum upp í hnje. Var því all erfitt að ganga. 1 brattanum var nú not- að jafnt hendur og fætur til þess að komast áfram, og broddstafur- inn óspart notaður til þess að greiða veginn. Snjór var þarna þykkur, og sprungur alt um kring, bæði djúpar og breiðar. Eftir skamma stund komumst vjer þó alla leið upp á Hvanna- dalshnúk og gengum síðan aust- ur eftir honum. Austast er snjó- strýta, sem stendur á hömrunum. Vjer gengum upp á hana, og vor um þar með komnir upp á hæsta tind hnúksins. Útsýn yfir Morsárdal. Til hægri Kristínartindar. Dökki bletturinn í rananum, sem skagar lengst fram til vinstri, er Bæjarstaðaskógur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.