Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1936, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1936, Síða 5
LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN8 378 Marconi. ir því, livað hægt er að gera á þessu sviði? „Micro“-bylgjurnar eru talsvert frábrugðuar hinum fyrri bylgj- um, sem Marconi hefir notað. Þær fara í gegn um holt og hæðir og hvað sem fyrir verður á 100 km. vegarlengd, og ná bráðum lengra. Maður gæti t. d. setið í „rólegheitum“ heima hjá sjer í Reykjavík og talað við kunningja sinn norður í Húnavatnssýslu eða austur í Rangárvallasýslu, eins og ekkert sje, án þess að þurfa að biðja um samband. Og svo er sá rnikli kostur, að með þeim smá- ta*kjum, sem til þessa þurfa, er hægt að iitiloka alla aðra á þess- ari leið. Enginn getnr heyrt eitt einasta orð, nema sá, sem maður vill taia við. Lofttruflanir eru líka útilokaðar á einfaldan liátt. Við getum rabbað sanian í næði, þótt 100 kílómetrar sje á milli, alveg eins og við sitjum saman hvor á móti öðrum! Og' merkilegt# er það, að langbylgjur útvarps ogk loftskevtastöðva, sem alls staðar, fara uin himingeiminn, geta ekki trúflað samtal okkar! Margir munu nú halda, að þess- ar talstöðvar og viðtökustöðvar sje mjög dýrar. En svo er ekki. Þær eru ótrúlega ódýrar! Þegar ,,Micro-Radio“ er kom- ið, hefir hver maður sendistöð og i'. 'diustöð sjálfur. Og takist það íið no‘.:i l.i-ar „stuttu stuttbylgj- ur“ til þess að talast. við um lengri vegarlengd en nú er — og það tekst — þá er líklegt að vjer getum hent símanum og öllu hans í ruslakistuna, eins og hverju öðru brotnu barnagulli. EN livað þýðir það að finna upp betri og betri, hagkvæm ari og furðulegri stuttbylgjur, ef engin áhöld eru til þess að nota þær? Það er að segja áhöld, sem eru þeim samsvaraudi, svo lítil, að menn geti borið þau í vasa sín- uin. Þar um er því að svara, að þessi áhöld munu koma vou bráðar. I Þýskalandi eru nú t. d. til við- tæki fjarmynda, og eru þau svo lítil, að liafa má í tveimur litlum handtöskum. Og sá, sem á þau, getur sest niður á víðavangi og horft á myndaútvarp, ef honum sýnist svo. Þetta er hið nýjasta á sviði útvarps og útvarpstækja í Þýskalandi. En von er á fleiru. Electra, skip Marconi. PESS má hjer geta, að í engu landi í heimi eru gerðar jafn margar uppgötvanir • eins og í Þýskalandi. að tiltölu við fólks- fjölda. Að vísu standa Bandarík- in fremst um fjölda uppgötvana, því að árið 1935 var þar sótt um einkaleyfi fvrir hvorki fleiri nje færri en 72000 nýjar uppgötvan- ir. Sama ár var sótt um einka- leyfi á 60.000 nýjum uppgötvun- um í Þýskalandi, og þegar tekið er tillit til þess, hvað þýska þjóð- in er fámennari en sú aineríska, þá er þessi tala hlutfallslega hærri. Sama ár var beðið um 42.000 einkaleyfi á nýjum upp- götvunum í Englandi. Næst komu Erakkland og Italía, en þar var ^talan stórum mun lægri. NÚUM uú aftur að stutt- bylgjunum, og hverjar verða afleiðingarnar af því. er ]iær verða teknar í notkun. Þær eru nú fyrst og fremst, að þá hefir hver maður í fórum sínuin sína eigin sendistöð og viðtökustöð, eins og áður er sagt. Hann er ekki lengur upp á „loftskeytastöðvar“ kominn. Hann er sjálfur með sína eigin loftskeyta-talstöð í vasan- um, og með hjálp „Micro“-bylgj- anna getur hann talað út um all- an heim. Nýjustu sendivjelarnar hafa aðeins 0.2 watt styrkleika, en þó er hægt að ná sambandi með þeim yfir 6 kílóinetra fjar- lægð, og verður brátt ineira. Nú er verið að gera tilraunir með enn minni „sendara“, sem er enn einfaldari heldur en menn hafa nokkurn tíma þekt áður, eða lát- ið sjer detta í hug að liægt væri að smíða. 1 honum eru aðeins þriggja þumlunga spólur, og loft- netið er tveir tíu þumlunga lang- ir stafir. Straumhleðslan er 0.2 watt, og nægir þá sem kraftgjafi 9 volta rafgeymir, sem er minni heldur eu í vasaljósi. Bridge. S: D 10, 3. H: K, 9,8, 7, 4. T: enginn. L: ekkert B S: K, 5. „ . H:ekkert. b U T: G, 10,8. || L: G, 9,7. S: Ás, 9. H: D. T: K, D, 6. L: D, 10. Grand. A slær út. A og B eiga að fá 7 slagi. -------—-— S: G, 2. H: 10, 5. T: 6,5, 3. L: 8.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.