Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1936, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1936, Side 1
J5Stflorg*tini>laí>0MT0 47. tölublað. Suimudag-inn 22. nóvember 1936. XI. árangur. I»*/oM*rpr*€itsiniðJ* h.f Ó Örœfajökli Eftir Ingólf ísólfsson. / sumar gengu tueir ungir og röskir Reykvlkingar á Hvarina- dalshnúk á Örcefajökli. Voru þaö þeir verslunarmennirnir Ingólfur Isólfsson og Óskar Þórðarson. Fengu þeir til fylgdar við sig Odd Magnússon bónda á Skaftafelli. f þessari grein er sagt frá ferðalaginu, og tekur höfundur hennar þetta fram í athugasemd: *Þetta er aðeins lltið hrafl af ferða- sögu vorri. Vona jeg að það geti orðið leiöarvisir fyrir þá, sem vilja ganga á Hvannadalshnúk framvegis. En það er óllkt og gönguför um borgargötur. Þjer sem cetlið að fara þangað, verðið að búa yður vel út — og umfram alt: hafiö með yður kaðla og broddstafi: Farið varlega. Jökullinn er ekki lamb að leika sjer við fyrir ókunnuga. En vart mun ómak og hœttur betur borgað en þar«. Á Hvannadalshnöki. Jökulferðin hefst. [ÐVIKUDAGINN 15. júlí lögðum vjer á stað kl. 7 að morgni frá Skaftafelli. Fórum vjer þaðan á hestum að Sandfelli. Veður var dásamlegt, bjart í vestri, en þokukúfur á efstu tind- um Öræfajökuls. Vjer fórum yfir Skaftafellsá og var hún vatns- mikil; hfún kemnr úr vestanverð- um Skaftafellsjökli og rennur í Skeiðará litlu neðar. Skriðjöklarnir Skaftafellsjökull og SvínafellsjÖkull mætast niðri á láglendinu, og er Hafrafell í milli þeirra. Er mikil aurhrönn á takmörkunum, þar sem þeir mæt- ast, og er það eðlilegt, því að báð ir bera fram geisimikið grjótrusl og stórgrýti ofan úr fjöllunum. Er Svínafeilsjökull öilu rifnari að framan heldur en Skaftafellsjiik- ull, sem er mjög flatur að fram- an. Fjallálman upp af Hafrafelli heitir einu nafni Hrútfellstindar. Bru það brött og formfögur fjöll. Vjer fórum yfir margar jökulsár á leiðinni og voru þær vatnslitl- ar, en straumharðar og grýttar í botni, sVo sem Virkisárnar og Falljökulskvísl. EFTIR rösklega tveggja stunda ferð komum vjer að Sandfelli. Sjest þaðan rönd Fall- jökuls ágætlega, og er hún ólirein og sandorpin. Töluverður jökul- ruðningur er þar fyrir framan. Austur af Svínafellsheiði er Hvannadalur, og upp af honum gengur skörðótt egg upp á Ör- æfajökul, og er Hvannadalstind- ur hæsti hnúkuriun upp af egg- inni. Á Sandfellsheiði. RÁ Sandfelli lögðum vjer á stað gangandi upp á Sand- fellsheiði. Er hún brött fyrst, en síðan koma aflíðandi melöldur upp í 1300 metra hæð. Falla skrið- jöklar beggja megin við heiðina. en þegar upp á hana sjálfa er komið, er þar gjall og vikur. Eft- ir tveggja stunda göngu komum vjer að jökulröndinni, og voru þá ský farin að hverfa af jökl- inum að ofan, en smáský voru að myndast í dalkvosum fyrir neðan. Vjer heldum þegar upp á jÖk- ulinn. Fyrst var hann fremur góður yfirferðar, en þegar ofar dró fóru að koma jökulsprungur, Þá bundum vjer oss saman með kaðli og kræktum svo fyrir sprungurnar á meðan það vanst, en brátt fóru þær að hverfa í snjó. Reyndum vjer þá fyrir oss með heljarmiklum broddstaf, seni vjer höfðum meðferðis. Var lianu hið mesta þing og eins kaðallinu, því að nú hröpuðum vjer niður í gegn um huldur á jokulsprung- Unum hvað af hverju, niður í ægi- legar, gínandi og botnlausar gjár, en þar hjálpaði kaðallinn oss alt af.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.