Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1936, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1936, Page 4
372 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þú talar i lið mio ð 57 sentimetrð stuttbylgju. Nýasfa nýtt á sviði „sfystu stuttbylgfanna". OFT kemur það fyrir, að sama uppgötvunin er gerð á tveimur stöðjnn í heiminum samtímis, áu þess að hugvits- mennirnir hafi hugmynd um til- raunir hvor annars. Algengara er þó liitt, að einn hugvitsmaður tek- ur við af öðrum og endurbætir uppgötvanir hins, og þannig gengur það koll af kolli. Þetta má að vissu leyti kalla samvinnu hugvitsrfianna, en þá hlýtur eng- inn einn frægðina fyrir uppgötv- unina. Svo er það t. d. um loft: skeytin, hinar ósýnilegu bylgjur, sem sendar eru með leifturhraða hringinn í kringum haöttinn, en hægt er að handsama á flugferð sinni hvar sem er. Um þær upp- götvanir, sem standa fremst á þessu sviði uú á tímum, skara þrjár þjóðir fram úr öllum: Þjóð- verjar, ítalir og Bandaríkja- menn. X'erður ekki enn sjeð, hver þjóðin ber þar aðalfrægðina af hólmi um mestu töfrauppgötvan- irnar, en á seinustu árum hafa verið gerðar svo stórmerkilegar uppgötvanir á þessu sviði, að menn eru jafnvel farnir að spá því, að innan skamms verði simar úreltir, og eins hinar stóru loft- skevtastöðvar. Hver maður nuni bera sína eigin talstöð í vasa sín- um, og geti talað við hvaða sem hanu vill, á hvaða tíma sem er, og hvar sem hann er í lieim- inum. Þetta kann nú sumum að finn- ast draumórakent. En þegar menn taka tillit til þess, sem gerst hefir um uppgötvanir í heiminum seinasta mannsaldurinn, þá er ekki loku fyrir það skotið, að þetta geti ræst.Það er eíns og hug- arflug mannsins nái ekki lengra en til |>ess, sem framkvæmanlegt er, hversu miklar fjarstæður sem það kunna að virðast í upphafi. Það er ekki svo ýkja langt síð- an að menn trúðu því ekki, að hægt væri að tala saman yfir óra- vegu, menn gæti sjeð í gegn um holt og hæðir. eða jafnvel flog- ið. Og þó eru þetta nú alt dag- legar staðreyndir. UM uppgötvanir á sviði loft- skeytanna hafa Italir frain að þessu staðið allra þjóða fremst, og þó einkum einn mað- ur. Marconi. Það er kunnugt. að nú um mörg ár hefir hann helg- að alt starf sitt rannsóknum á liinum svonefndu stuttbylgjum. Hann á hina fullkomnustu til- raunastöð um þetta, sem til er í heimi. Hún er í skipinu „Eleetra'', sem Marconi siglir á fram og aft- ur um Miðjarðarhafið og jafnvel úthöf, við rannsóknir sínar, því að betra er að gera þær á sjó en landi. Enginn óviðkomandi fær nokkuru sinni að koma um borð í „Electra", svo að enginn fái neina hugmynd um rannsóknirn- ar, nje sje að hnýsast í þær vjel- ar og töfraáhöld, sem þar eru. MEÐ rannsóknum sínum hef- ir Marconi fundið nýja bylgjulengd, sem kölluð er ,,Micro-bylgja“, og þar með saun að, að það eru engin takmörk fyrir því, hvað rafmagns stutt- bylgjur geta verið stystar. Fyrir skömniu kom hann á stuttbylgju- sambandi milli Castelgandolfo, sumarbústaðar páfa, og Vatikan- ríkisins, og enn síðar hefir hann komið á talsambandi um 250 km. veg með aðeins 57 centimetra stuttbylgju. Þessar tilraunir hafa borið betri árangur heldur en nokkurn gat órað fyrir. PEGAR nú svo langt er kom- ið, þá verður manni á að spyrja: Eru nokkur takmörk fyr Fjarsýnisútvarpið í Þýskalandi. Nú er farið að senda þar lif- andi myndir í loftinu um 20 km. leið. Á myndinni hjer að ofan sjest leikandinn Otto Gebúhr, sem Friðrik mikli. Ljek hann hlut- verkið í fjarsýnisút- varpið í Witzleben. Á neðri myndinni sjest hvernig það kemur út í móttökustöð í Pots dam

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.