Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1936, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1936, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 í San Francisco er fjöldi Kínverja. Hjer á inyndinni sjást tvær ungar kínverskar stúlkur þar og eru þær að kaupa blöð af kínverskum blaðadreng. Filipseyjar bafa nú nýlega fengið sjálfstæði. Aðal atvinnuvegur íbúanna er hrísgrjónarækt. Hjer á myndinni sjest kona, sem er að planta hrís. Vatni hefir ve'rið veitt á akurinn áður og stend- ur konan í hnjedjúpu vatni, meðan hún er að sá. Stríðsfrjettir stórblaðanna. Fæsta blaðalesendur mun gruna hve mikið fje það kostar að ná í frjettir, t. d. frá stríðinu í Abyssiniu. En nú hafa nokkur ensk blöð skýrt frá því hvað þetta kostar og það er ekkert smáræði. Frjettastofa Reuters segist hafa eytt 250,000 króna í frjettir frá Abyssiniu síðan 1. október og þessar frjettir hefir hún ^vo selt blöðunum. Dagblaðið „Daily Sketch“, sem leggur aðaláhersluna á mynda- flutning, hefir leigt flugvjel handa 2 myndtökumönnum sínum þar syðra. Leigan er 12,000 kr. á mán- uði. Auk þess er 110,000 kr. líf- trygging fyrir hvorn manninn. Og svo eru laun þeirra, (um 3800 krónur handa hvorum. Blaðið News Chronicle skýrir svo frá útgjöldum sínum: Kostn- aður við að senda frjettaritara til Abyssiniu 1000 kr. Fæðispen- ingar hans og húsaleiga 1800 kr. á mánuði. Sjerstakar frjettir frá Róm og Genf 3000 kr. á mán- uði. Skeytagjöld til Reuters 5600 krónur á mánuði. Alls er .kostnað- ur blaðsins við frjettir frá Abyss- iniu nær 1000 krónur á dag. 5mcelki. — Nei, sjáðu, nágrannahjón- in eru komin heim úr sumar- fríinu. * Hann uppgötvaði það einu sinni að kona hans stakk and- litinu hvað eftir annað niður í vaskafatið, þegar hún var að þvo sjer. — Hvað ertu að gera? spurði hann. — Jeg er að æfa mig í því að hafa augun opin í vatni, svo að jeg geti gert það þegar jeg fer að synda í sumar. — Alveg er afbrýðissemi þín takmarkalaus, varð honum að orði. #

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.