Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1936, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1936, Blaðsíða 6
u LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS Ríkiserfingi Belga. Á hverjum degi þegar Baudoin, hinn litli ríkiserfingi Belga kemur úr skói- anum, safnast fjöldi barna fyrir utan skólann til þess að fá að sjá hann. fram í þrem myndum, sem kon- ungur, námumaður og betlari, og í öllum þessum gerfum var Bjarni ágætur. Og það skyldu fáir ætla, að betlaragarmurinn, loðinn og skjálfraddaður væri sami maður- inn og hinn mikilúðlegi og tign- arlegi bergkonungur, með hreim- mikla róminn og valdsmannsbrag- inn, og allra síst að þetta væri hann Bjarni“. Bjami Bjömsson kom aftur heim 1930. Tók hann upp eftir- hermu- og gamanvísnakvöld sín, og sýndi það sig að vinsældir hans höfðu stórum aukist. Má fullyrða að hjer sje enginn leik- ari, sem geti sópað að sjer fólkinu kvöld eftir kvöld, á við Bjarna. Hefir hann leikið nokkrum sinnum með Leikfjelaginu síðan, eitt aðalhlutverk, Teddie Deakin í „Draugalestinni“ og leýsti það mætavel af hendi, en annars flest smáhlutverk, og má segja að þá sæki í sama farið og áður til tjóns fyrir Leikfjelagið og leið- inda fyrir bæjarbúa, sem vilja sjá Bjarna Bjömsson á leiksvið- inu.' L. S. Klókindi Hstors. Um Jakob Astor, sem lagði grundvöllinn að auðæfum ættar- innar, er sögð þessi saga. Vinur ,hans kom einu sinni til hans og kvartaði um heimilislíf sitt. — Jeg get ekki fengið konu mína til þess að þjóna mjer, sagði hann. Hún hugsar ekkert um að halda við fötum mínum og nærfatnaði; það vantar tölur í þau og líningarnar eru trosnaðar. Það er sama hvemig jeg bið hana og grátbæni; ekkert hjálpar. — Já, úr því þú grátbænir, sagði ,Astor. — /Ekki batnar ef jeg byrsti mig, þá er nú heimilisfriðurinn úti. — Þú .ættir að fara að eins og jeg, sagði Astor. Ef það þarf að gera við skyrtu mína, sting jeg henni í handarkrikann, fer inn til konu minnar og spyr hana hvar druslupokinn sje. — Hvað ætlar þú að gera með hann? segir hún. — Jeg er hjerna með slitna skyrtu, sem jeg ætla að fleygja. Hún er ekki til annars. — Jæja, segir lrán, þú vilt öllu fleygja. Lofaðu mjer fyrst að sjá hana. En jeg rígheld skyrtunni í handarkrikanum og mótmæli. Jeg segi að hún sje ónýt. Jeg ilji ekki nota hana lengur. — Jeg heimta það, Jakob, að þú látir mjer eftir að dtema um það. Jeg veit hvað þú ert hugs- unarlaus, segir konan þá. Og .hún rífur skyrtuna af mjer, rekur hana sundur og segir sigri hrósandi: — Datt mjer ekki í hug! Þú ætíar að fleygja svona góðri skyrtu! Bíddu þangað til í kvöld. þá skal jeg.sýna þ.jer þá skyrtu, sem þú segir að sje ónýt. Hjer set jeg, auka í hana og þessa rifu sauma jeg saman, og þá er hún eins og ný. — Við sjáum nú til; ekki hefi jeg mikla trú á því, segi jeg að- eins. En á þennan hátt fæ je'g ætíð gert við fötin mín fljótt og vel.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.