Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1936, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1936, Blaðsíða 1
X 3TI o rð tt nM;tí>s íti s 2. tölublað. SuEnudaginu 12. janúar 1936. XI. árgangur, tikfuldwprtoUBlðJt h.f. FJ ALLVEGAFJ ELAGIÐ ÁGRIP AF^SOGU ÞESS. Bjarni Thorarensen skáld hafði.mikinn áhuga fyrir ypgabótum og hann kom á laggirnar merki- legum fjelagsskap hjer á landi, sem hjet Fjallvega- fjelagið- Hefir lítið verið um það ritað, nema á víð og dreif. Nú eru 100 ár síðan fjelag þetta leið undir lok, og hefi jeg tínt saman hið helsta, sem jeg hefi getað um það fundið. Heimildir þær, sem jeg hefi stuðst við, er að finna í formála að hinni nýju út- gáfu Fræðafjelagsins af Ljóðmælum Bjarna, Skírni, Sunnanpóstinum, Árbókum Esphólíns og Landfræðissögu Þorv. Thoroddsens. Árni Óla. Þegar Bjarni var sýslumaður í Árnessýslu fekk hann sýslubúa til þess að vinna að vegabótum m. a. leggja nýjan veg yfir ólafsskarð á Hellisbeiði. Einu sinni er yfir- rjettardómarar voru í samkvæmi hjá stiptamtmanni, bárust vega- bætur í tal, og eggjaði Bjarni til að láta Borgfirðinga og Árnes- inga ryðja Kaldadalsveg, en Magnús Stepbensen taldi á því öll tormerki. Tók Bjarni það þá til bragðs, mest af þrjósku, að kosta sjálfur ruðning á versta kaflanum, Skúlaskeiði. Kostnað- urinn varð ekki nema 26 rd., en þetta þótti merkileg nýbreytni og Bjarni hafði af þessu þann bagn- að, að tveir sýslumenn fyrir norð- an, Esphólín og Blöndal, þökk- uðu honum opinberlega þessa veg- arbót, fyrir hönd sýslubúa sinna, einmitt í Klausturpóstinum, sem Magnús Stephensen stýrði. Fjallvegafjelagið stofn- að. — Hinn 28. janúar 1831, á afmælis- degi konungs gáfu þeir Bjarni Thorarensen og Þorgrímur Tóm- asson á Bessastöðum út boðsbrjef um stofnun fjelags til þess að endurbæta fjallvegi hjer á landi. Tóku allir málsmetandi menn hjer um slóðir vel í það og var svo stofnfundur Fjallvegaf jelagsins haldinn 22. mars þá um veturinn og þar gerðar samþyktir fyrir fjelagið. I þeim segir svo um til- gang þess: Tilgangur fjelagsins. Hann er fyrst og fremst að ryðja þá fjallvegi, sem liggja landsfjórðunga milli, taka þá þeirra fyrst fyrir, sem mest er umferð um og einna helst fjölga vörðum á vetrarvegum, og byggja á þeiín sæluhús hvar þurfa þykir, og auðkenna vörður, sv» að af þeim megi þekkja áttir. Fjelagíð byrjar fyrst á að láta ryðja veginn yfir Sand svokallað- an til Norðurlands, og,á endurbót á vörðum og bygging á sælu- hvisum, ef þess gerist þörf, á Holtavörðuheiði. Síðan skal það láta endurbæta svokallaðan Ey- firðingaveg óg setja vörður á hann — sem og einnig gjöra það frekara við aðra þjóðvegu millum Norður- og Suðurlands, sem þess stýrandi nefnd þykir þörf að vera — og loksins sjá til að vörð- ur og sæluhús verði bygð á þeim vegi millum Múla- og Þingeyjar- sýslna, hvar póstur skal um fara á vetrardag. Alkunnugt er að landið fyrir norðan Skaftafellssýslu jökla mill- um Rangárvalla- og Múlasýslna er að mestu ókunnugt, en mikils tun- Bjarni Thorarensan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.