Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1936, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1936, Blaðsíða 2
LES6ÓK MORGUNBLAÖSINS 1Ó varðandi ef þar yfir fyndust veg- ir frá Suðurlandi til nefndra sýslna. Fjelagið vill því, að fyr- nefndum vegaruðningum aflokn- nm, ef .þess efni leyfa, láta leita uppi vegi yfir nefndan hluta lands vors. Eins og Bókmentafjelagið vill árlega kosta nokkru til landkorta yfir bygðir hjer á landi, ætlar þetta fjelag, þegar áðurnefndar vegabætur eru skjenar, kosta upp á að nefndir höfuðfjallvegir verði rjett settir á íslands kort, ef fje- lagsins efni þá leyfa það. Þegar þessu er aflokið, og al- þjóðarvegirnir millum landsfjórð- unga endurbættir, mun fjelagið hyggja að stjdtri fjallvegum sýslna á ruilli, sem og einnig veg- um í bygð .... Og þar eð fje- lagsins hjerbúandi limir ei geta haft þekkingu á þeim miður kunnu fjalla- og bygðarvegum í landsins öðrum ömtum, svo jafnvel óskum vjer að aukafjelög verði stofnuð í þessum ömtum----------- Landkönnunin. Eins og sjá má á þessu, sem sagt er um tilgang fjelagsins, ætl- aði það sjer að færast all mikið í fang, eigi aðeins vegabætur, vegavarðanir og sæluhúsbygging- ar, heldur einnig lan<jkönnun. En á þeim árum var það mjög erfitt íyrirtæki, því að menn voru afar tregir að fara upp um öræfi. Var það þá almenn trú, að fjöldi úti- legumanna heldi til á öræfunum og enginn bygðamaður kæmist lífs af, ef hann lenti í höndum þeirra. Kvað svo ramt að þessum útilegu- mannaótta, að útlendingar áttu ilt með að fá fylgdarmenn yfir Kaldadal. Og þá má nærri geta hvort menn hafi verið fúsir að koma í námunda við Ódáðahraun, því að þar átti að vera stórbygð útilegumanna. Þessi hjátrú styrkt- ist af því, hve illar voru heimtur mörg haustin. Var það kent úti- legumönnum. En orsökin til þeirra var sú, að hvorki norðlenskir nje sunnlenskir gangnamenn þorðu að hætta sjer upp á öræfin, og varð því margt fje |þar úti á hverjum vetri. En stjórnendur Fjallvegafje- lagsins trúðu ekki á þessar bá- byljur og tóku öruggir til starfa og fengu þegar á næsta sumri hina duglegustu og kjarkmestu menn til þess að vinna að vega- bótunum. Voru þeir sendir í tveim- ur hópum, annar norður á Holta- vörðuheiði, en hinn til að ryðja veginn frá Surtshelli yfir Sand. Fyrstu framkvæmdir. Hundrað(VÖrður voru hlaðnar á Holtavörðuheiði og var hleðslunni þannig hagað, að steinn, sem benti í norðurátt, var látinn skaga út úr hverri vörðu, (svo að menn gæti áttað sig á því. Áttu þessir stein- ar að snúa í hánorður en verka- menn voru ekki (vissari á áttum en svo, að steinarnir sneru allir til norðvesturs. Þótti það þó ekki koma að sök, úr því að allir sneru eins. I Fornahvammi var bygt sælu- hús ,úr grjóti og streng, hlaðið saman í topp, svo að ekkeTt árefti þurfti, „en með tveim körmum að innan og fyrir utan þá sitt gablað hvorumegin innanhúss við inngaungudymar, sem vera áttu á hlið hússins miðri, en dyrnar á gablöðum þessum inn í karmana með sama hætti upphvelfdar og sagt var fyrir um sjálft húsið“, eins og segir í auglýsingu frá fje- laginu 3. mars 1832. Þessu verki var öllu lokið fyrir miðjan júlí- mánuð 1831. Tveir menn og unglingur voru til þess ráðnir að ryðja Sand. Byrj- uðu þeir hjá Surtshelli og fengu rutt um hálfrar þingmannaleiðar kafla á því sumri og var þar í hinn illræmdi Þorvaldsháls. Svo var fyrir mælt, að vegurinn skyldi alls staðar vera tveggja faðma breiður, og var verkið svo af hendi leyst, að skeiðríða mátti þennan kafla af norðurvegi, þar sem áður var naumast hægt að komast áfram fót fyrir fót. Sumarið eftir, 1832, unnu enn þrír menn að þessum vegi og kom- ust með hann næstum að Hólma- kvísl sunnan við Sandfell á Hún- vetningavegi. Síra Jón Jónsson á Finnastöðum hafði tekið við fjár- tillögum í Eyjafjarðarsýslu 1831—- ’32 og var því fje varið á þessu sumri til að ryðja Vatnahjallaveg. Komust vegabótame'nn með veg- inn fram að svonefndri Kerlingu og hlóðu 22 vörður meðfram þeim vegi. Leit að vegi að jökla- baki. Á þessu ári var leitað fram- laga í Árnessýslu, Rangárvalla- sýslu og Múlasýslum, til þess að standast kostnað við að leita að vegi milli sýslanna að jöklabaki. en ekki fekst nóg fje' til þess að fært þætti að ráðast í þá land- könnun. Við árslok 1832 var fjárhagur fjelagsins ekki góður. Varð það því að ráði að byrja vegabætum- ar eins snemma og unt væri næsta sumar, en hætta þeim fyrir slátt, svo að verkamennirnir gæti farið norður í land í kaupavinnu. Var byrjað í júní að vinna á Gríms- tunguheiði, þar sem frá var horf- ið haustið áður og unnið í 4 vik- ur. Varð vegurinn ekki fullrudd- ur á þeim tíma. Tveir menn voru sendir um sama leyti til þess að byrja á því að ryðja veginn fyrir Ok. Á næsta sumri var enn unnið að báðum þessum vegum, en þó urðu þeir ekki fullgerðir. Þá var og byrjað á því að ryðja hinn svokallaða Sandveg að sunnan- verðu frá Búðará. Haustið 1833 hafði P. Melsted kammerráð fengið tvo menn úr Norður-Múlasýslu til þess að leita vegar þaðan um óbygðir vestur í Árnessýslu. Var það Pjetur Pjet- ursson bóndi á Hákonarsöðum á Jökuldal og maður með honum. Segir í tilkynningu frá Fjallvega- fjelaginu að sú för hafi tekist sæmilega og líklegt væri að veg- ur fyndist milli sýslanna. Var í ráði að Árnesingar færi rannsókna- för næsta sumar, en ekkert varð úr því, Ferð þeirra Múlsýslunga varð hin slörkulegasta og er svo sagt frá henni í Landfræðissögunni: Fundnar Hvannalindir og Jökuldalaflæða. Pjetur fór frá Hákonarstöðum í byrjun septembermánaðar á föstudegi upp að Brú og laugar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.