Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1936, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1936, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11 Jólakveðjur til Grænlands. Um jólin flutti danska útvarpið kveðjur til fólks í Grænlandi. Hjer á myndinni sjest grænlensk stúlka, sem er að hlusta á jólakveðjurnar. daginn upp á Grágæsadal. Sunnu- dagsmorguninn fóru þeir yfir Kreppu, var húu þar í kvíslum og engin dýpri en í kvið. Þá fundu þeir grashaga mikla við lindir; það vvoru Hvannalindir, sem menn vissu ekki af áður. Kverkfjalla- rani þótti þeim illur yfirferðar og ilt að hitta skörðin, sem hvergi standast- á. Síðan fóru þeir yfir Jökulsá á Fjöllum í einu lagi, var hún ei dýpri en í kvið og hlóðu þeir þar vörðu; þeir fóru rjett fyrir ncðan kvíslarnar, en þar er áin nú víst oftast ófær. Nokkru fvrir vestan vaðið kom- ust þeir í þvílíkt vonskuhraun fyrir neðan Jökulinn, að þeir voru nærri biinir að missa he'st- ana; þeir mistu undan þeim járnin og hófar hestanna tættust sundur í hraungrýtinu. Ur hraun- inu komu þeir á breiðan háls, sem þeir kölluðu Urðarháls; fóru svo enn vestur, uns þeir um kvöld- ið voru komnir á móts við jökul- hornið vestasta. Eigi vissu menn þá af Vonarskarði, og helt Pjet- ur að þar væri aðeins h vylft í jökulinn með smátindum upp úr. Þeir ljetu fyrir berast norður af jökulhorni um nóttina. Morguninn eftir heldu þeir vestur undir hæðadrög við Skjálf- andafljót. Síðan sneru þeir í há- norður og komu um miðaftan í Hraunárdal móts við Áfangatorf- ur; þar hittu þeir meún sem voru við fjársöfnun og vísuðu þeim á veg til Mývatns. Þeir Pjetur höfðu, er þeir komu frá jökulhorninu, fundið haglendi nokkurt efst í Hraunárbotnum og vísuðu leitarmönnum þar til kinda; heitir það haglendi enn Jökuldalaflæða. Af Hraunárdal fóru þeir í Yxnadal og þaðan í Króksdal og voru undir Hafursstaðahlíð um nóttina. Á þriðjudaginn fóru þeir að Reykjahlíð og þaðan á mið- vikudag og fimtudag heim. Pjet- ur hafði í fyrstu ætlað að fara sömu leið til baka frá Skjálfanda- fljóti, en það gátu þeir eigi, því hestarnir voru orðnir svo ör- magna og hófsárir, að þeir treystu þeim eigi. Mestu framkvæmdirnar. Fjárhagur fjelagsins batnaði nokkuð á árinu 1834 vegna þess að honum bárust þá ríflegar gjafir. Hinn 18. mars ánafnaði konungur því 100 ríkisdali á ári í fimm ár. Auk þess gaf Friðrik Kristján prins fjelaginu 50 rík- isdali og Friðrik Karl Kristján prins 100 ríkisdali „e'ftir að hann næstliðið sumar hafði sjeð vega- bæturnar“, eins og segir í skýrslu fjelagsins. Auk þessa bárust því 35 ríkisdalir frá öðrum útlend- ingum. Tillög fjelagsmanna voru þetta ár 245 ríkisdalir og 64 skild- ingar, þar af 132 rd. 88 sk. úr Skagafjarðarsýslu, 81 rd. 51 sk. frá Reykjavík og Gullbringu- og Kjósarsýslum, 20 rd. 21 sk. úr Borgarfjarðarsýslu, 8 rd. úr Eyja- fjarðarsýslu og 3 rd. úr Mýra- sýslu. Útgjöldin við vegabætunar urðu á þessu ári, sem hjef segir: Á Sandvegi unnu tveir fullorðn- ir menn og Ijettadrengur í 4y2 viku. Mennirnir fengu í kaup 3 fjórðunga smjörs á viku, en dreng- urinn 5 ríkisdali. Auk þess fengu þeir frítt fæði, fyrir skósliti og hestleigu. Er þetta alt reiknað 129 rd. 48 sk. Á Grímstunguheiði vann full- orðinn karlmaður osr liettadreng- ur í 5 vikur, og fullorðinn karl- maður í 4 vikur. Mennirnir fengu sama kaup og hinir á Sandvegi, en drengurinn hafði 6 rd. kaup á viku. Alls nam kostnaðurinh tTat 137 rd. Að Okveginum unnu tveir menn og drengur misjafnlega lengi. Voru þar kjör hin sömu og all- ur kostnaður 225 rd. 48 sk. Út- gjöldin og tekjurnar innanlands er alt miðað við vöruverð. Af- skrifað var þetta ár 69 rcl. 64 sk. sem ófáanlegt af tiRögum fjelags- manna, en útistandandi af tillög- um fyrir árin 1831—’33 voru þá 176 rd. 16 sk. Hrignun fjelagsins og endalok. Eftir þe'tfa fór að dofna yfir framkvæmdum fje'Iagsins, því að samskot rýrnuðu og guldust ekki lofuð tillög. Ekkert varð úr því, að fjelagið legði fram fje til þess að rjett yrði markaðir á uppdrátt íslands allir fjallvegir. Þessi kyrkingur, sem kom í fje- lagið mun þó aðallega haia venð því að kenna, að Bjarni Thoraren- sen fluttist norður 1833. Hann hafði verið lífið og sálin í fjelag- inu frá byrjun og jafnan formað- ur stjórnarinnar. „Þótti mikils- vert um hans tillöffur, því hann var hinn skarpvitrasti", segir Esphólín. Og eftir þetta hevrist ekkert um framkvæmdir fjelagsins og lognaðist það út af. •••

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.