Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1935, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1935, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS 23 Viðsjár miklar hafa verið í Frakklandi að undanförnu. Hin mörgu hneykslismál þar í landi hafa æst hugi manna mjög, og stjórnmáladeilurnar hafa ekki verið til þess fallnar að lægja æs- ingaöldurnar. Stjórnin er við því Lúin að upphlaup brjótist út þá og þegar og hefir gert sínar ráð- stafanir eins og sjá má hjer á myndinni. Hún sýnir riddaralið, sem heldur vörð um Elysee-hölHna dag og nótt- Maria Rasputin. Hinn alræmdi rússneski munk- ur, Rasputin, átti dóttur, sem heit- ;r Maria. Hún er nú ein á lífi af öllu venslafólki sínu. Hitt hefir alt sogast í kaf í rússnesku bylt- ingunni og undir stjórn kommún- ista. Nýlega átti blaðamaður tal við Mariu, og sagði hún þá, að hún áliti mennina verri og hræðilegri og blóðþyrstari, heldur en óarga dýr. Hún hefir nú gerst dýratemj- ari og sýnir sig í ýmsum hring- ieikahúsum í London, með villu- dýr sín, ljón og t-ígrisdýr og fíla. Hún fullyrðir að hún sje miklu öruggari inni í búrunum hjá villu- dýrunum, heldur en meðal mann- anna. Snarir í snúningum. Á lítilli eyju, „Chateau d’If“, sem er skamt frá Marseilles, ljet Dumas hina nafkunnu skáldsögu sína, „Greifann af Monte Christo“ gerast. Og þótt greifinn hafi aldrei verið til, sýna menn enn í dag ferðamönnum kjallaraklefa þann, þar sem hairn sat fangi. „í þess- um kjallara sat Edmont Dantés fangi í 14 ár samfleytt", segir ieiðsögumaðurinn hiklaust við ferðamenn. Það er meira að segja sagt, að leiðsögumaður hafi einu sinni sýnt Dumas sjálfum þennan klefa, og sagt honum söguna. 1 fyrra þurfti að gera við kastal ann, þar sem þetta kjallaraher- bergi er, og þá neyddust menn til að loka því. En þeir urðu ekki ráðalausir. Við dyrnar var þá sett svolátandi auglýsing: „Vegna viðgerða í kjallaranum er fanga- herbergi Edmond Dantés fyrst um sinn á 1. hæð“. Góður leikari. Tveir vinir, annar giftur, eu hinn ógiftur, sátu saman í leik- húsi. Nafnkunnur leikari ljek aðal hlutverkið. — En hvað hann leikur fram úr skarandi vel, sagði sá gifti, óg hvernig hann getur látið tilfinn- ingafr sínar aðdáanlega í ljós gagnvart leikkonunum. — Já, hann leikur vel. En veistu það, að hann hefir verið giftur í 18 ár? — Hvað segirðu? Er hann gift- ur? Mikill dæmalaus leikari hlýt- ur þetta að vera!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.