Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1935, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1935, Blaðsíða 5
LE8BÓK M0RGUNBLAÐ8INS 21 AH villast og rata. Eftir Vigfús Guðmundsson. Niðurl. Villugjarnaata veðrið. Það var síðla hausts og árla morguns 1891 (að mig minnir). sem jeg fór frá Keldum einn í kindaleit inn í Vatnafjöll, og um svonefnda Katla í Hekluhraunum. — Sjálfsagt liefi jeg borðað ein- hvern bita um morgunninn, en varla drukkið kaffi, fyrir fóta- ierðatíma. En hvorki hafði jeg bita, sopa nje neina ögn í vösur.i mínum, því það var ekki siður þá í eins dœgurs ferðalag, þó um óbygðir einar ætti að fara og vatnslausar eyðimerkur. Og verð- ur þeim gamla sið eigi hrósað. því hann er næsta óhvggilegur. Árdegis var veður þurt og gott og jörð alauð. En miðdegis fann jeg lind í Vatnafjöllum — upp- tök Sandgilju, sem hverfur þar alveg í sandinn við fjallsræturnar. Þar gat jeg svalað þorsta mínum og síðar um daginn skorti ekki „»valadrykkmrr“, efnið og ílátið altaf til reiðu, og bruggunin fljót- gerð, því hvorki þurfti langa suðu nje skapker eða drykkjarhorn til þess, að grípa hnefafylli úr snjónum og bera að munninum. f Kötlunum. vestan við Vatna- fjöllin (þar eru gjár og glufur í hrauninu, með grasi í botni'b fann jeg 2 lömb, síðla dags, og helt nn á stað með þau heimleiðis. Þrevttu þau sig nokkuð á hlaup- um fyrst. en svo fór að snjóa og dreif mikið í blæjalogni alt kvöld- ið Þrevttust lömbin fljótt eftir því sem færðin þvngdist, og um pað leyti sem þau fóru að draga snjó í kviðarullina gáfust þau svo upp, að jeg varð að ýta þeim á- fram. Ekki treysti jeg mjer að bera þau bæði, svo langa leið, sem þá var eftir að fara. Sltildi jeg þau því þar eftir. sem grastorfur litlar voru. Nú fór jeg að hafa nóg með það, að bjarga sjálfum mjér. .Drífan var heldur að þjettast. og snjór- inn færðist smám saman upp eftir kélfum mínum. Reyndi jeg þá hvort hægt væri að hafa leiðbein- :ng af brúnum heimleiðis, Sand- giljubrúninni -fyrst, til vestur og suðuráttar, en síðar t'allatanga- brúninni til vesturáttar og heim að túni. \'itanlega gat þá ekki verið um hliðsjón að ræða, og ekki á annað að treysta en það, hvort liægt væri með priki og fótum að finna til hallans upp og niður. En þetta reyndist alveg ógerlegt, með því líka að brúnirnar eru ó- jafnar, krókóttar og hóíóttar, og auk þess drjúgur spölur á milli þeirra. Þó jeg væri nú staddur nærri Sandgili hinu forna, þótti ekki lieillavænlegt að beiðast gistingar hjá Kol eða Agli. Þó komið væri fast að dagsetri og enn væri eft.ir alt að því klst. lestarferð á auðri jörð, og bráðlega sljettur sandur framundan, tók jeg heldui þann kost að halda beint áfr un og hnitmiða stefnuna á Keldnatúnið. Var jeg þá staddur fyrir innan Laufflatir, (sem nú eru að mestu burtu blásnar). Tók nú við dimm- esti hluti nætur, rjett eftir dag setrið, og drífan og lognið eins og fyr. Og þá kom það fyrirbrigði, sem jeg- hefi aldrei fundið fyr nje síðar. .Teg sá ekkert fvrir næsta spori og gat alls engan greinar mun gert á jörðinni og loftinu- Að vísu mátti fremur nefna þetta hvíta en svarta blindu, en blinda var það samt og nokkuð óvið- kunnanleg, því jeg gat í raun og veru ekki aðgreint ]>að, hvort jeg fálmaði með fótunum rít í loftið eða á jörðina, ef ófærðin og þyngd arlögmálið hefðu ekki sagt til sín. Þannig þrammaði jeg áfram nokk- uð langan spöl, en smám saman fór jeg að sjá ofurlitla glætu. — Tunglið (nærri síðasta kvartjeli) hefir þá verið komið á loft, en þó jeg sæi hvorki það nje stjörnurn- ar. grilti jeg þó í háu bakka tún- barðsins heima, áður en jeg rakst á þá. ▼•’l Þess vil jeg enn geta, til merkis um dimmviðrið og það, að ekki var fólkið heima ugglaust um náttstað minn, að Skúli bróðir minn fór upp á túnbarð með hunda, hóaði þar og ljet hundana gelta, en hlustaði á milli. Og er svo hafði gengið um hríð, árang- urslaust, helt hann aftur heim- leiðis, og sagðist þá liafa átt fult í fangi með að finna bæinn aftur. Minnir mig ]íka að hann hefði þar á eftir farið upp í kirkjuturn, og samhringt klukkunum. En ekkert af þessu hevrði jeg. Fjærlægðin uokkuð mikil og ákafa drífan hefir hindrað hljóðöldurnar. — Að jeg hefði ekki vilst og Tiraut mín verið furðulega bein. sannaði Eiríkur -Tónsson, sem þá var vinnumaður á Keldum; hann fór morguninn eftir að sækja lömbin, og fylgdi förunum, ])ví lognið helst og drífuna stytti upp, lítið síðar en jeg kom heim. — Allir fögnuðu heimkomu ir.inni. Hafði jeg þá líka góða lyst á — dagmála, miðdegis og — kvöldmatnum, Og síst mun jeg í það sinn hafa gleymt því er okkur börnunum var kent að mæla í Tdjóði, á undan hverri máltíð: „Guð blessi mig og mína fæðu“, cg eftir máltíð: ,,Guði sje lof og dýrð“. — Þótti þá engin skömm að því, að ,,þiggja sitt brauð með þakkargjörð", eins og frelsarinn liafði gert. V. G. Geirfuglaegg, Hinn 14. nóvember s.l- voru seld á uppboði í London tvö geir- fuglaegg. annað á 525 Sterlings- pund, hitt á .524 Sterlingspund. Hæsta verð, sein borgað hefir verið fyrir geirfuglsegg er 682 Sterlingspund og 10 shillings; var það nú fvrir nokkrum árum. — Breskir náttúrufræðingar vita ekki að til sje fleiri geirfuglaegg í heinrinum en 72- Ensk blöð, sem frá þessu segja, geta þess og að seinustu geirfugl- arnir á íslandi hafi verið drepnir 1844, en sá seinasti, sem drepinn rar í Orkneyjum, 1835 •••■ ^ «8 * —••••

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.