Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1935, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1935, Blaðsíða 2
18 LB8BÓK lfORGUNBLA*>8IN8 Flugvjelarslysið í Sýrlandi. Þetta eru leifar af hollensku flugvielinni „Hótelið fljúgandi“, sem fórst skömmu fyrir jól í eyðimörk Sýrlands. Mennirnir á myndinni eru enskir flugmenn, sem eru að rannsaka rústir flugvjelarinnai og reyna að komast að því, með hvaða hætti hvin hefir íarist. hafði ætlað sjer að kaupa tamin hreindýr af Tschu-Tschi-þjóð- ílokknum, en það var ekki við J>að komandi. Þeir voru svo hjá- trúarfuliir að þeir vildu alls ekki að lireindýr sín væru flutt yfir sundið. Heldu þeir víst að alls- konar hörmungar kæmu vfir sig, eí' það væri gert. En eftir mikla erfiðleika gat hann að lokum fengið hreindýr hjá Tungusum, sem eiga heima hjá Okotsk-vatni. Tvö hundruð hrein- dýr keypfi hann fyrst og voru þau flutt á skipi frá Wladivostock til Teller í Alaska. En fram að árinu 1902 höfðu alls verið flutt 1280 hreindýr frá Asíu til Alaska. Ut af þessum stofni eru nú komn- fr hinar miklu hreindýrahjarðir þar, eða um ein miljón hreindýra. Hverju hreindýri er ætlað jafn mikið beitiland og einum stórgrip í kvikfjárræktarhjeruðum Banda- ííkjanna, 2% ekra (1 ekra = 0,4 hektar) á mánuði. En landflæmi i Alaska er svo mikið, «ð hægt er að hafa þar 2 miljónum fleiri lireindýr, ef miðað er við þetta beitiland. Og ef fjölgunin verður jafn mikil á næstu árum, eins og liún hefir verið að undanförnu, J)á eru hreindýrin í Alaska orðin 3 miljónir eftir fimtán ár. Þegar farið var að flytja hrein- dýrin til Alaska, byrjuðu erfið- leikarnir fyrir alvöru. Hver átf.i að kenna Eskimóunum að liirða dýrin? Fyrst vöru fengnir til þess Eskimóar frá Síberíu. Þeir heimt- uðu hátt kaup, en skeyttu ekkert um að kenna Eskimóunum. Þá voru fengnir Lappar fré Norður-Svíþjóð. Og þá fyrst fór að komast lag á hreindýrarækt- ina. Eskimóar voru námfúsir og höfðu gaman af að hirða hreinaýr- in. Fyrirkomulagið var nú þanmg, að Lapparnir fengu stórar hjarðir til umráða, en jafnframt var þeim lögð sú skylda á herðar að hafa Eskimóa h.já sjer, til þess að kenna þeim. Var námstíminn á- kveðinn fjögur ár, og fengu Esl i- móar ekkert kaup þann tíma, en að honum loknum fengu þeir af h.iörðinni 6, 8, 10 eða 20 hreindýr til eignar, og með því byrjuðu þeir búskap. Sú kvöð fylgdi, að J)Cgar þeir voru orðnir sjálfstæðir hreindýrabændur, þá urðu þeir að kenna öðrum Eskimóum, með sömu skilyrðum og þeir höfðu haft sjálfir. Og með þessu móti komu fleiri og fleiri Eskimóar sjer upp lireindýrahjörðum. — A einum mannsaldri breyttust lifnaðarhætt- ir þeirra, og í staðinn fyrir það að þeir lifðu áður við sult og seiru, eru þeir nú efnahagslega sjálfstæð ii og engin hætta er á að hung- ursneyð verði meðal þeirra. Lapp arnir giftust Eskimóakonum og settust að í landinu, og hreindýra- ræktin gengur ágætlega. Af hrein- dýrunum fá Eskimóar allar sínar nauðþurftir, kjöt, mjólk og skinn í fatnað, tjöld og rúmföt. Og nú þurfa þeir ekki lengur að ala rnarga gráðuga hunda, því að þeir hafa komist upp á það að beita hreindýrunum fvrir sleðana sína. Eskimóar eiga eitthvað um 75% af hinum tömdu hreindýrum í Al- aska. Hitt eiga amerísk hlutafje- iög. Þau flytja kjötið af þeim til Bandaríkjanna og þar er það selt dýrum dómum í veitingahúsum og talið herramannsmatur. Á ár- unum 1918—1927 voru fluttar 3.000-000 punda af hreindýrakjöti frá Alaska til Bandaríkjanna. ,,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.