Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1935, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1935, Blaðsíða 1
orsMfflWaðsMts 3. tölublað. Sunnudagiim 20. janúar 1935. X. árgangur. HREINDÝBARÆKT í ALASKA. Oft hefir verið um það' rætt, nð Islendmgar ætti að flytja inn tamin hreindýr, en úr framkvœmdum hefir ekki orðið e.nn. Búast þó margir við því, að hreindýrarækt geti borgað sig vel hjer, ef rjett er að farið, og sennilega hefði það orðið heiUadrýgra að flytja inn hrein- dýr heldur en sauðnaut, karakúlf je, skotskt fje og skotska nautgripi. I þessari grein er nokkuð sagt frá reynstunvi í Alaska með hrein- dýrarækt. Ymsir halda því fram að land liafi áður verið þar sem nú er Beringssundið, sem aðskilur Asíu og Ameríku. Og þeir hinir sömu halda því fram, að Indíánar og Eskimóar í Ameríku sjeu afkom- endur þjóðflokka í Asíu. Og þótt lif'naðarhættir hafi máske upphaf- lega verið hinir sömu báðum meg- in við smídið, þá breyttist þetta eftir því, sem aldirnar liðu. Eski- móarnir .í Ameríku lifðu nær ein- göngu á sjófangi, og vorn blá fátækir þegar frændur þeirra Tschuk-Tschis í norðausturhluta Síberíu voru orðnir efnaðir á hrein (lýrarækt. Eskimóunum í Alaska var það fjarri skapi að fara að stunda kvikfjárrækt meðan nóg var af „caribou“ (ameríska hreindýrinu) að veiða við strendur Berings sunds og íshafsins. En af einhverri fyrirtekt breyttu „caribou“-hjarð- irnar ferðalagi sínu og heldu sig austar og lengra inn í landi. Eski- móarnir í Alaska urðu því að treysta eingöngu á sjóinn til þess að afla sjer fæðis og fata. Þeir stunduðu selveiðar, rostungsveiðar og hvalveiðar. Meðan Eskimóar bjuggu þarna einir og Indíánar inn í landinu, gekk alt vel. En svo komu hvítu mennirnir og spiltu öllu, eins og þeirra var von og vísa. Þeir komu r.ieð nýtísku veiðarfæri til þess að veiða seli, rostunga og hvali. Það voru aðallega Rvissar, og jveir ráku þarna svo inikla rányrkju að sævardýr hurfu frá ströndun- um, og Eskimóum var búin hnng- ursneyð. Alaska var sendur fræðslumála- sljóri. Hann lijet Hh. dackson. Hann sá þegar að það var mikln þýðingarmeira að koma í veg fyrir það að Eskimóar hryndi niður úr hungri, heldur en að ltoma á am- erísku skólafyrirkomulagi hjá þeim. Ástandið í Alaska minti hann á ástandið á sljettunni miklu, þegar buffaló-hjörðunum hafði verið útrýmt með takmarkalansri veiði, og- hungursneyð vofði yfir Indíánum. En hjer voru nógir hag ar handa hreindýrum. Eða voru máske ekki jafn góð skilvrði til hreindýraræktar hjer, eins og hin- um megin við Beringssundið ? Og voru það ekki Eskimóar, sem ræktuðu hreindýr hinum megin við sundið ? Hvers vegna skjddi þá ekki Eskimóarnir í Alaska lika geta ræktað hreindýr? Það leið langur tími áður en •lackson tókst að sannfæra yfir- völdin í Bandaríkjunum um gagn- semi þessarar hugmyndar sinnar. En þegar það tókst að lokum, rak liann sig á nýja örðngleika. Hann En svo var það árið 1890 að til HreitidýrahJOrð i Alaska.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.