Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1935, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1935, Blaðsíða 4
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS blutarhæstur. — Uiu þrjátíu ára bkeið hafði hann stundað for- uieusku o>r ahlrei hlekkst á. Hann stóð stutt við í búðinni, keypti eitt pund af rullu og fór. — Nú gerist Láki garnlaður, sagði Þorsteinn. — Það verður l:ul í nótt, en það gefur á sjó. Sannið þið til. Kaupmaðurinn Guðmundur Orms son átti Æðarvík. Hann átti flesta hátana, alla eða hlut í þeim, flest- ai verbúðirnar að meira eða minna levti, og megnið af því landi, sem þorpið stóð á. Og þorps- búana átti hann með húð og hári. Þeir tóku út í reikning hjá honum á veturna, borguðu svo með vor- hlutnum og sumarvinnunni, byrj- uðu svo aftur að fá lánað með haustinu o. s. frv. Guðmundur Ormsson fór snemma á fætur þennan morgun. Hann hafði svo sem ekki verið ró- legri út af ótíðinni en sjómenn- irnir, því að mikið lá við hjá þeim, að komast á sjó og fiska, en meira iar þó í húfi hjá honum. Honum ljetti því mjög í slcapi, þegar hann sá. að komið var blíðskapar veður og allir rónir. Guðmundur Ormsson var ákafa- maður mikill í skapi, hann var fljótur að reiðast og fljótur að verða góður aftur. Nú labbaði hann í gegnum þorp- iö og renndi augunum yfir verbúð- irnar, fiskhjallana og bátavarirn- ar. — Jú, jú, allir á sjó, og fiska sennilega vel. Það var grimdar afli hjá þeim síðast. En alt í einu snarstöðvaðist hann og starði fram undan sjer eins og hann hefði sjeð draug. Besti báturinn, sem hann átti til í eigu sinni, báturinn, sem hann hafði látið smíða sjerstaklega, til þess að geta náð í Láka sem for- mann, hann var í landi. — Hann hlýtur að vera alvar- lega veikur, hugsaði Guðmundur. — Láki sleppir ekki sjóferð, nema eitthvað meira en lítið sje að. En þegar Guðmundur kom fyrir hornið á verbúðinni, mætti hann Láka, sem var að ganga út að fiskhjallinum. Og þegar m'i Guðmundur sá Láka spígspora þarna um, bráð- lifandi og stálhraustan, að því er sjeð varð, spýtandi mórauðu út í ailar áttir, rjett eins og ekkert væri eðlilegra en að sitja i landi, meðaii hinir hlæðu hvert skip, — þá varð Guðmundur svo vondur í cinu vetfangi, að liann rjeði sjer ekki.. — Ertu veikur — eða hvað ? spurði hann þjösnalega. Láki, sem ekki varð uppnæmur fyrir smámununum, leit á hann og spýtti. — Nei, lambið mitt. Guði sje lof, svaraði hann blíðlega. — Nú, því í andskotanum ferðu ]<á ekki á sjó, eins og liinir? Láki sparkaði kúskel, sem lá við íætur hans, svo klóraði hann sjer á mjöðniinni, ók sjer og spýtti — á meðan liann hugsaði svarið. — Tja! Báturinn á sextíu lóðir. Jeg var búinn að beita þrjátíu, en svo leist mjer ekki á hann. — Leist ekki á hann, endurtók Guðmundur, sem nú var orðinn hás af vonsku. — Ertu alveg band s.jóðandi vitlaus, maður? Sjerðu ekki að það er blankandi logn? Það getur hvert barnið sjeð, að liann er að gera kjör, blátt áfram kjör! En hjer stendur þú og þvælir um að þjer lítist ekki 4 iiann! Og þvkist vera sjómaður! — Já, lambið mitt, sagði Láki og spýtti tit úr sjer tuggunni. — •Teg skil það, það má leggja lóð- irnar. — Reyndu þá að komast af stað, bölvaður slóðinn þinn, skip- aði Guðmundur og rauk svo í burtu. Láki horfði á eftir honum nokkra stund, svo stakk hann upp í sig nýrri tóbakstuggu, hristi höfuðið og kallaði á háseta sína. Eftir stutta stund voru þeir komnir á flot og reru út víkina. Þá fór að kula úr hafi, svo að þeir hófu segl og sigldu fram á mið. Var þá kominn þjettingsvindur. Láki sigldi nú út lóðirnar og sióðst það á endum, að þegar kastað var síðasta uppihaldinu, var komið bálófært veður. Það var ekki um annað að gera en að reyna að komast í land aft- ur, og það sem fyrst. Hinfr bátarnir höfðu sjeð, hvað verða myndi, og voru nú allir ,arnir af miðunum, án þess að hafa getað dregið eina einustu lóð. Láki stakk upp í sig stórri tó- bakstölu, greip stýrissveifina og beitti upp í vindinn — stefndi á víkina. En báturinn var ljettur og vindurinn mikill. — Hann þolir þetta ekki, svona galtómur, kallaði einn hásetinn. — Tja! sagði Láki með munn- inn fullan af tóbakslegi. — Taktu þá úr honuin negluna. Ha? sagði hásetinn. Láki spýtti út um annað munn- vikið. — Andskotastu til að kippa neglunni úr, lambið mitt. Láki bölvaði sjaldan, en þegar bann gerði það, vissu hásetar hans að best var að lilýða tafarlaust. iávona Y'ar látið vaða upp undir landið — og alveg upp í vör. Þar var fyrir múgur og inargmenni. Hinir bátarnir, sem á undan komu, höfðu með naumindum haft sig i land, og þremur hafði h\*olft í iendingu. Ollum var það ljóst, a5 aldrei myndi framar sjást öngiill af þeim lóðum, sem lagðar voru. Margar hraustar hendur gripn um kinnunga bátsins, þegar hann kendi grunns, og drógu hann á þurt. Guðmundur Ormsson stóð á kambinum, þegar Láki kom vagg- andi í brók og skinnstakk upp eftir fjörunni. Nú var Guðmundi runninn allur skammamóður fyrir löngu. Hann hafði orðið hræddur um bátana eins og aðrir — og mest um þann, sem síðast fór. Þetta var eitthvert hið langsnöggasta áhlaup, sem liann mundi eftir. Láki fór nú úr skinnklæðunum, náði sjer í rullubita, spýtti — og kallaði svo til Guðmundar: — Heyrðu! Þú lætur mig svo vita, þegar jeg á að leggja hinn helminginn af lóðunum. Til of mikils ætlast. Það er sagt að maður nokkur í Stjórnarráðinu hafi komið til lækn is að leita sjer ráða við svefnleýsi. Þegar læknirinn heyrði í hváða stöðu hann var, sagði hann: —- Góði maður, þjer megið ekki ratlast til þess að þjer getið sofið bæði nótt og dag.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.