Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1934, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1934, Blaðsíða 8
168 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smcelki. Lögregluþjónar í San Francisco hafa nvi verið útbiinir með vit- varpsviðtæki^ sem eru svo lítil fyr- irferðar, að þeir g'eyma þau á sjer innanklæða. Með þessu móti geta þeir staðið í stöðugu sambandi við lögreglustöðina, hvar sem þeir eru staddir í borginni. f Japan halda allir foreldrar upp á af- mælisdag allra sona sinna í einu. Eru þá dregnar á flag'gstengur á húsunum jafnmargar pappírs myndir (sem eiga að tákna fiska) eins og hver fjölskvlda á marga syni. — Nú hafið þjer sjeð það, mælti kennari, að það er hættulegt að gera gælur við dýr eða kyssa þau. Getur nokkurt ykkar nefnt mjer dæmi upp á þaðf — Systir pabba kysti altaf hundinn sinn, sagði lítil stúlka. — Hana, og hvernig' fór? — Hundurinn er dáinn. — Megum við sjá trútofunar- hringinn þinn? — Æ, hvaða vandræði! Nú sendi jeg kærastanum hann í morg un — en bíðið þið þangað til á morgun, þá verður alt í lagi aftur. ir mjer máske ekki? Hann: Nei, jeg hefi aldrei verið bjartsýnismaður. — Maður trúir ekki öllu, sem n-.aður heyrir. — Nei, en það er hægt að segja frá því aftur. Annams keisari Bao Dai’ í fullum skrúða. Annam er eitt af ríkjunum í frönsku Tndokína. Keisarinn ætlar nú að giftast stúlku af borgaralegum ættum frá Cochinkína. — Aldrei gerið þjer hreint hjerna inni í stofunni, mælti hús- freyja. Þetta ryk hefir að minsta kosti verið mánuð að safnast sam- an. — Það er ekki mjer að kenna. Jeg hefi ekki verið hjer í vist- inni lengur en hálfan mánuð, svar aði vinnukona. — Þið karlmenn hafið ógur- lega mikið sjálfsálit .En það skal jeg segja yður, að við konurnar erum færar um alt, sem þið eruð færir um. — Svo? Reynið þjer þá að verða faðir! Kaupmaður hafði undirritað þýðingarmikið brjef og hneig um leið örendur niður. Þessa sorglegu fregn varð viðskiftavinur hans að frjetta hið allra fyrsta, og þess vegna bætti fulltrúi kaupmanns við brjefið: P. S. Virðingarfylst leyfi jeg mjer að bæta því við, að jeg dó einmitt á þessari stundu. Hann kom seint heim. — Hvað er klukkan orðin? spurði kona hans — Hún er 10. — En hún sló 1 rjett áðan. — Jæja, hvernig á hún að slá 0?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.