Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1934, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1934, Blaðsíða 6
166 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Frá fjármálaráðstefnunni í Berlín, þar sem rætt var um skuldir Þjóðverja. Til vinstri dr. Schackt bankastjóri ríkisbankans þýska. Við hlið hans stendur forstjóri alþjóðabankans í Basel, Le- on Fraser og siðan koma fulltrúar nokkurra {)jóða, sem eiga inni hjá Þjóðverjum. nokkru minna. Eftir þessu að dæma hefir skip Guðrúnar Sig- urðardóttir verið á stærð við Osebergskipið, sem nú er í Bygdö- safninu. Það hefir verið fimtán- sessa — verið róið 15 árum á hvort borð. Og það hefir verið fögur sjón að sjá það leggja út frá Húsavík á leið til Islands, Hjaltlands eða Noregs, og ef til vill hefir Arnbjörn Guðleiksson þá staðið sjálfur við stýri og hús- frevjan setið hjá honum í sínu besta skarti. Eftir gamalli frásögn hefir hús- freyjan átt vatnsmyllu. Fyrir rúm- um hundrað árum var grafið þar, sem þessi mylla hafði átt að hafa verið, og fundust þá leifar hennar. svo þessi sögn reyndist rjett. Línteigur er örnefni, þar sem mælt er að húsfreyjan hafi bleikj- að ljereft sín, en dr. Jacobsen hyggur, að nafnið stafi af því, að þar hafi verið ræktaður hrör (lín) eins og gert var á íslandi og í Noregi. Brynhildarhaugur og Tossis- mýri, þar sem húsfreyjan ljet grafa tvær griðkonur. sínar, sem hún á að hafa drepið í bræði, ero örnefni í Húsavíkurlandi. Guð- rúnarlækur heitir þar líka í hag- anum og dregur sennilega nafn af lienni. En sögnin um að hún hafi eflt seið til þess að skriður gæti ekki hlaupið á bæinn er auðvitað þjóð- saga, sem ekki á við neitt að styðj- ast. Það er víst enginn efi á því að Guðrún hefir verið harðgeðja og ráðrík, eftir því, sem sögurnar herma. En það var einkenni á hinum gömlu ættum að þær voru sterkar bæði í hatri og ást. Og eins og kunnugt er var eftir siða- bótina reynt á allan hátt að ófrægja stórmenni úr kaþólskum sið. Guðrún Sigurðardóttir hefir komið til Færeyja eftir Svarta- dauða, og ein frásögn segir að maður hennar hafi verið Norðmað- ur, sem var sendur til Færeyja af konungi til þess að byggja Húsa- vík að nýju, vegna þess að hún hafði lagst í eyði í Svartadauða. Þessi frásögn er uppspuni einn, eða málum allmjög blandað. A dögum Guðrúnar var sá prest- ur á Sandi er Kalfur hjet og var kallaður liinn litli. Hann kom oft í Ilúsavík og var honum fagnað þar vel og borinn fyrir hann matur og drykkur. En einhverju sinni hafði hann sagt svo frá, er hann kom heim aftur, að hann hefði fengið þar óætan blóðmör. Þetta frjetti Guðrún, og' næst er Kalfur kom til Húsavíkur, bar hún á borð fyrir hann hrossvömb, fylta með feiti, og sagði, að ef liann æti sig nú ekki saddan, skyldi hann verða drepinn, en einn húskarl liennar stóð yfir Kalfi ineð sverð í hönd. Þá er mælt að Kalfur litli. sem var Norðmaður, hafi mælt: Maadelig Pölse er altrid bedst, hvad enten den er af Ko eller Hest. Um bæinn í Húsavík flytur „Vardin“ 1923 þessa frásögn eftir F. C. Joliannessen: — I Húsavík á Sandey eru mörg býli og lieitir eitt þeirra Á. Sá bær stendur sunnan undir brattri fjallshlíð. Fyrir ofan bæ- inn eru útihús og milli þeirra og hagans er garður nokkur um alin á hæð. Þegar miklar leysingar voru á vorin og skriðuhlaup komu úr fjallinu, var stórhætta á að þær felli niður í byg'ðina og gerði tjón. Nú er sú sögn að hin nafn- kunna húsfreyja í Húsavík hafi haft línakra uppi undir brekkunni, og heitir þar enn Línteigur. En auðvitað hefir grjóthrun úr fjall- inu oft valdið þar tjóni. Þess vegna efldi hún seið til þess að grjóthrunið kæmi ekki á bæina. Ná þó álög þessi ekki lengra en út að Grandá. Nú á dögum, t þegar hús eru bygð þarna, velta menn óhræddir grjóti niður brekkuna eða spreng'ja stórgrýti þar uppi. Grjótið veltur niður að garðinum, en þar breytir það stefnu og fer annaðhvort aust- ur eða vestur með garðinum. Og stundum er það engu líkara en að sumir steinar snúi við niður hjá garðinum og hrökkvi dálítið upp í brekkuna aftur.------------ Af erfðabrjefunum virðist mega sjá, að nánustu erfingjar Guðrún- ar Sigurðardóttur hafi átt heima í Hjaltlandi, og að Þrándur Dag'- finnsson, sem sjálfsagt hefir verið Færeyingur, hafi keypt allar gignir hennar í Fpcreyjum, ánnað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.