Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1934, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1934, Blaðsíða 7
hvort fyrir sjálfan sig eða sem um- boðsmaður fyrir aðra, af erfingj- unum í Vindási (nú Windhouse) á eynni Yell á Hjaltlandi, en þetta er þó ekki alveg víst. í bók N. Andersens „Færöerne 16C0—1709“ er þess getið að á seinni hluta 16. aldar (1550—’90) hafi búið í Húsavík ríkur bóndi, Guttormur Arnbjörnsson, og liafi hann verið sjötti maður frá Arn- birni Guðleikssyni. Rúm 500 ár eru liðin síðan að Guðri'm SigUrðardóttir bjó í Húsa- vík. Margt hefir skipast á þeim árum. Nornirnar hafa spunnið örlögsímu sína, margar kynkvíslir eru komnar undir græna torfu og gleymdar, nýjir ættliðir hafa kom- ið í þeirra stað og farið sömu leið og yfir þeim kveða nú vindar eða hafsins bylgjur sín döpru ljóð. Þar sem Guðrún Sigurðardóttir gekk um liin skrautlegu og risu- legu híbýli sín, klædd gullfjölluð- um klæðum og silfurdjásnum, þar sem dýrmætir munir úr gulli og' silfri voru, og þar sem hraustir menn sátu dýrindis veislur — sjást nú ekki annað en nokkrir hrundir grjótveggir. En enn er náttúran lítið breytt, brimlöður við Tangann og á vetr- ardegi heyrist brimgnýrinn á Húsavík. Enn koma baulandi kýr innan úr dölum, og enn heyrist hinn fagri árniður, þegar hin blíðu sumarkvöld vefja dali og hlíðar — alveg eins og á dögUm þeirra Guðrúnar Sigurðardóttur og Arn- björns bónda í Húsavík. — Særðust þjer á höfði? — Nei, á fæti, en umbúðirnar hafa færst til. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Enn tim Skcinarárjökul og landslag sunnan Litlahjeraðs. Til árjettingar grein minni um Klofajökul hinn forna og fram- gang jökla á síðari öldum, vil jeg geta þess, að skógarlurkar þeir, sem jeg gat um máli mínu til sönnunar hafa komið undan jökl- inum sunnanvert við Súlu, þess- vegna tilgáta mín: „Að skóglendi hafi verið um fjallgarða framan Grænafjalls“. Hannes bóndi á Núpstað gaf mjer einn slíkan lurk, sem hann fann, og er auðsjeð á trjenu að það hefir legið undir fargi miklu og flatst nokkuð; er það líka allmikið núið af vatnagangi og möl, sem eðlilegt er, þar sem það er komið undan jöklinum nú við hlaupið. Mjer þykir líka rjett að geta þess, að áður en Öræfajökull „gekk fram“ þá hjet hann Hnappadals- jökull (eða Hnappavallajökull). Undan honum. hefir áður gengið húsaviður eins og segir í skrá Is- leifs sýslumanns Einarssonar: „Svínanes hefir bær heitið, sem bevísast af áður nefndum Hofsmáldaga, þar kirkjunni á Hofi er sú hálf jörð eignuð. Vita menn ei hvar sá bær hefir stað- ið (en hann hefir þó að líkindum staðið í suður frá Svínafelli eða undir Falljöklinum Isl. Ann. Storms útgáfa bls. 226) Jón Ein- arsson (á Skaptafelli) og Step- han Ormsson (á Hofi) segjast fyrir nokkrum árum (þá 1712) fundið hafa í Neskvíslinni milli Svínafells og' Skaptafells rauðvið- israpt (Mahoni) úr jöklinum fram rekinn, hver verið hafi utan mjög svartur orðinn“. Sunnan Litlahjeraðs hefir til forna g'engið fjörður inn í land- ið, hvað langt verður ekki sagt með vissu. Fjörður þessi eða firð- ir hafa verið kallaðir Austfirðir og hafa að líkindum aðallega fylst upp af jökulruðningi um og eftir 1362. Svo segir ísleifur sýslumaður: „Anno 1362 elds upp- koma í 6 stöðum á íslandi. 1 Aust- fjörðum sprakk í sundur Hnappa- fellsjökull og hljóp ofan á Lóma- gnúpssand svo af tók vegu alla“. 167 En Storm’s Annáll segir eftir Gottskálksannál um þetta: „Hjer með fell Hnappafellsjök- ull fram í sjó, þar sem var þrí- tugt djúp, með grjótfalli, aur og saur, svo að þar urðu síðan sljett- ir sandar“. Einnig' vil jeg taka fram, að Breiðamerkurjökull gekk lengst fram vestanvert Veðurár (eða Veðrarár). Var þá varla fært fyr- ir jökulsporðinn um stórstraums- fjöru ef álandsvindur var, en nú er jökullinn genginn mjög til baka, eins og allir vita (hefir minkað ört nú síðustu áratugi). Guðmundur Einarsson, frá Miðdal. Einkennilegt atvik. Gömul norsk kona segir svo frá: Faðir minn var prestur í þorpi norður í landi og átti heima í stóru húsi, sem stóð í útjaðri þorpsins. Móðir mín Amr nýlátin og hann hafði fengið sjer ráðs- konu. Einhverju sinni kemur maður með kolareikning og afhendir hann ráðskonunni. Hún fór með reikn- inginn til föður míns. Hann minti endilega að reikningurinn hafi verið borgaður rjett áður en inamma dó, en gat hvergi fundið kvittunina, og' svo borgaði hann þennan reikning. Svo var það nokkru síðar er faðir minn kom heim, að ráðskon- an segir við hann: Meðan þjer voruð burtu kom hingað kona og gekk inn í skrifstofu yðar. Jeg stóð utan við gluggann' og horfði á hana. Hún gekk að bókaskápn- um, tók þar fram bók, opnaði hana og benti með fingri á vissan stað. Jeg veit ekki hvað af henni varð því að jeg sá hana ekki koma út úr húsinu jaftur. Faðir minn spurði þá hvernig' konan hefði verið í hátt og lýsti ráðskonan henni nákvæmlega. Þá brá föður mínum: Þjer hafið sjeð konuna mína sálugu! Svo gekk hann inn í skrifstofuna, tók bók, sem ráðskonan benti lionum á, og blaðaði í henni. Og þar kom kola- reikningurinn gamli. Hver getur skýrt slíka fyrir- burði?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.