Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1934, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1934, Blaðsíða 2
162 LESBÓK MORGUKBLAf>SINS leið. Þótti okkur það ekki góð tíðindi. A sunnudaginn leggjum við upp af Seyðisfirði og komumst þann dag að kvöldi að bæ sem heitir Fljótsbakki. Stendur bær sá við Lagarfljót. Þar gistum við bina fyrstu nótt. Frá Fljótsbakka gengum við að Brfi á Jökuldal og gistum þar aðra nótt. A þriðjudegi gengum við frá Brú að Skjöld- ólfsstöðum og vorum þar hina þriðju nótt. Á miðvikudag geng- um við frá Skjöldólfsstöðum yfir Möðrudalsfjöll og gistum í Möðrudal. Frá Möðrudal gengum við að Víðidal og' gistum þar, frá Víðidal gengum við að Grímsstöð- um á Fjöllum. Komum við þangað aður en fór að rökkva. Þar hittum við fyrst dreng einn. Hann sagði að pabbi sinn byggi þar, en hann væri ekki heima. Við spyrjum dreng þenna, sem sagðist vera 12 ára gamall, til vegar að Reykja- hlíð, því þangað var ferðinni heit- ið næsta dag. Drengur þessi, sem var geg'n og góður, benti okkur á tvo hnúka, sem sáust í fjarska. Nefndi hann annan þessara hnúka Jörund. Sagði hann, eftir föður sínum, að Jörundur ætti að vera á vinstri hönd er til Reykjahlíðar væiji. farið og hann stæði í Mý- vatnshrauni. Þessi vinsamlegi drengur bauð okkur svo í bæinn og gistum við á Grímsstöðum þessa nótt. Næsta dag, sem var sunnu- dagurinn fyrstur í jólaföstu, leggj um við á stað fyrir birtu, ásamt fylgdarmanni frá Grímsstöðum, er átti að ferja okkur yfir Jökulsá á Fjöllum, sem liann gerði. Ferjumaður gekk með okkur upp á hæð eina litla, er yfir ána kom. Þaðan sýndi hann okkur vegarstefnuna. Sagði hann að lengi vel hefðum við vörður, sem við skyldum fylgja, meðan þær entust. Bjóst hann við, að um það leyti sem við kæmum að hinni síðustu vörðu yrði farið að halla degi, enda var dagsbirta þá ekki löng. Svo benti hann okk- ur á Jörund og segir að við skul- um hafa hann á hægri hönd, það sje skemsta leiðin að Reykjahlíð. Að svo mæltu kveðjum við fylgd- armanninn með bestu þökkum fyr- ir allar hans góðu leiðbeiningar. Jíú byrjar alt vel. Yið erum báðir glaðir og heilbrigðir, vel endurnærðir af hinni góðu hvíld og gistingu á Grímsstöðum, töld- um víst að við værum vel færir til Reykjahlíðar, með árbita þann sem við tókum okkur áðjir en við lögðum upp. Nesti höfðum við ekkert. Á Mývatnsöræfum. Svo fór, sem fylgdarmaður okk- ai spáði, að skamt var til rökk- urs er vörðurnar þraut. Fór þá veður að þykna, sem var blítt og bjart framan af degi. Því næst kom kafaldsmugga. Komumst við þó yfir hraun, sem varð á leið okkar, samkvæmt leiðsögn Gríms- staðamanna. Þegar yfir hraunið kom taka við sljettir sandar. Fór- um við nú að hvetja sporið af fremsta megni til þess að reyna að ná háttum að Reykjahlíð, eða einhverjum bæ, sem við fyndum í Mývatnssveit. En þetta fór á ann- an veg. Alla nóttina gengPm við án þess að verða varir manna- bygða. Logn var og snjódrífa og sáum við ekkert frá okkur. Undir fótum okkar var oftast sandur, en við graslendi urðum við lítið var- ir. Loks leið nóttin þótt löng ,væri, ljettir þá upp kafaldinu. Var nú kominn snjór til þyngsla. Erum við þá staddir við hraunkant svo ægilegan, að um það sýndist okk- ur engri skepnu fært að fara. Þar urðu fyrir okkur tvö hreindýr, sem þutu strax úr augsýn er þau urðu okkar vör. Viltir. Þegar orðið var bjart af degi, ljettir í lofti. Sjáum við nú Jörund í miklum fjarska. Kom þá í ljós að við höfðum geng'ið alla þessa nótt í þveröfuga átt. Tókum við nú stefnu á Jörund og þótt okkur tæki nú sárt að svengja, höfðum við enn þá fullan þrótt til gangs. Um dagsetur vorum við komnir til Jörundar. Þá var kom- in snjódrífa. Enn höldum við á- fram og höfum nú Jörund á vinstri hönd. Þar var hraun og komumst við klaklaust yfir það. Þegar hraunið þraut, urðum við varir við vegarslóða, sem við fylgdum um stund. Látlaust held- um við áfram. Loks komum við að litlum hver. Það var um miðnætti, Nú var veður orðið kalt, stormur og snjókoma. Nú fór sultur að sverfa að ókkur, sáum við engin ráð til þess að lialda lengur á- fram í náttmyrkri og' slitringsbyl. Við hver þennan ljetum við fyrir berast það sem eftir var nætur. Við höfðum vasaglas og drukk- um af því heitt vatn úr hvernum og var okkur að því nokkur hressT ing. Nú urðum við allir blautir af hveragufunni og snjónum, sem þiðnaði á okkur við ylinn frá hvernum. Þegar birta tók, leggj- um við upp og göngum á hæð eina, sem var í námunda við hver þann, sem við dvöldum hjá síðari hluta næturinnar. Sjáum við nú í dal- verpi af hæðinni og okkur til óumræðilegrar gleði er þar bær einn lítill. í Hlíðarhaga. Nú bar hugUrinn okkur hálfa leið. Berum við ráð okkar sam- an um það, hvaða mat við ætt- um að biðja um. Fanst okkur þá óhugsandi að koma öðru niður en einhverri vökvun, eftir allan þenn- an tíma. Var þá komið á fimta dægur frá því við fórum frá Gríms stöðum og á þeim tíma vorum við mest á sprenggöngu og nærðumst ekki á öðru en vatninu úr hvern- um, þá um nóttina. Loksins náð- um við heim til þessa bæjar, en þá dvínaði fljótt öll sú von og gleði, sem vaknaði í brjóstum okk- ar, þegar við litum þennan bæ í fjarska, því bær þessi var í eyði og þar enga lifandi veru að finna. Þar voru þó hús uppistandandi og koinumst við inn og fundum þar rúm með heyrudda. Lögðum við okkur þar niður og' sofnuðum fljótt. Sváfum við það sem eftir var dags. Um kvöldið skall á með norðanhríð með hörkufrosti. Ljet- um við nú fyrir berast í þessu dauflega hreysi til miðvikudags- morguns. Sváfum við oftast. Á miðvikudag var hríðin stytt upp, en hörkufrost og mikill snjór. Báðir vorum við í blautum sokk- um og því lítil von, að við kæm- umst ókalnir til manna bygða. Sigurður fjelagi minn fór í sína blautu sokka, en jeg skar neðan af nærbuxnaskálmum míijum og fór í skálmabútana innan undir mína blautu sokka, Þannig' búnir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.