Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1934, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1934, Blaðsíða 3
lögðum við upp. Þegar við höfðum gengið í einn klukkutíma, fór fje- laga minn að kala á fætur. Sáum við þá ekki annað fangaráð, en snúa aftur heim í það eyðikot, _em við fórum frá. Þegar viá náðum ]>angað, var fjelagi minn orðinn mikið kalinn á fótum. Ekki varð hann þó viðþolslaus. Nú fór að draga úr fjöri okkar og kvaldi sulturinn sárt. Málhressir vorum við þó enn og bar fjelagi minn kal, sult og þreytu, eins og hetja, enda var hann fjörmikill og harð- gjör, eins og liann átti kyn til. Hann var þá aðeins 19 ára g'am- all. Jeg var á 25. ári. Óvænt hjálp. Að kvöldi þessa dags, er dimt var orðið, heyrðist okkur eitt- hvert þrusk iiti fyrir dyrumt. Urðum við þá milli vonar og ótta, hvort þar væru á ferð menskir menn, eða reimleiki bættist ofan á alt annað. Rjeðum við samt af að líta út. Sigurður gat þá naum- ast stigið í fæturnar vegna sárs- aukans af kalinu. Þegar við er- um komnir fram í bæjardyrnar, heyrum við sagt í rómi menskra manna. „Hjer eru þá menn fyrir“. •Voguðum við þá að lúka upp hurðu. Við dyrnar standa þá mað- ur og kona. Voru það systkini frá Hóli í Kelduhverfi og sögðust þau heita Sveinungi og Ólöf. Komu þau frá Reykjahlíð og ætluðu að taka sjer hvíld í þessum eyðibæ, sem þau sögðu að hjeti Hlíðarhagi. Urðu þau næsta undrandi að finna okkur þarna í þessum nauðum. Kveiktu þau upp eld og brutu sprek úr kofum bæjarins, og kyntu bál, til þess að þurka okk- ar blautu sokka. Þau höfðu nesti, brauð, smjör og kjöt. — Vildu þau láta okkur borða með sjer, en við gátúm hvorki tugg- ið eða rent niður. Þau náðu í vatn, en alt fór á sömu leið, við gátum engu komið niður. Klukkan 2 um nóttina leggjum við öll á stað til bæja. Þá var bjart veður, logn og frost. Nú vorum við orðnir þróttlitlir og stirðir til gangk, en einkum voru það kalsár Sigurð- ar sem töfðu ferðina. Um morg- uninn kl. 7 komumst við að Svínadal í Kelduhverfi. Þar var þá bóndi sá, sem Kristján hjet. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þau systkin sögðu honum af raun- um okkar. Ljet hann þá sem skyndilegast mjólka kú, syo við gætum nærst á nýmjólk ef þess væri kostur. Með harðfylgi gát- um við komið niður smá sopum af mjólkinni, en lengi vel gekk það æði treglega. Því næst var okk ur fært heitt og gott kaffi og kom um við því niður. Ætluðum við því næst að sofna, en þá varð Sig- urður alveg' viðþolslaus í kalinu. Á Svínadal dvöldum við í þrjá daga. Þar var okkur sýnd hin mesta alúð og nærgætni og alt gert til þess að bæta úr böli okk- ar. Gaf Kristján okkur alla þá góðu aðhlynningu. Því næst vor- um við fluttir á sleða frá Svínadal að Hóli. Þar tóku systkinin okk- ur tveim höndum. Dvöldum við hjá þeim í aðra þrjá daga við alla þá aðhlynningu sem upphugsan- leg var okkur til hressingar. Lítið tóku þau systkini fyrir alla þessa miklu hjálp og lífgjöf, ekkert vildu þau láta það vera. Til Hjeð- inshöfða vorum við fluttir frá Hóli og þaðan til Húsavíkur. Sig'- urður komst þar undir læknis- hendi og lá í sárum lengi vetrar, varð þó albata. Jeg komst slysa- laust það sem eftir var til Skaga- fjarðar. Gerðist ekki fleira í þess- ari ferð sem í frásögu er fær- andi. Þessi fágæta ferðasaga er nú næstum 50 ára gömul. Jeg biarg- aði henni frá glötun í síðasta skifti sem Guðbrandur heimsótti mig og skrifaði hana, að efninu til, eins og hann sagði mjer hana. Sagan gefur góða mynd af því, hvernig menn eiga ekki að ferð- ast, að legg'ja nestislaus í vetr- arskammdegi á óbygð fyrir ókunn uga menn og hafa ekki svo mikið sem áttavita. í slíku ferðalagi er ekkert vit. En úthald þeirra er mikið, að ganga samfleytt á fimta dægUr í vetrarskammdeg- inu án þess að leggjast til hvíld- ar, eða nærast á öðru en vatninu úr hvernum. En þó er ekki síst merkilegt við þessa sögu, tilviljunin, eða hvað maður á að kalla það, er systkinin lögðu leið sína að þessu eyðibýli, sem varð til þess að bjarga lífi þeirra fjelaga. 163 Fyrir nokkrum árum las jeg Sig urði skáldi Jónssyni á Arnarvatni þessa sögu. Kannaðist hann þá við þessa atburði frá bernsku- dögum. Sigurður bjóst við að Guðbrandur hefði gleymt einum náttstað í ferðasögunni, því ein dagleiðin, sem Guðbrandur telur, þótti honum lengri en svo, að þeir hefðu komist hana í mesta skammdeginu. Jeg man ekki hver dagleiðin það var. Þá taldi Sigurður það stórmerkilegt, að systkinin, sem í sögunni eru nefnd skyldu fara þessa leið, sem naum- ast kæmi fyrir að farin væri á vetrardegi, af fólki sem færi frá Reykjahlíð í Mývatnssveit. Sje það rjett, að þeir hafi far- ið af Seyðisfirði á sunnudag og komið að Grímsstöðum á laugar- degi, þá hefir ein dag'leiðin fallið ilr sögunni eins og Sigurður á Arnarvatni gat til. Eftirhreytur Staviski-svikanna. í „L’Echo de Paris“ stendur eftírfarandi grein: — Fyrir nokkrum dögum var þingmaður að leita fyrir sjer um að fá íbúð á leigu. Skamt frá Champs Elysées kemur hann að húsi, þar sem auglýst var að íbúð væri til leigu. Hann fór nú á fund dyravarðar, spurði hvað leigan væri há og hvort hann gæti fengið að líta á íbíiðina. Ekki vildi dyravörður það gjarna, en spurði: — Má jeg spyrja yður hvaða stöðu þjer hafið! Eigandi hússins hefir krafist þess, að jeg spyrði alla lim það. — Jeg er þingmaður. — Þá verðið þjer að hafa mig afsakaðan, herra minn, því að eigandinn hefir skýrt tekið það fram, að hundar, kettir og þing- menn meg'i alls ekki koma hjer inn fyrir dyr. Og þingmaðurinn varð að leita sjer að annari íbúð. ------——

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.