Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1934, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1934, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUInBLAÐSINS 165 Kirkjan í Húsavík. hún ekki hve mörg hús þar voru, og svo þrjár jarðir á Rossalands- strönd Ofí lijet ein Hlöðufell, önn- ur á Mýri og þriðja Leiti; svo átti hún tíu laupabýli (jörð, sem gold- in er eftir einn laupur af smjöri á ári = 72 merkur) í Rogalands- fylki og svo mikið í Hjaltlandi að þaðan komu 46 skildingar (í silfri) í leigu á ári. Hún ber það því næst, að liús- freyjan hafi átt m. a. sex sængur með dúnkoddum og' knipplinga- verum, en undirsængur úr gæsa- fiðri með góðum verum. Hús- freyjan átfi því næst liöfuðskart metið til 13 aura silfurs, og perlu- band úr silfri, þrjú fingurgull og skautbúnað, tvö silfurker og eitt stjettarker (ker með silfurfæti eða stjett), þrjá möttla íir skinnum og kyrtla við þá og eina yfirhöfn, tvennan húsbúnað, annan í stof- una en hinn í sjávarhúsloftið með vænum tjöldum, knipplingum o. fl. Hún átti svo marga höfuðbúnaði, að hún gat skipt um hvern dag vikunnar. Hún átti ketil, sem tók sex tunnur, og' ennfremur öll öl- ílát, og þar að auki könnur, diska og matreiðsluáhöld, sem hún ekki man hve mörg voru, og stórt silf- urbelti átti hún o. s. frv. Annað brjef er skrifað á Hús- um 7. október 1403, þar sem þeir Jón Einarsson prestur og Jón Nikulásson kunngera, að Arnóra Arnbjarnardóttir hafi borið það og staðfest með eiði, að Guðrún Sigvirðardóttir hafi átt allan Finn- garðinn og hálfan Brattann, höf- uðdjásn og gullfjallaðan skaut- bivnað, þar sem kyrtillinn var hlaðbivinn í mitti niður að framan og þar hringinn í kringtim mjaðm- irnar^ stórt silfurbelti og perlu- band úr silfri og kóröllum, gull- spennu, fingurgull og tvær silfur- skálar — — — Síðan eru taldir hinir sömu húsmunir ok í fyrra brjefinu, og því bætt við að í búinu sje kistur, mundlaugar, disk- ar, pönnur, pottar, katlar og öl- ílát, sem hún veit ekki tölu á. En alt þetta átti Guðrún í búi Arn- bjarnar tónda síns. Þriðja brjefið er gert á Viðar- eiði af þeim Brynjólfi Þorbergs- svni presti í Sandey, Jóni Ulafs- s^mi og Sveini Magtiússyni iög- rjettumönnum í Sandey, 22. mars 1404, og segir þar meðal annars: — í*að er oss kunnugt að Avn- björn Guðleiksson, sem átti fjTrir konu Guðrúnu dóttur Sigurðar Hjaltlendings í Finngarði, átti Húsavík og Dal, það sem til Húsa- víkur lá( og í Skálavík, á Skarfa- nesi og á Sandi, eins mikið og undir Húsavík hefir legið. Enn- fremur að þau Arnbjörn áttu tvö börn frjálsborin, son og dóttur, og hjet sonurinn SigUrður. Hann erfði föður sinn Arnbjörn og síð- an erfði systir hans hann, en svo dó hún, og bar þá arfinn undir Guðrúnu móður hennar. Fjórða brjefið er ritað að Vind- ási í Hjaltlandi, 13. okt. 1405, og þar segir Ragnhildur Hávarðar- dóttir (frændkona Guðrúnar?) að hún hefði, fengið Magnúsi syni sínum fult og löglegt umboð um lönd og lausa' aura, sem Guðrún Sigurðardótir í Hivsavík liefði lát- ið eftir sig, en Þrándur Dagfinns- son hefði tilkynt henni, að Magtivvs hefði afsalað sjer og sínumerfingj- um allar eignir Guðrúnar íFæreyj- um. í fylgiskjali með ’þessu brjefi votta þeir Guðbrandur Magnússon sóknarprestur á eynni Yell í Hjalt- landi, Sveinn Markússon lögmað- ur sama stað og Jón Haraldsson lögrjettumaður að það sje þeim vel kunnugt um Ragnhildi Há- varðardóttir, að hún hefði verið fjár síns ráðandi þegar Þrándur Dagfinnsson kom til Vindáss, þar sem hvvn bjó. Á lýsingunni á þessum brjef- um fá menn góða hugmynd um ríkisheimili í Færeyjum fyrir 500 Búgarðurinn Á. árum. Bær Guðrúnar Sigurðar- dóttur, hefir án efa verið bæði stór og risulegur. Fyrir eittlivað 40 árum var Daníel Bruun í Húsavík og rann- sakaði bæjartóftirnar. Honum telst svo til, að þar liafi verið fjögur luis og húsagarður hellulagður á milli þeirra. Ein tóftin mældist honum 28 álna löng og 10 álnir á breidd; önnur 30 álna löng og 11 álnir á breidd, og þar hefir verið eldhús, fjós, hlaða o. s. frv. Á Eiði er einnig gamall hellu- lagður húsagarður, og sögn er um það, að sv.stir húsfreyjunnar í Hvisavík hafi átt þar heima, en þetta mun vera tilbúningur. Ef þetta væri rjett, mundi þessarar systur hennar óefað verið getið í erfðabrjefunum. Færeyingár sigldu þá milli landa á eigin skipum, og enn sjest í Húsavík hrófið, þar sem húsfreyjan geymdi skip sitt á vet- prna. Fyrir svo ,<?(em tveimur mannsöldrum, var tóftin þarna mjög greinileg, og var um 60 fet á lengd og 12 feta breið. Yegg- irnir hafa verið hlaðnir úr grjóti og torfi, og hefir hrófið sjalfsagt verið stærra upphaflega, því að veggirnir hafa fallið inn í tóftina og sigið saman á þeim öldum, sem liðnar eru síðan hrófið var notað. Það hefir verið talsvert mikið stærra heldur en hrófið í íslenda- bvvðum í Vági, því að það er 45 fet á lengd og 10 á breidd. Ose- bergskipið í Noregi er um 65 fet á lengd og 15 fet þar sem það er breiðast, en Gaukstaðaskipið er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.