Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1934, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1934, Blaðsíða 4
164 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nýasta fallbyssugerðin. Kaya prins^ einn af japönsku keisaraættinni, var nýlega á ferð í Eng- landi, og þar fekk hann að skoða nýustu hergögn Breta. Hjer á myndinn\ sjest hann ásamt ensk- um og japönskum liðsforingjum, vera að skoða fallbyssu af nýustu gerð. Húsfreyjan í Húsavík. Sögubrot af Guðrúnu Sigurðardóttur, ríkustu konu í Færeyjum á sinni tíð. Eftir Poul Niclasen, ritstjóra. Niðurl. Dr. Jakob Jakobsen hefir seinna fært sönnur á það, að hjer muni fleiri sögnum blandað saraan, eins og oft vill verða. Sesselja frá Skúfey og' „húsfreyj an í Húsavík“ voru tvær kon- ur, sem ekkert eiga skylt hvor við aðra. Sögnin um stúlkuna, sem fann gullhornið, er þjóðsaga, sem einnig er til meðal annara þjóða. Það eru aðeins fá færeysk forn- brjef til frá miðöldunum, en þó eru til nokkur, sem gefa upplýs- ingar um húsfreyjuna í Húsavík og eignir hennar. Eru það erfða- skjöl þau, sem gerð vorir að henni látinni. Það sjest á þesaum skjölum, að hún hjet Guðrún Sigurðardóttir, og var dóttir Sigurðar Hjaltlend- ings, sem átti heima í Finngarði í Bergen^ þar sem nú er Hansea- tisk Museum. Hún giftist ung Arnbirni Guðleikssyni bónda í Húsavík í Færeyjum og fluttist með honum þangað. Eigi eru nein- ar sögur um það, hvernig þau hafi kynst, en um þetta leyti áttu Færeyingar mikil viðskifti við Bergen. og sigldu þangað á eigin skipum. Og í einni slíkri utanför hefir Arnbjörn sjálfsagt kynst Guðrúnu og felt ástarhug til henn- ar. Faðir hennar var ættaður úr Hjaltalandi, eins og viðurnefni hans bendir til, og stórauðugur maðirr. Guðrún hefir verið bæði fögur og sköruleg og því hinn besti kvenkostur. Arnbjörn hefir og sjálfsagt verið höfðingi, því að annars mundi Guðrún ekki hafa skeytt um hann, og ekki mun hana hafa skort biðlana. Um Arnbjörn veit maður ekki annað en þetta. því að hann er ekki nefndur í skjölum, Þykir af því mega ráða að hún hafi haft alla bústjórn á liinni miklu jörð, Húsavík. Þau hafa eig'nast tvö börn, son, sem Sigurður hjet (í höfuðið á afa sínum í Bergen) og dóttur sem Arnóra hjet. Guð- rún hefir mist mann sinn eftir stutta sambúð, og bæði börnin voru dáin á undan henni. Hefir hún síðan setið í óskiftu búi. Af skinnhandritum viðvíkjandi eignum hennar, er eitt skrifað á Viðareyði, 7. sept. 1403, og er á þessa leið: — Öllum þeim mönnum^ sem þetta brjef sjá eður heyra, senda Sigurður Byrgisson og Dagfinnur Nikulásson kveðju guðs og sína og gera kunnugt, að vjer vorum viðstaddir og hlýddum á að Ingiríður Eyvindardóttir bar það og staðfesti síðar með eiði, að hún vissi að Guðrún Sigurðardóttir í Finng'arði, kona Arnbjarnar Gulleikssonar í Húsavík, átti þetta góss í búi áðurnefnds Arn- bjarnar: Fyrst allur Finngarður; voru það fimtán hús og 68 stof- ur í garðinum; svo átti hún tvo hluta í Brattanum, en það vissi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.