Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1933, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1933, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÖSINS 71 Björgun. Átta ára telpa bjarg- ar tvegffja ára barni frá druknun. í Pollinum á Akureyri, sunnan vert við Oddeyrartangann, liggur sokkið skip, en þó stendur nokk- uð af því upp úr sjó> þegar lág- sjáva er. Hafði ísinn brotnað þar um kring og vök hjá skipinu. Föstudaginn 23. febrúar voru mörg börn að leika sjer á skaut- um á ís í námunda við skipið. — Fimm ára gamall drengur var þar með sleða og ók á honum tveggja ára gömlu telpubarni. Af ógætni rendi lrann sleðanum út af ís- skörinni og slepti honum á sein- Elsa Kristín Sigfúsdóttir. ustu stundu til þess að forða sjálfum sjer frá því að falla í sjóinn. Sleðinn rann út á lausan jaka, sem flaut við skcirina, en börnin, sem á horfðu hljóðuðu af ótta Og aðhöfðust ekkert, nema 8 ára gömul telpa, Elsa Kristín, dóttir Sigfúsar Elíassonar rakara. Hún tók sig út úr hópnum. skreið fram á skörina og tókst henni að seilast í annan sleðameiðinn og draga sleðann með barninu upp á skörina. Mátti það ekki seinna vera, því að jakinn, sem sleðinn var á, var farinn að hallast og mundi hafa sporðreist rjett á eft- ii og barnið farið í sjóinn og druknað. Þykir mikið til koma snarræðis litlu stúlkunnar, sem bjargaði barninu. Roosevelt forseti fæst ekki líftrygður. Það er almenn skoðun í Banda- ríkjunum að Coolidge fyrverandi forseti liafi dáicf fyrir iirlög fram. og orsökin sje sú, að hann 1*10 ofrevnt sig »ieðan liénn var for- seti. — Það er versta og mest heilsu- spillandi staða sem til er í Banda- ríkjunum. segja amerísku bktðin. Og vegna þessa hafa lífsábyrgðar- fjelögin tekið sig saman um það að líftryggja ekki forseta Banda- ríkjanna framvegis. Þelfca bitnar fyrst á Franklin D. Roosvelt. Johs. V. Jensen hitti á óskastundina. Hinn 20. janúar s’íðastliðinn átti danska skáldið Johannes T. Jenscíi sextugsafmæli. Daginn áður átti „Politiken" samtal við hann og meðal annars spurði blaðamað- urinn hann að því hvers hann mundi nú helst óska sjer, ef liann Johs. V. Jensen. Skáldið svaraði þegar: — Mig latngar ekki til að c%ka mjer neins, nema þá ®f jeg gæti fengið skifti á gamla Fordbílnum mínum og öðrum nýjum 4 cy- indra. « Á afmælisdaginn hans komu auðvitað fjöldh margir til þess að óska honum til hamingju og færa honum minningargjafir. meðal þeirra var Frederik Hegel íorstjóri, sem gefið hefij- út badv- ur lians. Þegar Hegel fór rjetti liann skáldinu, ofurlítinn brjef- miða. en á honum stóð ekkert annað en firmanafn. Jóhannes V. -lensen skildi þetta ])ó vel. Á mið- anum stóð nafn umboðsmanns Fords og honum lrafði Hegel falið að afhenda skáldinu 8 tvlindra Fordbíl. Machado forsetinn á Kúba þykir hafðvít- ugur mjög í stjórnsemi sinni og ev þess vegna illa þokkaður. Eru því sífeldar óeirðir á Kúba, en fram til þessa hefir þó stjórnar- lierinn horið hærra hlut i viðskift- nm við uppreisnarmenn. Frú Sinclair Lewis sem áður hjet Graee Livingstone Ilegger, skildi við mann sinn No- belsverðlaunaskáldið, í aprílmán- uði 1928. Síðan hefir altaf staðið í stappi með það, livað hann ælti að legg.ja henni mikið fje til lífs- framfæris. Fyr?k var hann dæmd- ur til þess að greiða henni sem svai;ar 4000 krónum á mánuði. en í janúar 1930, þegar kreppan var skollin á, t reystist Sinelair Le'wis ekki til þess að borga svo mikið, og þá var meðlagið fæi't niður í 800 krónur á mánuði. En 1931 fekk hann Nobelsverðlaunin og þá krafðist hin fráskilda kona hans þess að flá hlutdeild í þessu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.