Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1933, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1933, Blaðsíða 6
70 - LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Frá Neunkirchen. Á efri myndinni sjest nokkuð af ristutium og sært fólk, sem er á leiðinni til að útvega sjer húsaskjól öinhvers staðar. Á neðri myndinni sjest bjÖEgunarlið vera að leita í rúst- unum að mönnunum, sesi saknað var. lirundu 30 þeirra alveg til grunna, önnur liengu uppi hálfhrunin og skekt. Allar rvíður í öllum húsum í borginni brotnuðu af loftþrýst- ingnum og í húsum, sem vpru 10 ktn. í burtu, brotnuðu rúðu-r. en þruman lieyrðist alia leið til Rhen og Karlsruhe. Nokkur hluti af þakinu á járnbrautarstöðinni í Neunkirchen, sviftist af og voru þó 800 metrar j)ar á milli og gasstöðvarinnar. t einu af kvik- mvndahúsunum hrundi þakið nfð- ur á áhorfendur. T'ui leið og sprengingin varð, kviknaði í gasstöðinni og breidd- ist eldurinn til næstu húsarústa og ennfremur í koks og kolabingi. Skelfing greip alia borgarbúa og flýði hver sem gat burt frá ó- happastaðnum, því að menn bjugg ust vifi að fleiri sprengingar myndi verða. V-arð það og til þess að auka óttann. að allar ljósaleiðslur borgarinnar höfðu bilað og var borgin í svarta mvrkri, néma þar sem bir.tu lagði af eldhafinu, eða Ijóskösturum æðandi slökkviliðs- bíla. t mesta flýti var safnað saman lögregluliði og slökkviliði borgar- innar og eins frá næstu þorpum og borgum. Lögregltn sló hring um það sA'æði, sem harðast liafði oi'ðið úti og rak alt fólk þaðan burtu, svo að menn gæti ekki farið fram með gripdeildum og ránum, en slökkviliðið rjeðist í ]>að að slökkva bálið. Var það hið mesta háskaverk, því að á hverri stundu mátti búast við að eldurinn hestist í aðra gasgeyma eða benzol- geyma, sem þai-na voru. Jafn- framt var safnað björgunarliði til ]>ess að bjarga særðu fólki. Er mælt að alt að 1000 manns hafi slasast meira og minna. \'oru skjótt fylt öll -sjúkrarúm í borg- inni. og var þá farið að aka hin- um slösuðu til næstu þorpa og b’orga og er svo mælt, að á 20 km. svæði út frá Neunkirchen á alla vegu hafi hvert einasta sjúkrarúm verið upp tekið. Lað var ekki fvr en komið var fram á laugardag að tekist hafði að draga öll lík út úr húsarústun- um. Höfðu færri farist, en ætlað var í fyrstu, eða milli 70 og 80. Á einum stað fundust hjón með tvö börn sín og voru öll dáin, og á öðrum stað fundust lík annarar fjölskyldu, fimm manna. Gas og benzol-stöðin í Neun- kirchen var gríðarstór, því að hún framleiddi gas handa mörgum þorpum utan borgarinnar. En í borginni sjálfri eru 40.000 íbúa. Ekki vita menn með hvaða hætti sprengingin hefir orðið, en ‘rann- sóknarnefnd var þegar skipuð til ]>ess að komast fyrir ]>að. Er mik- ið um það talað, að óvarlegt sje að haf-a slík fyrirtæki sem þessa stiið inni á milli íbúðarhúsa. Slys ]»etta gengur því næst er spreng- ingin varð í Badenische A/iilin und Sodawerke 21. sept. 1921 ; þar fórust 200 menn. Jarðarför þeirra, sem fórust í Neunkirehen, fór fram 14. febr. X'oru þeir grafnir í tveimur stór- um gröfum. Ákaflega mikið fje hafði þá þegar safnast handa þeim, sem bágstaddastir voru >egna sprengingarinnar. — Hann J. er farinn að safna forngripum. — Jeg veit ]>að, jeg hefi sjeð konuna lians.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.