Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1933, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1933, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 67 ÁSdarfjórðungsafmæli Knattspyrnufjelagsins Fram. Núverandi stjórn Fram: Lúðuik Þorgeirsson, Kjartan Þoruarðsson, Ólafur Þoruarðsson, (juðmiindiir Halldórsson og Harrtj Frederiksen. Fyrir 25 árum komu nokkrir drengir um fermingaraldur sjer saman um að stofna fjelag' til ]iess að iðka knattspyrnu, eða fót- bolta, sem þá var kallað. Hljótt var um fjelagsstofnun þessa, eins og- flestra þeirra fjelag'a, sem ung- lingar standa einir að, og iiefði þótt ólíklega spáð vorið 1908, að ]ietta dreng-jafjelag, þar sem elsti stofnandinn var 15 ára, myndi eftir þrjú ár bera sigur úr být- um á fyrsta íþróttamótinu hjer i bæ, þar sem kept var i knatt- spyrnu milli fjelaga (en innan- fjelagskappleikir höfðu sjest hjer áður og kappleikir við breska sjóliðsmenn). Stofnendur voru um 15 að tölu, á aldrinum 12—15 ára. Þeir höfðu sjeð æfingar hjá Knattspyrnufje- lagi Reykjavíkur og langaði til þess að iðka sjálfir þessa fjörugu og bráðskemtilegu íþrótt. En í því fjelagi voru þá engar yngri deild- ir, og. varð þá að reyna að koma á fjelagsskap, þar sem drengir gætu átt kost á. að iðka knatt- spyrnu. Ekki var mikill fjelags- bragur á þessum fjelagsskap fyrsta árið; enginn bókaður fund- ur haldinn, eng'in stjórn kosin. en aðeins aurað saman í knött, mark- stengur og merkjaflögg og svo æft af miklu kappi úti á Melum altaf ]>egar færi gaf. Það var ekki fvr en í mars 1909 að haldinn var aðalfundur, kosin stjórn og fjelaginu gefið nafn. Var þá fjelagið skírt Kári. en tveim mánuðum síðar var nafn- inu breytt og fjelagið skírt Fram. Fyrstu stjórnina slíipuðu Pjetur Hoffmann Magnússon formaður, Arreboe Clausen og Pjetur Sig- urðsson. Á fvrstu starfsárum fjelagsins gerðist fátt, sem í frásögur sje færandi. Fjelagatalan jókst, æfing- ar voru stundaðar af miklu kappi, eri gailinn var sá, að ekkert knatt- spyrnufjelag drengja á líku reki var þá. hjer svo að hægt væri -að fá tækifæri til að þreyta kapj)- leika. Eng'um datt þá til liugar að keppa við K. R., sem starfaði ])á af talsverðu fjöri, eu vántaði hæfilegan keppinaut. Um þetta leyti var — fvrir for- göngu Skautafjelagsins — komið upp' íþróttavelli, og þegar vígja skyldi völlinn, í júní 1911, var farið fram á það við Fram, að fjelagið þreytti kappleik við K. R. vígsludaginn. Fjelagið Ijet til leiðast, enda var það einn af eig- endum vallarins, ])ótt fyrirsjáan- legt þætti.. að liinir eldri og stæltari K. R.-menn myndu hafa ráð Fram- manna í hendi sjer. Það vakti því mikla undrun, ekki síst meðal fjelags- manna sjálfra, þegar fje- iögin skiidu jöfn, án þess að hvorugu tækist að skora mark á kappleikn- um. Þetta varð til þess, að Fram tilkvnti þátt- töku sína í íþróttamóti TT.M.F.f., sem hófst á ald- arafmæli -Tóns Sigurðs- sonar og þar fóru svo leikar, sem mörg- mn er kun'nugt, að Fram sigraði K. R. með tveim mörkum gegn einu. í grein í Eimreiðinni 1912 segir svo um 'rnna kappleik: ,.í Fram eru ungir sveinar inn- an 18 ára, en í hinu nærri allir vfir tvítugt og alkunnir soppleiks- menn frá gamalli tíð. Mátti og mikinn stærðarmun sjá. er maðnr liotfði á liðið báðum megin. En þó tóku slrákarnir soj)pinn og ráku haan fyrir sjer og ljeku af mikilli snild. Voru ])eir mikln þolnari en þeir stcru og unnu að lokum frægan signr.“ Þetta þóttu mikil tíðindi og þóttust fjelagsmenn nú ekki a 11 - litlir fyrir sjer. Var þá tii ráðs tekið, að fjelagið Ijet smíða fagr- an silfurbikar til þess að keppa um á Knattspyrnumóti íslands, er f.jelagið gekst fyrir á næsta sumri, 1912. Er þetta íslandsbikarinn frægi, sem enn þá er kept um. Á fyrsta íslandsmótinu keptu þrjú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.