Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1933, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1933, Blaðsíða 2
66 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um. Hraðrækt mætti nefna það, og verða við það notaðir geislar sem menn vita nú lítið nm. Nýar ávaxtategundir verða þá fram- leiddar, miklu hollari og bragð- betri en þær sem nú þekkjast. En ekki er jeg með þessu að segja að hveiti og rúgur verði þá úr sögunni, heldur munu þá verða notaðir til fulls bragð- og hollustu möguleikar þessara ágætu ávaxta ; en enn sem komið er, vantar mikið i að það sje gert eins og mætti. Alls ekki vérður þá tíðkað að ala upp skepnur til þess að drepa þær. Gagnvart selum og hvölum. })essum merkilegu dýrum, sem nú eiga svo hryllilegu miskunarleysi að mæta af mannanna hálfu, munu roenn koma fram eingöngu sem dvravinir og hafa mikla ánægju af þeim á ferðum sínum. Og það mun verða ferðast mikið. Allii- munu eiga kost á að sjá mikinn hluta jarðarinnar. Styrjaldir verða engar, enginn vill þá taka á sig liinar óumflýjanlegu afleiðingar af því að meiða eða drepa. Einnig verða ýmsar deilur floltka og ein- stakra manna, miklu minni en nú, auðveldara að forðast deiluefnin og koma á samtökum. Ósamkomu- lag um trúarbrögð verður úr siig- unni að miklu eða mestu leyti. Menn munu eftir vísindalegum að- ferðum leita sambands við lengra komnar verur á. gtjörnunum. og slíkar verur verða hjer jafnvel tíðir gestir. Eins og nokkurs konar æðra sólskin yfir öllu lífinu, verð- ur hin aukna víðsjá og frámsjá. Meir og meir munu menn vita livers vænta má af framtíðinni. og meir og meir verður það sem þó er óvænt, betra en búist hafði verið við, svo að hið fornkveðna : margt gengur verr en varir. verð- ur ])á ekki sanntnæli framar. Eins og jeg gat um í grein í Fíálkanum 7. jan. 8.1., verður mikl rækt lögð við draumlífið og svefnhvíldin notuð til að kynnast lífinu á öðr- um stjörnum. III. l'ra aldamótin 2000 verður ís- land orðið eitt af skemtilegustu löndum jarðarinnar, og veðurfar- ið mun þá ekki verða því til fyr- irstöðu að fegurð landsins fái að njóta sín. Loftlagsbreytingin er nú þegar farin að gera vart við sig á mjög eftirtektarverðan hátt, þó að alt gangi enn skrykkjótt um þær og allar aðrar breytingar til batnaðar. En þó þyrfti ekki svo að vera. A skömmum tíma gæti orðið sú breyting er glögg- lega. sýndi að framtíðin mundi verða slík sem hjer er, gefið í skyn. Og sú breyting verður ef Tuenn aðhvllast þá lieimspeki sem kalla má hyperzóismus, en hún kennir að lífið í alheimieigi aðvaxa "ram til fullkomins samræmis, en vaxandi samræmi fylgi vaxandi vald á öflum og möguleikum til- verunnar. En stóra sporið sem lannkyn vorrar jarðar verður að stíga. er að stilla svo til sambands við fullkomnari ibúa annara stjarna, að hinn skapaudi kraftur nái dietur tökum hjer hjá oss. En allar hugmyndir um lif í 4. rýmd eða hinum myrka, helkalda geimi virðast bygðar :á. misskilningi og miða til tafar. Stjörnuheimurinn er undirstaða lífsins, öll hans öfl eiga að verða í þjónustu lífsins. og að vjer devum hjer á jörðu. stafar ekki af því að tilganginum með lífi í efnisheimi hafi verið náð, heldur af því, að oss hefir ekki tekist nógu vel að lifna. Smásögur um tónsnillinga. Hiindel var lengi forstjóri ópei'- unnar í London. Hann stjórnaði hljómsveitinni og ljek þar sjálfur á hörpu. Var leikur hans svo dá- samlegur að áheyrendui- gættu varla annars en hlusta á hann. Söngmönnum mislíkaði þetta mjög og höfðu horn í siðu hans fyrir |>að. Og svo var það eitt kvöld að bráðlyndur ítalskur söngvari jós úr sjer vfir Hiindel og mælti meðal annars: — Ef þjer dirfist þess framar að eyðileggja söng minn með hörpuleiknum, þá skal jeg stökkva ofan af leiksviðinu niður á hljóm- sveitina og jeg skal sjá um að stökkið takist þannig að harpan ónýtist. — Lað er gott, mælti Hándel rólega, en þjer gerið svo vel að láta mig vita fyrir fram um það, hvenær þjer ætlið að stökkva, svo að jeg geti auglýst það í blöð- unum. Jeg er viss um að óperan græðir miklu meira á stökkinu heldur en á söng yðar. Einn af þeim, sem orkti ljóð við tónsmíðar OffeTibaelis lijet Oremieux. Hann var mjög mont- inn af ljóðnnum og sagði að að- sóknin að óperettunum væri meira þeim að ]>akka heldur en tón- smíðunum. Einu sinni voru þeir Offenbacl) á gangi og konm þá þar að sem lírukassamaður var að spila lög úr óperéttunni ,,Orfeus í undirheim- um“. Hafði fjöldi fólks saLiast þar saman til að hlusta á og börn- in byrjuðu að dansa. Offenbach sneri sjer þá brosandi að Cremi- eux og mælti: — Sjáið þjer nú til hvað ljóð- in vðar eru dásamleg. Þau hafa gert alt jietta fólk hugfangið. líossini var einu sinni gestuv í veislu, þar sem ung stúlka söng nokkur lög. Kona nokkur, sem var sessunautur Rossini, laut að honum og hvíslaði: ---O. syngur hún ekki dásam- lega? Það er alveg eins og hún kvssi hina mjúku tóna um leið og þeir líða af vörum hennar! — Hún verður að gæta þess að verða ekki óhrein um munninn, hvíslaði Rossini, því að tónarnir, sem líða af vörum hennar eru mjög óhreinÍT'. Þegar Paganini var spurður að því hver væri mesti fiðlusnillingur heimsins, svaraði hann jafnan: — Það veit jeg ekki, en Lepin- sky er sá næstbesti. Læknir: Þjer þurfið að hafa ineiri hreyfingu. Gömul jómfrú: Hvað, jeg sem er á dansleik annað hvert kvökl. Læknir: Grunaði mig ekki. — Þjer sitjið alt of mikið. Leiðrjetting'. í vísum Sig. Breiðfjörð í seinustu Lesbók stóð »komst Iðunn«, átti'að vera »kærust Iðunn«.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.